Réttindi íslenskra sjómanna séu færð marga áratugi aftur í tímann Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. júlí 2024 22:07 Valmundur Valmundsson er formaður Sjómannasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Sjómannasamband Íslands segir Brim hf., Sjómannafélag Íslands og SFS standa að réttindamissi sjómanna og færi þá marga áratugi aftur í tímann með nýjum kjarasamningi. Samningurinn kveður á um að sjómennirnir landi aflanum sjálfir fyrir smánarlaun. Sjómannasamband Íslands sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem greint var frá þessu. Þar segir að Sjómannasamband Íslands leggi það ekki í vana sinn að hlutast til um kjarasamninga annara stéttarfélaga, en nú sé hins vegar komið svo að ekki verði orða bundist. Tekið skal fram að Sjómannafélag Íslands er ekki eitt af 16 aðildarfélögum Sjómannasambands Íslands. Íslenskir togarasjómenn hafi átt frí við löndum áratugum saman „Útgerðarfélagið Brim hf. með blessun Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, og Sjómannafélags Íslands, hafa nú gert með sér svo kallaðan „vinnustaðarsamning, um fyrirkomulag vinnu í inniverum“ fyrir skipverja á Þerney Re - sem er frystiskip Brims hf, nýskráð á íslenska skipaskrá,“ segir í yfirlýsingunni. Þessi „svokallaði samningur“ hafi verið borinn undir atkvæði áhafnarinnar, sem hafi samþykkt gerninginn. Það sé „með hreinum ólíkindum og vafi leikur á hvers vegna.“ „Samningurinn gengur m.a. út á að sjómennirnir landi aflanum sjálfir, fyrir smánarlaun. Áratugum saman hafa Íslenskir togarasjómenn átt frí við löndun,“ segir í tilkynningunni. Sjómannasambandið segir að hvati útgerðarinnar við að gera slíkan samning sé augljós, þetta sé ódýrari lausn en að greiða hafnarverkamönnum fyrir löndunarþjónustu.Vísir Með þessu standi Sjómannafélag íslands, Brim hf og SFS að réttindamissi sjómanna og færi þau marga áratugi aftur í tímann. Öryggi togarasjómanna stefnt í hættu með því að fara beint í löndun „Frystitogarasjómenn hafa aldrei þurft að landa aflanum sjálfir. Með þessu er brotið blað í réttindamálum íslenskra sjómanna. Áratuga barátta forvera okkar er brotin á bak aftur,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. Sjómenn á togurum skuli eiga frí við löndun, eins og skýrt er í kjarasamningi og hafi verið í áratugi. Þá segir að öryggi sjómanna sé stefnt í hættu með því að fara beint í löndun eftir að hafa staðið í þrifum á skipi nánast alla heimferð. Áhöfnin sé þá þreytt og slæpt eftir langan túr, og ekki eins vakandi og menn þurfa að vera við hættuleg störf. Sjómennirnir séu jafnvel að koma úr 40 daga túr. Sjómannasamband Íslands hvetur alla sjómenn og stéttarfélög sjómanna innan SSÍ að vera á verði gegn réttindamissi af þessu tagi. Þetta sé hrein og klár misnotkun á ákvæði kjarasamninga um sérsamninga. Kjaramál Sjávarútvegur Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Sjómenn samþykktu kjarasamning Sjómenn samþykktu kjarasamning til fimm ára með 62,84 prósent greiddra atkvæða. Formaður Sjómannasambandsins segir ánægjulegt að félagsmenn hafi ekki tekið mark á skítkasti og óhróðri sem beinst hafi að stjórn félagsins. 16. febrúar 2024 16:36 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Sjómannasamband Íslands sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem greint var frá þessu. Þar segir að Sjómannasamband Íslands leggi það ekki í vana sinn að hlutast til um kjarasamninga annara stéttarfélaga, en nú sé hins vegar komið svo að ekki verði orða bundist. Tekið skal fram að Sjómannafélag Íslands er ekki eitt af 16 aðildarfélögum Sjómannasambands Íslands. Íslenskir togarasjómenn hafi átt frí við löndum áratugum saman „Útgerðarfélagið Brim hf. með blessun Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, og Sjómannafélags Íslands, hafa nú gert með sér svo kallaðan „vinnustaðarsamning, um fyrirkomulag vinnu í inniverum“ fyrir skipverja á Þerney Re - sem er frystiskip Brims hf, nýskráð á íslenska skipaskrá,“ segir í yfirlýsingunni. Þessi „svokallaði samningur“ hafi verið borinn undir atkvæði áhafnarinnar, sem hafi samþykkt gerninginn. Það sé „með hreinum ólíkindum og vafi leikur á hvers vegna.“ „Samningurinn gengur m.a. út á að sjómennirnir landi aflanum sjálfir, fyrir smánarlaun. Áratugum saman hafa Íslenskir togarasjómenn átt frí við löndun,“ segir í tilkynningunni. Sjómannasambandið segir að hvati útgerðarinnar við að gera slíkan samning sé augljós, þetta sé ódýrari lausn en að greiða hafnarverkamönnum fyrir löndunarþjónustu.Vísir Með þessu standi Sjómannafélag íslands, Brim hf og SFS að réttindamissi sjómanna og færi þau marga áratugi aftur í tímann. Öryggi togarasjómanna stefnt í hættu með því að fara beint í löndun „Frystitogarasjómenn hafa aldrei þurft að landa aflanum sjálfir. Með þessu er brotið blað í réttindamálum íslenskra sjómanna. Áratuga barátta forvera okkar er brotin á bak aftur,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. Sjómenn á togurum skuli eiga frí við löndun, eins og skýrt er í kjarasamningi og hafi verið í áratugi. Þá segir að öryggi sjómanna sé stefnt í hættu með því að fara beint í löndun eftir að hafa staðið í þrifum á skipi nánast alla heimferð. Áhöfnin sé þá þreytt og slæpt eftir langan túr, og ekki eins vakandi og menn þurfa að vera við hættuleg störf. Sjómennirnir séu jafnvel að koma úr 40 daga túr. Sjómannasamband Íslands hvetur alla sjómenn og stéttarfélög sjómanna innan SSÍ að vera á verði gegn réttindamissi af þessu tagi. Þetta sé hrein og klár misnotkun á ákvæði kjarasamninga um sérsamninga.
Kjaramál Sjávarútvegur Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Sjómenn samþykktu kjarasamning Sjómenn samþykktu kjarasamning til fimm ára með 62,84 prósent greiddra atkvæða. Formaður Sjómannasambandsins segir ánægjulegt að félagsmenn hafi ekki tekið mark á skítkasti og óhróðri sem beinst hafi að stjórn félagsins. 16. febrúar 2024 16:36 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Sjómenn samþykktu kjarasamning Sjómenn samþykktu kjarasamning til fimm ára með 62,84 prósent greiddra atkvæða. Formaður Sjómannasambandsins segir ánægjulegt að félagsmenn hafi ekki tekið mark á skítkasti og óhróðri sem beinst hafi að stjórn félagsins. 16. febrúar 2024 16:36