„Nú er öryggi almennings fórnað á altari atvinnufrelsis“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. júlí 2024 11:55 Daníel segir ferðamenn veigra sér við því að koma til landsins vegna þjónustu leigubílstjóra sem fari versnandi. Vísir/Vilhelm Formaður bifreiðarstjórafélagsins segir að leigubílstjórar svindli á erlendum ferðamönnum í auknu mæli eftir að ný leigubifreiðalög tóku gildi í apríl á síðasta ári. Þetta hafi slæm áhrif á ásýnd landsins í augum ferðamanna sem veigra sér við að koma til landsins. Daníel O. Einarsson, formaður Frama - félags leigubílstjóra, varar við því að slæmt orðspor leigubílstjóra hér á landi sé farið að spyrjast út út fyrir landsteinanna og segir að erlendir ferðamenn hugsi sig nú tvisvar um áður en þeir koma til landsins vegna fjölda skrifaðra umsagna um þjónustuna á vinsælum ferðamannavefsíðum. Morgunblaðið greindi fyrst frá. „Við skynjum það. Vegna þess að ferðamenn eru fjalla um það að þeim hafi verið sagt að vara sig, vara sig á því hvernig þeir velja leigubíl. Þannig berst þetta til okkar en þetta skaðar alveg örugglega ferðaþjónustuna, það er vitað mál.“ Líklegri til að svindla á ferðamönnum en Íslendingum Fréttastofa kannaði málið og las tugi umsagna frá erlendum ferðamönnum um leigubifreiðar hér á landi. Flestar þeirra voru jákvæðar en þó fundust einnig þó nokkrar umsagnir þar sem leigubifreiðaþjónusta á Íslandi var gagnrýnd fyrir seinagang, skort á öryggi og þó nokkru sinnum sökuðu farþegar bílstjóra um að rukka sig tvöfalt fyrir ferð frá flugvellinum til Reykjavíkur. Daníel segir leigubílstjóra líklegri til að svindla á erlendum ferðamönnum en Íslendingum. „Íslendingar segja okkur líka frá því sem er misjafnt en það kemur mest frá Íslendingum að þeir segja frá því og séu óánægðir.“ Öryggi fórnað á altari atvinnufrelsis Að hans mati hefur ástandið versnað til muna hér á landi eftir að ný lög um leigubifreiðar tóku gildi á síðasta ári. „Það koma inn aðilar sem hafa ekki neitt starfsnám að baki og við þekkjum ekki bakgrunn einstaklinganna sem byrja að keyra leigubílanna sem við þurfum að gera til að geta tryggt öryggi almennings og nú er öryggi almennings fórnað á altari atvinnufrelsis.“ Of mikil áhersla á „djammið“ í lagasetningu Segir Daníel og hvetur stjórnvöld til að breyta lögunum aftur í fyrra horf. „Það þarf að bæta lagaumhverfi leigubíla og endurskoða þetta út frá lögunum sem voru áður. Við höfðum mjög góða þjónustu, eins og maður segir enginn veit hvað hefur fyrr en misst hefur. Leigubílaþjónustan á Íslandi var bara mjög góð. Athyglin beindist að djamminu og að það vantaði leigubíla á djammið. Fólk safnast í óeðlilega miklum fjölda í miðbæ Reykjavíkur og það á ekki að stýra atvinnugrein.“ Leigubílar Vinnumarkaður Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Daníel O. Einarsson, formaður Frama - félags leigubílstjóra, varar við því að slæmt orðspor leigubílstjóra hér á landi sé farið að spyrjast út út fyrir landsteinanna og segir að erlendir ferðamenn hugsi sig nú tvisvar um áður en þeir koma til landsins vegna fjölda skrifaðra umsagna um þjónustuna á vinsælum ferðamannavefsíðum. Morgunblaðið greindi fyrst frá. „Við skynjum það. Vegna þess að ferðamenn eru fjalla um það að þeim hafi verið sagt að vara sig, vara sig á því hvernig þeir velja leigubíl. Þannig berst þetta til okkar en þetta skaðar alveg örugglega ferðaþjónustuna, það er vitað mál.“ Líklegri til að svindla á ferðamönnum en Íslendingum Fréttastofa kannaði málið og las tugi umsagna frá erlendum ferðamönnum um leigubifreiðar hér á landi. Flestar þeirra voru jákvæðar en þó fundust einnig þó nokkrar umsagnir þar sem leigubifreiðaþjónusta á Íslandi var gagnrýnd fyrir seinagang, skort á öryggi og þó nokkru sinnum sökuðu farþegar bílstjóra um að rukka sig tvöfalt fyrir ferð frá flugvellinum til Reykjavíkur. Daníel segir leigubílstjóra líklegri til að svindla á erlendum ferðamönnum en Íslendingum. „Íslendingar segja okkur líka frá því sem er misjafnt en það kemur mest frá Íslendingum að þeir segja frá því og séu óánægðir.“ Öryggi fórnað á altari atvinnufrelsis Að hans mati hefur ástandið versnað til muna hér á landi eftir að ný lög um leigubifreiðar tóku gildi á síðasta ári. „Það koma inn aðilar sem hafa ekki neitt starfsnám að baki og við þekkjum ekki bakgrunn einstaklinganna sem byrja að keyra leigubílanna sem við þurfum að gera til að geta tryggt öryggi almennings og nú er öryggi almennings fórnað á altari atvinnufrelsis.“ Of mikil áhersla á „djammið“ í lagasetningu Segir Daníel og hvetur stjórnvöld til að breyta lögunum aftur í fyrra horf. „Það þarf að bæta lagaumhverfi leigubíla og endurskoða þetta út frá lögunum sem voru áður. Við höfðum mjög góða þjónustu, eins og maður segir enginn veit hvað hefur fyrr en misst hefur. Leigubílaþjónustan á Íslandi var bara mjög góð. Athyglin beindist að djamminu og að það vantaði leigubíla á djammið. Fólk safnast í óeðlilega miklum fjölda í miðbæ Reykjavíkur og það á ekki að stýra atvinnugrein.“
Leigubílar Vinnumarkaður Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira