Arkitektinn sem mótaði útivistarperlurnar látinn Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júlí 2024 16:18 Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt í viðtali á bakka Árbæjarlóns með álftirnar í baksýn sumarið 2016. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Landslagsarktitektinn Reynir Vilhjálmsson er látinn, 89 ára að aldri. Fáir hafa á ferli sínum haft jafn rík áhrif og hann á mótun mannngerðra útivistarsvæða hérlendis, bæði innan borgarlandsins sem og í bæjum víða um land. „Reynir var frumkvöðull á sviði landslagsarkitektúrs á Íslandi og hefur haft mikil áhrif á íslenskt borgar- og bæjarlandslag og skipulag sem notið verður um ókomna tíð,” segir í minningarorðum á heimasíðu Félags íslenskra landslagsarkitekta, FÍLA, en Reynir var þar heiðursfélagi. Reynir var fæddur í Reykjavík þann 7. ágúst 1934. Hann lauk námi við Garðyrkjuskólann á Reykjum árið 1953 og framhaldsnámi frá Det Kongelige Danske Haveselskabs Anlægsgartnerskole árið 1955. Útskrifaðist síðan sem landslagsarkitekt frá Kunstakademiets Arkitektskole í Kaupmannahöfn 1961. Reynir starfaði fyrst í Danmörku að loknu námi en flutti til Íslands 1963, stofnaði fyrst teiknistofu með öðrum en hóf samhliða rekstur teiknistofu í eigin nafni og ruddi braut fyrir lítt mótaða nýja starfsgrein, segir í yfirliti Félags íslenskra landslagsarkitekta. „Reynir var afkastamikill á ferli sínum og meðal hans þekktustu verka eru skipulag Neðra-Breiðholts og Árbæjarhverfis, umhverfi Reykjalundar, Klambratún, skipulag Fákssvæðis, skrúðgarðar á Húsavík og í Hveragerði, skipulag Laugardals og Elliðaárdals, lóð Þjóðarbókhlöðunnar, græni trefillinn, skipulag á Þingvöllum og snjóflóðavarnir á Siglufirði.” Reynir bjó í nágrenni við Árbæjarlón og var sérlegur unnandi þess en hann var höfundur bókar um Elliðaárdal. Þá birtist hann nokkrum sinnum í fréttum um álftaparið sem áður varp við lónið. Það má rifja má upp hér: Reynir var einn stofnenda Félags íslenskra landslagsarkitekta 1978 og fyrsti formaður félagsins. Hann var virkur félagi og stjórnarmaður í Skógræktarfélagi Reykjavíkur, söng með Karlakórnum Stefni, stundaði skíðaíþróttina með Val fram eftir aldri og hestamennsku í Fáki um langt árabil. Þá var hann einn af stofnendum íþróttafélagsins Fylkis. Reynir hlaut fjölda viðurkenninga fyrir verk sín og ævistarf. Hann var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 2010 fyrir frumherjastörf við skipulag og mótun umhverfis sama ár og hann var sæmdur heiðursverðlaunum garðyrkjunnar. Þá hafa verk hans unnið til verðlauna á alþjóðavísu. Reynir var mikill húmóristi eins og birtist í þessari frétt: Reynir var kvæntur Svanfríði Gunnlaugsdóttur sem lést 2004. Þau eignuðust þrjú börn, Höllu sem starfaði sem bókari, Valdimar skógfræðing og Steinunni garðyrkjufræðing. Barnabörnin eru sjö og barnabarnabörnin sjö. Eftirlifandi sambýliskona Reynis er Sigríður Jóhannsdóttir tækniteiknari. Reynir var góður vatnslitamálari og bætti í þá iðju eftir starfslok. Hann hélt sýningu á Siglufirði 2019 þar sem viðfangsefnið