Ekki hægt að gera grein fyrir 5200 fiskum Jón Þór Stefánsson skrifar 11. júlí 2024 10:27 Myndin sýnir fiskeldisstöð Samherja í Sandgerði, en umrætt óhapp átti sér stað í fiskeldisstöð Samherja í Silfurstjörnunni, Öxarfirði. Vísir/Vilhelm Samherji fiskeldi gat ekki gert grein fyrir rétttæplega 5200 fiskum eftir strok á eldislaxi úr fiskeldisstöð fyrirtækisins í Silfurstjörnunni í Öxarfirði. Matvælastofnun áætlar að það sé sá fjöldi seiða sem mögulega hafi smoltast í settjötn og strokið út í sjó. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST, en í skoðanaskýrslu fyrirtækisins er atvikið sem er talið hafa átt sér stað þann 2. maí, en uppgötvaðist þann 6. sama mánaðar, flokkað sem alvarlegt frávik. „Ljóst er að fiskeldisstöð var ekki útbúin eldisbúnaði sem var nægjanlega fiskheldur,“ segir í skýrslu MAST, en þar kemur jafnframt fram að stöðin hafi ekki verið útbúin nægjanlega fínofnum netum til að fanga þau seiði sem struku úr stöðinni. Þá er bent að það sé í höndum Samherja að grípa til allra þeirra ráðstafana sem nauðsynlegar eru til þess að varna því að strok valdi vistfræðilegu tjóni. Þegar greint var frá málinu í maí var áætlað að 868 seiði hefðu sloppið. Sú tala kom til því Samherji fann þessi 868 seiði utan kers, en þá lá ekki fyrir hversu mörg seiði struku í heild sinni. „Ekki var hægt að útiloka að seiðin hafi smoltast í settjörn og komist út í sjó.” „Rekstraraðili brást við og hóf veiðar seiða í settjörn en ekki hefur verið staðfest að öll seiði hafi náðst úr settjörn. Matvælastofnun óskar eftir því að fá tilkynningu þegar öll seiði hafa verið veidd úr settjörn. Við rannsókn málsins hjá Matvælastofnun kom í ljós að rekstraraðili gat ekki gert grein fyrir 5.196 fiskum og dregur Matvælastofnun þá ályktun að það sé sá fjöldi seiða sem mögulega hafi smoltast í settjörn og strokið út í sjó,“ segir í skýrslunni. Þá kemur fram að Samherji fiskeldi hafi unnið að úrbótum vegna fiskheldni stöðvarinnar. MAST muni engu að síður kalla eftir tímasettri úrbótaáætlun og fylgja því eftir að þær hafi verið gerðar. Samherji sendi frá sér tilkynningu eftir að MAST greindi frá málinu í maí. Þar sagði að félagið hefði stundað landeldi í 25 ár án þess að óhöpp sem þessi hefðu átt sér stað. Atvikið hafi átt sér stað vegna Kerfisbilunnar. Fiskeldi Landeldi Norðurþing Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST, en í skoðanaskýrslu fyrirtækisins er atvikið sem er talið hafa átt sér stað þann 2. maí, en uppgötvaðist þann 6. sama mánaðar, flokkað sem alvarlegt frávik. „Ljóst er að fiskeldisstöð var ekki útbúin eldisbúnaði sem var nægjanlega fiskheldur,“ segir í skýrslu MAST, en þar kemur jafnframt fram að stöðin hafi ekki verið útbúin nægjanlega fínofnum netum til að fanga þau seiði sem struku úr stöðinni. Þá er bent að það sé í höndum Samherja að grípa til allra þeirra ráðstafana sem nauðsynlegar eru til þess að varna því að strok valdi vistfræðilegu tjóni. Þegar greint var frá málinu í maí var áætlað að 868 seiði hefðu sloppið. Sú tala kom til því Samherji fann þessi 868 seiði utan kers, en þá lá ekki fyrir hversu mörg seiði struku í heild sinni. „Ekki var hægt að útiloka að seiðin hafi smoltast í settjörn og komist út í sjó.” „Rekstraraðili brást við og hóf veiðar seiða í settjörn en ekki hefur verið staðfest að öll seiði hafi náðst úr settjörn. Matvælastofnun óskar eftir því að fá tilkynningu þegar öll seiði hafa verið veidd úr settjörn. Við rannsókn málsins hjá Matvælastofnun kom í ljós að rekstraraðili gat ekki gert grein fyrir 5.196 fiskum og dregur Matvælastofnun þá ályktun að það sé sá fjöldi seiða sem mögulega hafi smoltast í settjörn og strokið út í sjó,“ segir í skýrslunni. Þá kemur fram að Samherji fiskeldi hafi unnið að úrbótum vegna fiskheldni stöðvarinnar. MAST muni engu að síður kalla eftir tímasettri úrbótaáætlun og fylgja því eftir að þær hafi verið gerðar. Samherji sendi frá sér tilkynningu eftir að MAST greindi frá málinu í maí. Þar sagði að félagið hefði stundað landeldi í 25 ár án þess að óhöpp sem þessi hefðu átt sér stað. Atvikið hafi átt sér stað vegna Kerfisbilunnar.
Fiskeldi Landeldi Norðurþing Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira