„Ég elska þegar fólk mætir í stúkuna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2024 09:01 Hlín Eiríksdóttir er að spila mjög vel í sænsku deildinni og var tilnefnd sem einn af bestu leikmönnum júnímánaðar. Vísir/Einar Hlín Eiríksdóttir er í hópi þeirra leikmanna íslenska kvennalandsliðsins sem eru á miðju tímabili. Sumar í hópnum eru hins vegar að byrja nýtt tímabil í þessum landsliðsglugga þar sem íslenska liðið spilar lokaleiki sína í undankeppni EM 2025. Frábær frammistaða Hlínar með Kristianstad ætti að hjálpa henni til að mæta með fullt sjálftraust í leik á móti einu besta liði Evrópu. Íslensku stelpurnar gert tryggt sér EM-sætið með sigri á Þjóðverjum á Laugardalsvellinum á morgun en fá líka möguleika á því á móti Pólverjum nokkrum dögum síðar. Kominn tími á að vinna þær loksins „Þessi leikur leggst ljómandi vel í mig. Ég hlakka ótrúlega mikið til. Þetta verður mjög erfiður leikur en það er gaman að mæta þeim á heimavelli. Ég held að það sé kominn tími á að vinna þær loksins,“ sagði Hlín í samtali við Stefán Árna Pálsson. Er ekki gaman að mæta svona stórþjóð í fótbolta? Leikirnir sem maður vill spila „Jú, þetta eru bara leikirnir sem maður vill spila. Mér finnst það algjör forréttindi að fá að spila aftur og aftur við Þýskaland. Þetta er lið sem við viljum mæta og við fáum þarna að mæla okkur við bestu leikmenn í heimi,“ sagði Hlín. „Ég held samt að það sé orðið tímabært að við náum kannski í stig á móti þeim,“ sagði Hlín. Íslenska liðið hefur oft tapað illa á móti þýska liðinu en síðasti leikurinn á móti þeim var miklu betri. Hvað þarf að ganga upp til að íslensku stelpurnar tryggi sér EM sæti með sigri á Þjóðverjum á morgun? Klippa: „Ég held að það sé komi tími á að vinna þær loksins“ „Við fengum alvöru skell á móti þeim seinasta haust og ég held að við höfum tekið mjög mikinn lærdóm þaðan. Ég held að þetta sé hugarfarsatriði. Fyrst og fremst að mæta í leikinn af fullum krafti og þora. Mér fannst við ekki þora að halda í boltann á móti þeim úti í Þýskalandi síðasta haust,“ sagði Hlín. „Ef við mætum, vinnum okkar einvígi og fylgjum leikplaninu þá eigum við góða möguleika,“ sagði Hlín. Hversu miklu máli skiptir það íslensku stelpurnar að fá góðan stuðning á heimavelli? Því fleiri því betra „Ég elska þegar fólk mætir í stúkuna. Því fleiri því betra. Það skiptir auðvitað máli og það sýndi sig þegar við áttum miklu betri leik þegar við mættum þeim hérna á heimavelli. Það gefur okkur mjög mikið,“ sagði Hlín. Hlín hefur verið að spila mjög vel í sænsku deildinni í sumar og kemur inn í þessa leiki með mikið sjálfstraust. „Sjálfstraust er lykilatriði. Ég er með hörkusjálfstraust akkúrat núna og ég tek það bara með mér hingað,“ sagði Hlín. Það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Ægis fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Niðurbrotinn Klopp í sjokki Búinn að kaupa hús og lögfræðingarnir lentir í Napoli Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Ronaldo segir þessum kafla lokið Greip í hár mótherja og kippti til og frá „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Alonso boðar nýja tíma hjá Real Madrid Arnór Ingvi bjargaði stigi með glæsilegu aukaspyrnumarki Sævar Atli sagður á leið í hlýjan faðm Freys Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Maðurinn sem Óskar Hrafn taldi vinna gegn sér rekinn Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Mbappé vinnur gullskóinn í fyrsta sinn Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Athæfi Freys og Eggerts vekur athygli í Noregi Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Sjá meira
Frábær frammistaða Hlínar með Kristianstad ætti að hjálpa henni til að mæta með fullt sjálftraust í leik á móti einu besta liði Evrópu. Íslensku stelpurnar gert tryggt sér EM-sætið með sigri á Þjóðverjum á Laugardalsvellinum á morgun en fá líka möguleika á því á móti Pólverjum nokkrum dögum síðar. Kominn tími á að vinna þær loksins „Þessi leikur leggst ljómandi vel í mig. Ég hlakka ótrúlega mikið til. Þetta verður mjög erfiður leikur en það er gaman að mæta þeim á heimavelli. Ég held að það sé kominn tími á að vinna þær loksins,“ sagði Hlín í samtali við Stefán Árna Pálsson. Er ekki gaman að mæta svona stórþjóð í fótbolta? Leikirnir sem maður vill spila „Jú, þetta eru bara leikirnir sem maður vill spila. Mér finnst það algjör forréttindi að fá að spila aftur og aftur við Þýskaland. Þetta er lið sem við viljum mæta og við fáum þarna að mæla okkur við bestu leikmenn í heimi,“ sagði Hlín. „Ég held samt að það sé orðið tímabært að við náum kannski í stig á móti þeim,“ sagði Hlín. Íslenska liðið hefur oft tapað illa á móti þýska liðinu en síðasti leikurinn á móti þeim var miklu betri. Hvað þarf að ganga upp til að íslensku stelpurnar tryggi sér EM sæti með sigri á Þjóðverjum á morgun? Klippa: „Ég held að það sé komi tími á að vinna þær loksins“ „Við fengum alvöru skell á móti þeim seinasta haust og ég held að við höfum tekið mjög mikinn lærdóm þaðan. Ég held að þetta sé hugarfarsatriði. Fyrst og fremst að mæta í leikinn af fullum krafti og þora. Mér fannst við ekki þora að halda í boltann á móti þeim úti í Þýskalandi síðasta haust,“ sagði Hlín. „Ef við mætum, vinnum okkar einvígi og fylgjum leikplaninu þá eigum við góða möguleika,“ sagði Hlín. Hversu miklu máli skiptir það íslensku stelpurnar að fá góðan stuðning á heimavelli? Því fleiri því betra „Ég elska þegar fólk mætir í stúkuna. Því fleiri því betra. Það skiptir auðvitað máli og það sýndi sig þegar við áttum miklu betri leik þegar við mættum þeim hérna á heimavelli. Það gefur okkur mjög mikið,“ sagði Hlín. Hlín hefur verið að spila mjög vel í sænsku deildinni í sumar og kemur inn í þessa leiki með mikið sjálfstraust. „Sjálfstraust er lykilatriði. Ég er með hörkusjálfstraust akkúrat núna og ég tek það bara með mér hingað,“ sagði Hlín. Það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Ægis fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Niðurbrotinn Klopp í sjokki Búinn að kaupa hús og lögfræðingarnir lentir í Napoli Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Ronaldo segir þessum kafla lokið Greip í hár mótherja og kippti til og frá „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Alonso boðar nýja tíma hjá Real Madrid Arnór Ingvi bjargaði stigi með glæsilegu aukaspyrnumarki Sævar Atli sagður á leið í hlýjan faðm Freys Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Maðurinn sem Óskar Hrafn taldi vinna gegn sér rekinn Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Mbappé vinnur gullskóinn í fyrsta sinn Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Athæfi Freys og Eggerts vekur athygli í Noregi Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Sjá meira