var snjóflóðavarnargarðar þar í bæ og árið 2021 hélt hann sýningu í bókasafni Árbæjar undir heitinu Árbæjarlónið sem var. Í sýningunni fólust mótmæli gegn þeirri ákvörðun borgaryfirvalda og Orkuveitu Reykjavíkur að láta tæma lónið, en skoðun sinni lýsti hann einnig í þessari frétt: Andlát Arkitektúr Skipulag Tengdar fréttir Tæming Árbæjarlónsins hafi mikil áhrif á geðheilsu íbúa Landslagsarkitekt segir marga íbúa Árbæjarhverfisins miður sín yfir því að Orkuveitan hafi ákveðið að tæma Árbæjarlónið til frambúðar. Ásýnd svæðisins sé horfin og skorar hann á Orkuveituna að snúa þessari ákvörðun við. 14. nóvember 2020 22:01 Álftin á Árbæjarlóni rekur gæsirnar burt Álftarparið á Árbæjarlóni er sérlegur gleðigjafi þeirra sem leið eiga um Elliðaárdal þessa dagana, en um þetta leyti árs kemur venjulega í ljós hve margir ungar skríða úr hreiðrinu. 11. júní 2019 22:55 Náði sér í nýjan stegg þegar sá gamli var orðinn slappur Álftarpar í Elliðaárdal syndir nú um með sex unga á lóninu við Árbæjarstíflu. Nágrannar telja að kvenfuglinn hafi yngt upp. 16. júní 2016 21:16 Uppáhaldsbygging Reynis Vilhjálms "Mér finnst margar ægifagrar byggingar á höfuðborgarsvæðinu," segir Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt. 19. október 2004 00:01 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
„Reynir var frumkvöðull á sviði landslagsarkitektúrs á Íslandi og hefur haft mikil áhrif á íslenskt borgar- og bæjarlandslag og skipulag sem notið verður um ókomna tíð,” segir í minningarorðum á heimasíðu Félags íslenskra landslagsarkitekta, FÍLA, en Reynir var þar heiðursfélagi. Reynir var fæddur í Reykjavík þann 7. ágúst 1934. Hann lauk námi við Garðyrkjuskólann á Reykjum árið 1953 og framhaldsnámi frá Det Kongelige Danske Haveselskabs Anlægsgartnerskole árið 1955. Útskrifaðist síðan sem landslagsarkitekt frá Kunstakademiets Arkitektskole í Kaupmannahöfn 1961. Reynir starfaði fyrst í Danmörku að loknu námi en flutti til Íslands 1963, stofnaði fyrst teiknistofu með öðrum en hóf samhliða rekstur teiknistofu í eigin nafni og ruddi braut fyrir lítt mótaða nýja starfsgrein, segir í yfirliti Félags íslenskra landslagsarkitekta. „Reynir var afkastamikill á ferli sínum og meðal hans þekktustu verka eru skipulag Neðra-Breiðholts og Árbæjarhverfis, umhverfi Reykjalundar, Klambratún, skipulag Fákssvæðis, skrúðgarðar á Húsavík og í Hveragerði, skipulag Laugardals og Elliðaárdals, lóð Þjóðarbókhlöðunnar, græni trefillinn, skipulag á Þingvöllum og snjóflóðavarnir á Siglufirði.” Reynir bjó í nágrenni við Árbæjarlón og var sérlegur unnandi þess en hann var höfundur bókar um Elliðaárdal. Þá birtist hann nokkrum sinnum í fréttum um álftaparið sem áður varp við lónið. Það má rifja má upp hér: Reynir var einn stofnenda Félags íslenskra landslagsarkitekta 1978 og fyrsti formaður félagsins. Hann var virkur félagi og stjórnarmaður í Skógræktarfélagi Reykjavíkur, söng með Karlakórnum Stefni, stundaði skíðaíþróttina með Val fram eftir aldri og hestamennsku í Fáki um langt árabil. Þá var hann einn af stofnendum