„Sannfærð um að þessi samningur lyfti körfuboltanum enn meira upp“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júlí 2024 09:37 Valur er Íslandsmeistari karla í körfubolta. Tekst Valsmönnum að vinna Bónus-deildina á næsta tímabili? vísir/anton Mikil ánægja ríkir hjá Körfuknattleikssambandi Íslands með nýja samninginn við Bónus. Efstu deildir karla og kvenna munu bera nafn Bónus næstu þrjú árin hið minnsta. „Þetta er samningur á svipuðum grunni og hefur verið við nafnarétthafa undanfarin ár. Það er mikið ánægjuefni að fá Bónus í lið með okkur. Að sama skapi þökkum við Subway fyrir gott og skemmtilegt samstarf undanfarin ár. Það er mikil eftirvænting eftir þessum nýja samningi,“ sagði Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, í samtali við Vísi í morgun. „Þeir koma líka inn í afreks- og landsliðsstarfið eins og þeir sem hafa verið með nafnaréttinn. Það er bara mikil eftirvænting hjá okkur fyrir þessu nýja samstarfi. Þetta hefur verið í vinnslu í nokkra mánuði og það er virkilega gaman að segja frá þessu og opinbera þetta; að við fáum að spila í Bónus-deildunum næstu árin.“ Eins og Hannes segir mun Bónus styðja við landsliðs- og afreksstarf KKÍ og koma inn af enn meiri krafti þar en áður hefur verið gert. „Já, þeir koma meira inn almennt í landsliðs- og afreksstarfið en þeir sem hafa verið með nafnaréttinn hafa áður gert,“ sagði Hannes. Að hans sögn er samningur KKÍ við Bónus til þriggja ára en vonast er til að samstarfið verði enn lengra. „Það hefur verið mjög gaman að taka þátt í þeirri vinnu sem hefur verið hjá okkur undanfarnar vikur. Svona samningar taka langan tíma og ýmsar pælingar sem eru í gangi. Ég held að það verði ýmislegt nýtt og skemmtilegt sem körfuboltafólk og landsmenn allir eiga eftir að sjá á næstu árum. Bónusdeildirnar verða stór og skemmtilegur þáttur í starfi KKÍ. Við erum mjög ánægð og sannfærð um að þessi samningur lyfti körfuboltanum enn meira upp,“ sagði Hannes. En er þetta stærsti samningur sem KKÍ hefur gert? „Já, við getum alveg sagt það, að þetta sé stærsti samningur sem KKÍ hefur gert; þar sem hann er víðtækur og tekur á heildarstarfi sambandsins,“ svaraði framkvæmdastjórinn. Subway-deild karla Subway-deild kvenna KKÍ Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Sjá meira
„Þetta er samningur á svipuðum grunni og hefur verið við nafnarétthafa undanfarin ár. Það er mikið ánægjuefni að fá Bónus í lið með okkur. Að sama skapi þökkum við Subway fyrir gott og skemmtilegt samstarf undanfarin ár. Það er mikil eftirvænting eftir þessum nýja samningi,“ sagði Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, í samtali við Vísi í morgun. „Þeir koma líka inn í afreks- og landsliðsstarfið eins og þeir sem hafa verið með nafnaréttinn. Það er bara mikil eftirvænting hjá okkur fyrir þessu nýja samstarfi. Þetta hefur verið í vinnslu í nokkra mánuði og það er virkilega gaman að segja frá þessu og opinbera þetta; að við fáum að spila í Bónus-deildunum næstu árin.“ Eins og Hannes segir mun Bónus styðja við landsliðs- og afreksstarf KKÍ og koma inn af enn meiri krafti þar en áður hefur verið gert. „Já, þeir koma meira inn almennt í landsliðs- og afreksstarfið en þeir sem hafa verið með nafnaréttinn hafa áður gert,“ sagði Hannes. Að hans sögn er samningur KKÍ við Bónus til þriggja ára en vonast er til að samstarfið verði enn lengra. „Það hefur verið mjög gaman að taka þátt í þeirri vinnu sem hefur verið hjá okkur undanfarnar vikur. Svona samningar taka langan tíma og ýmsar pælingar sem eru í gangi. Ég held að það verði ýmislegt nýtt og skemmtilegt sem körfuboltafólk og landsmenn allir eiga eftir að sjá á næstu árum. Bónusdeildirnar verða stór og skemmtilegur þáttur í starfi KKÍ. Við erum mjög ánægð og sannfærð um að þessi samningur lyfti körfuboltanum enn meira upp,“ sagði Hannes. En er þetta stærsti samningur sem KKÍ hefur gert? „Já, við getum alveg sagt það, að þetta sé stærsti samningur sem KKÍ hefur gert; þar sem hann er víðtækur og tekur á heildarstarfi sambandsins,“ svaraði framkvæmdastjórinn.
Subway-deild karla Subway-deild kvenna KKÍ Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Sjá meira