„Þessi viðbúnaður er meira varúðarráðstöfun fyrir hann sjálfan“ Ritstjórn skrifar 9. júlí 2024 12:02 Mohamad Kourani við aðalmeðferð málsins gegn honum í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir Mikill viðbúnaður er nú á Litla-Hrauni vegna Mohamads Kourani, fanga með langa afbrotasögu sem bíður nú dómsuppkvaðningar fyrir stunguárás, að sögn formanns Afstöðu. Hann segir um að ræða veikan mann sem ekki eigi heima í fangelsi heldur á sjúkrastofnun. Afstaða hyggst vitja fangans í fangelsinu síðar í vikunni. Fram kom í frétt Nútímans í gær að viðbúnaður í fangelsinu á Litla-Hrauni vegna Mohamads Kourani, sem ákærður var fyrir hnífaárás í matvöruverslun í Valshverfinu í Reykjavík í mars, væri gríðarmikill - ætti sér vart hliðstæðu. Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, félags fanga, segir vissulega mikinn viðbúnað vegna Kourani í fangelsinu í augnablikinu. „Það er alltaf af og til slíkur viðbúnaður, í gegnum tíðina hefur það alltaf verið af og til, en ég man ekki eftir að það hafi verið nákvæmlega svona. Þessi viðbúnaður er meira varúðarráðstöfun fyrir hann sjálfan, við erum að tala um einstakling sem er frekar veikur og fangelsi kannski ekki besti staðurinn fyrir hann. Þannig að það er aðallega verið að passa upp á að það bætist ekki á málafjöldann hjá honum,“ segir Guðmundur. „Erum að sjá þetta aftur og aftur“ Hann setur spurningamerki við þá ákvörðun að Kourani sé metinn sakhæfur. Málið sé dæmi um mann sem greinilega hafi ekki fengið viðeigandi þjónustu. „Og maður setur alltaf spurningamerki við geðheilsubatterí okkar Íslendinga, þegar kemur að mjög veikum og kannski erfiðum einstaklingum, þá virðist vera algjör skortur á úrræðum. Og jafnvel hræðslu geðbatterísins við að taka á móti slíkum mönnum. Ég held við séum ekki búin undir það og við erum að sjá þetta aftur og aftur,“ segir Guðmundur. Afstaða reyni eftir fremsta megni að aðstoða í málum sem þessum. „Við eigum ferð á Litla-Hraun í vikunni og ætlum að taka stöðuna á honum,“ segir Guðmundur. Talsverður viðbúnaður var einnig í Héraðsdómi Reykjaness vegna Kourani, sem á yfir höfði sér sex til átta ára fangelsi fyrir hnífstunguna. Hann var áður dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og fleiri brot. Ekki náðist í Pál Winkel fangelsismálastjóra við vinnslu fréttarinnar. Fangelsismál Dómsmál Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Kourani sjái ekki eftir neinu og eigi skilið sex til átta ár í fangelsi Saksóknari krefst þess að Mohamad Kourani frá Sýrlandi verði dæmdur í sex til átta ára fangelsi fyrir hnífsstunguárás í OK Market í mars og fjölda annarra brota. Kourani neitar alfarið sök þótt stunguárásin sé til á upptöku. 4. júlí 2024 12:22 „Ef þessi maður kemst út úr fangelsi mun hann drepa barnið mitt“ Tveir menn sem urðu fyrir stunguárás í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári segjast vissir um að Mohamad Kourani hafi framið árásina, en hann er ákærður í málinu. 3. júlí 2024 14:30 „Ef þið haldið mér áfram í fangelsi þá verður vandamál“ „Ég kann ekki að gera árás með hníf. Ég er ekki ógnandi maður. Ég er bara venjulegur maður. Ef þið haldið mér áfram í fangelsi þá verður vandamál,“ sagði Mohamad Kourani fyrir dómi í dag en hann er meðal annars grunaður um að stinga tvo menn í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári. 3. júlí 2024 10:43 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Sjá meira
