„Ég elska þegar fólk mætir í stúkuna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2024 09:01 Hlín Eiríksdóttir er að spila mjög vel í sænsku deildinni og var tilnefnd sem einn af bestu leikmönnum júnímánaðar. Vísir/Einar Hlín Eiríksdóttir er í hópi þeirra leikmanna íslenska kvennalandsliðsins sem eru á miðju tímabili. Sumar í hópnum eru hins vegar að byrja nýtt tímabil í þessum landsliðsglugga þar sem íslenska liðið spilar lokaleiki sína í undankeppni EM 2025. Frábær frammistaða Hlínar með Kristianstad ætti að hjálpa henni til að mæta með fullt sjálftraust í leik á móti einu besta liði Evrópu. Íslensku stelpurnar gert tryggt sér EM-sætið með sigri á Þjóðverjum á Laugardalsvellinum á morgun en fá líka möguleika á því á móti Pólverjum nokkrum dögum síðar. Kominn tími á að vinna þær loksins „Þessi leikur leggst ljómandi vel í mig. Ég hlakka ótrúlega mikið til. Þetta verður mjög erfiður leikur en það er gaman að mæta þeim á heimavelli. Ég held að það sé kominn tími á að vinna þær loksins,“ sagði Hlín í samtali við Stefán Árna Pálsson. Er ekki gaman að mæta svona stórþjóð í fótbolta? Leikirnir sem maður vill spila „Jú, þetta eru bara leikirnir sem maður vill spila. Mér finnst það algjör forréttindi að fá að spila aftur og aftur við Þýskaland. Þetta er lið sem við viljum mæta og við fáum þarna að mæla okkur við bestu leikmenn í heimi,“ sagði Hlín. „Ég held samt að það sé orðið tímabært að við náum kannski í stig á móti þeim,“ sagði Hlín. Íslenska liðið hefur oft tapað illa á móti þýska liðinu en síðasti leikurinn á móti þeim var miklu betri. Hvað þarf að ganga upp til að íslensku stelpurnar tryggi sér EM sæti með sigri á Þjóðverjum á morgun? Klippa: „Ég held að það sé komi tími á að vinna þær loksins“ „Við fengum alvöru skell á móti þeim seinasta haust og ég held að við höfum tekið mjög mikinn lærdóm þaðan. Ég held að þetta sé hugarfarsatriði. Fyrst og fremst að mæta í leikinn af fullum krafti og þora. Mér fannst við ekki þora að halda í boltann á móti þeim úti í Þýskalandi síðasta haust,“ sagði Hlín. „Ef við mætum, vinnum okkar einvígi og fylgjum leikplaninu þá eigum við góða möguleika,“ sagði Hlín. Hversu miklu máli skiptir það íslensku stelpurnar að fá góðan stuðning á heimavelli? Því fleiri því betra „Ég elska þegar fólk mætir í stúkuna. Því fleiri því betra. Það skiptir auðvitað máli og það sýndi sig þegar við áttum miklu betri leik þegar við mættum þeim hérna á heimavelli. Það gefur okkur mjög mikið,“ sagði Hlín. Hlín hefur verið að spila mjög vel í sænsku deildinni í sumar og kemur inn í þessa leiki með mikið sjálfstraust. „Sjálfstraust er lykilatriði. Ég er með hörkusjálfstraust akkúrat núna og ég tek það bara með mér hingað,“ sagði Hlín. Það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjá meira
Frábær frammistaða Hlínar með Kristianstad ætti að hjálpa henni til að mæta með fullt sjálftraust í leik á móti einu besta liði Evrópu. Íslensku stelpurnar gert tryggt sér EM-sætið með sigri á Þjóðverjum á Laugardalsvellinum á morgun en fá líka möguleika á því á móti Pólverjum nokkrum dögum síðar. Kominn tími á að vinna þær loksins „Þessi leikur leggst ljómandi vel í mig. Ég hlakka ótrúlega mikið til. Þetta verður mjög erfiður leikur en það er gaman að mæta þeim á heimavelli. Ég held að það sé kominn tími á að vinna þær loksins,“ sagði Hlín í samtali við Stefán Árna Pálsson. Er ekki gaman að mæta svona stórþjóð í fótbolta? Leikirnir sem maður vill spila „Jú, þetta eru bara leikirnir sem maður vill spila. Mér finnst það algjör forréttindi að fá að spila aftur og aftur við Þýskaland. Þetta er lið sem við viljum mæta og við fáum þarna að mæla okkur við bestu leikmenn í heimi,“ sagði Hlín. „Ég held samt að það sé orðið tímabært að við náum kannski í stig á móti þeim,“ sagði Hlín. Íslenska liðið hefur oft tapað illa á móti þýska liðinu en síðasti leikurinn á móti þeim var miklu betri. Hvað þarf að ganga upp til að íslensku stelpurnar tryggi sér EM sæti með sigri á Þjóðverjum á morgun? Klippa: „Ég held að það sé komi tími á að vinna þær loksins“ „Við fengum alvöru skell á móti þeim seinasta haust og ég held að við höfum tekið mjög mikinn lærdóm þaðan. Ég held að þetta sé hugarfarsatriði. Fyrst og fremst að mæta í leikinn af fullum krafti og þora. Mér fannst við ekki þora að halda í boltann á móti þeim úti í Þýskalandi síðasta haust,“ sagði Hlín. „Ef við mætum, vinnum okkar einvígi og fylgjum leikplaninu þá eigum við góða möguleika,“ sagði Hlín. Hversu miklu máli skiptir það íslensku stelpurnar að fá góðan stuðning á heimavelli? Því fleiri því betra „Ég elska þegar fólk mætir í stúkuna. Því fleiri því betra. Það skiptir auðvitað máli og það sýndi sig þegar við áttum miklu betri leik þegar við mættum þeim hérna á heimavelli. Það gefur okkur mjög mikið,“ sagði Hlín. Hlín hefur verið að spila mjög vel í sænsku deildinni í sumar og kemur inn í þessa leiki með mikið sjálfstraust. „Sjálfstraust er lykilatriði. Ég er með hörkusjálfstraust akkúrat núna og ég tek það bara með mér hingað,“ sagði Hlín. Það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjá meira