íþróttafélagsins Fylkis. Reynir hlaut fjölda viðurkenninga fyrir verk sín og ævistarf. Hann var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 2010 fyrir frumherjastörf við skipulag og mótun umhverfis sama ár og hann var sæmdur heiðursverðlaunum garðyrkjunnar. Þá hafa verk hans unnið til verðlauna á alþjóðavísu. Reynir var mikill húmóristi eins og birtist í þessari frétt: Reynir var kvæntur Svanfríði Gunnlaugsdóttur sem lést 2004. Þau eignuðust þrjú börn, Höllu sem starfaði sem bókari, Valdimar skógfræðing og Steinunni garðyrkjufræðing. Barnabörnin eru sjö og barnabarnabörnin sjö. Eftirlifandi sambýliskona Reynis er Sigríður Jóhannsdóttir tækniteiknari. Reynir var góður vatnslitamálari og bætti í þá iðju eftir starfslok. Hann hélt sýningu á Siglufirði 2019 þar sem viðfangsefnið var snjóflóðavarnargarðar þar í bæ og árið 2021 hélt hann sýningu í bókasafni Árbæjar undir heitinu Árbæjarlónið sem var. Í sýningunni fólust mótmæli gegn þeirri ákvörðun borgaryfirvalda og Orkuveitu Reykjavíkur að láta tæma lónið, en skoðun sinni lýsti hann einnig í þessari frétt:
Andlát Arkitektúr Skipulag Tengdar fréttir Tæming Árbæjarlónsins hafi mikil áhrif á geðheilsu íbúa Landslagsarkitekt segir marga íbúa Árbæjarhverfisins miður sín yfir því að Orkuveitan hafi ákveðið að tæma Árbæjarlónið til frambúðar. Ásýnd svæðisins sé horfin og skorar hann á Orkuveituna að snúa þessari ákvörðun við. 14. nóvember 2020 22:01 Álftin á Árbæjarlóni rekur gæsirnar burt Álftarparið á Árbæjarlóni er sérlegur gleðigjafi þeirra sem leið eiga um Elliðaárdal þessa dagana, en um þetta leyti árs kemur venjulega í ljós hve margir ungar skríða úr hreiðrinu. 11. júní 2019 22:55 Náði sér í nýjan stegg þegar sá gamli var orðinn slappur Álftarpar í Elliðaárdal syndir nú um með sex unga á lóninu við Árbæjarstíflu. Nágrannar telja að kvenfuglinn hafi yngt upp. 16. júní 2016 21:16 Uppáhaldsbygging Reynis Vilhjálms "Mér finnst margar ægifagrar byggingar á höfuðborgarsvæðinu," segir Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt. 19. október 2004 00:01 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Tæming Árbæjarlónsins hafi mikil áhrif á geðheilsu íbúa Landslagsarkitekt segir marga íbúa Árbæjarhverfisins miður sín yfir því að Orkuveitan hafi ákveðið að tæma Árbæjarlónið til frambúðar. Ásýnd svæðisins sé horfin og skorar hann á Orkuveituna að snúa þessari ákvörðun við. 14. nóvember 2020 22:01
Álftin á Árbæjarlóni rekur gæsirnar burt Álftarparið á Árbæjarlóni er sérlegur gleðigjafi þeirra sem leið eiga um Elliðaárdal þessa dagana, en um þetta leyti árs kemur venjulega í ljós hve margir ungar skríða úr hreiðrinu. 11. júní 2019 22:55
Náði sér í nýjan stegg þegar sá gamli var orðinn slappur Álftarpar í Elliðaárdal syndir nú um með sex unga á lóninu við Árbæjarstíflu. Nágrannar telja að kvenfuglinn hafi yngt upp. 16. júní 2016 21:16
Uppáhaldsbygging Reynis Vilhjálms "Mér finnst margar ægifagrar byggingar á höfuðborgarsvæðinu," segir Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt. 19. október 2004 00:01