Fram kom í frétt Nútímans í gær að viðbúnaður í fangelsinu á Litla-Hrauni vegna Mohamads Kourani, sem ákærður var fyrir hnífaárás í matvöruverslun í Valshverfinu í Reykjavík í mars, væri gríðarmikill - ætti sér vart hliðstæðu. Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, félags fanga, segir vissulega mikinn viðbúnað vegna Kourani í fangelsinu í augnablikinu. „Það er alltaf af og til slíkur viðbúnaður, í gegnum tíðina hefur það alltaf verið af og til, en ég man ekki eftir að það hafi verið nákvæmlega svona. Þessi viðbúnaður er meira varúðarráðstöfun fyrir hann sjálfan, við erum að tala um einstakling sem er frekar veikur og fangelsi kannski ekki besti staðurinn fyrir hann. Þannig að það er aðallega verið að passa upp á að það bætist ekki á málafjöldann hjá honum,“ segir Guðmundur. „Erum að sjá þetta aftur og aftur“ Hann setur spurningamerki við þá ákvörðun að Kourani sé metinn sakhæfur. Málið sé dæmi um mann sem greinilega hafi ekki fengið viðeigandi þjónustu. „Og maður setur alltaf spurningamerki við geðheilsubatterí okkar Íslendinga, þegar kemur að mjög veikum og kannski erfiðum einstaklingum, þá virðist vera algjör skortur á úrræðum. Og jafnvel hræðslu geðbatterísins við að taka á móti slíkum mönnum. Ég held við séum ekki búin undir það og við erum að sjá þetta aftur og aftur,“ segir Guðmundur. Afstaða reyni eftir fremsta megni að aðstoða í málum sem þessum. „Við eigum ferð á Litla-Hraun í vikunni og ætlum að taka stöðuna á honum,“ segir Guðmundur. Talsverður viðbúnaður var einnig í Héraðsdómi Reykjaness vegna Kourani, sem á yfir höfði sér sex til átta ára fangelsi fyrir hnífstunguna. Hann var áður dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og fleiri brot. Ekki náðist í Pál Winkel fangelsismálastjóra við vinnslu fréttarinnar.
Fangelsismál Dómsmál Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Kourani sjái ekki eftir neinu og eigi skilið sex til átta ár í fangelsi Saksóknari krefst þess að Mohamad Kourani frá Sýrlandi verði dæmdur í sex til átta ára fangelsi fyrir hnífsstunguárás í OK Market í mars og fjölda annarra brota. Kourani neitar alfarið sök þótt stunguárásin sé til á upptöku. 4. júlí 2024 12:22 „Ef þessi maður kemst út úr fangelsi mun hann drepa barnið mitt“ Tveir menn sem urðu fyrir stunguárás í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári segjast vissir um að Mohamad Kourani hafi framið árásina, en hann er ákærður í málinu. 3. júlí 2024 14:30 „Ef þið haldið mér áfram í fangelsi þá verður vandamál“ „Ég kann ekki að gera árás með hníf. Ég er ekki ógnandi maður. Ég er bara venjulegur maður. Ef þið haldið mér áfram í fangelsi þá verður vandamál,“ sagði Mohamad Kourani fyrir dómi í dag en hann er meðal annars grunaður um að stinga tvo menn í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári. 3. júlí 2024 10:43 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Sjá meira
Kourani sjái ekki eftir neinu og eigi skilið sex til átta ár í fangelsi Saksóknari krefst þess að Mohamad Kourani frá Sýrlandi verði dæmdur í sex til átta ára fangelsi fyrir hnífsstunguárás í OK Market í mars og fjölda annarra brota. Kourani neitar alfarið sök þótt stunguárásin sé til á upptöku. 4. júlí 2024 12:22
„Ef þessi maður kemst út úr fangelsi mun hann drepa barnið mitt“ Tveir menn sem urðu fyrir stunguárás í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári segjast vissir um að Mohamad Kourani hafi framið árásina, en hann er ákærður í málinu. 3. júlí 2024 14:30
„Ef þið haldið mér áfram í fangelsi þá verður vandamál“ „Ég kann ekki að gera árás með hníf. Ég er ekki ógnandi maður. Ég er bara venjulegur maður. Ef þið haldið mér áfram í fangelsi þá verður vandamál,“ sagði Mohamad Kourani fyrir dómi í dag en hann er meðal annars grunaður um að stinga tvo menn í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári. 3. júlí 2024 10:43