„Leiðin verður að vera óviss svo vel sé“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 8. júlí 2024 16:38 Guðný Rósa var að opna einkasýningu í Ásmundarsal. Olivia Houston „Verklag mitt er samfellt flæði. Öllu skiptir að vera stöðugt að og leitandi,“ segir myndlistarkonan Guðný Rósa Ingimarsdóttir. Hún opnaði einkasýninguna Hornafjöldi í hættu í Ásmundarsal á dögunum en sýningin fylgir gestum inn í sumarið og stendur til 6. ágúst næstkomandi. Í fréttatilkynningu segir: „Sýningin er unnin sérstaklega fyrir Ásmundarsal en verk Guðnýjar Rósu bera með sér ríka nánd, jafnt í efnisvali sem og vinnuaðferðum. Þau eru dæmi um listsköpun þar sem persóna og hönd listamannsins eru nálæg í hverju einasta verki, hverri einustu línu, saumspori, fláðu yfirborði og rifnu pappírsblaði, í hverju orði og setningu, hvort sem þær eru hennar hugarsmíð eða fengnar að láni.“ Guðný er búsett í Belgíu en á síðustu tveimur árum hefur hún sótt aukið heim. Hún segir: „Í þessum tíðu en stuttu heimsóknum kem ég ávallt við í Ásmundarsal og stend mig nú að því að dvelja lengur. Að skoða þá fyrst sýningarnar og svo salinn sjálfan … eða öfugt. Þá sit ég oft lengi ein og rýni í gólf og á veggi. Fylgi eftir lekandi sprungum, dvel í særðum flötum, stúdera viðgerðir … hrúðurmyndun á yfirboði. Velti fyrir mér því sem undir liggur. Verklag mitt er samfellt flæði. Öllu skiptir að vera stöðugt að og leitandi. Að teikna aldrei fyrir fram upp sýningar. Að vita ekki hver niðurstaðan verður né hvert skal stefnt. Leiðin verður að vera óviss svo vel sé.“ Hér má sjá myndir frá opnuninni: Sýningargestir grandskoða list Guðnýjar Rósu.Olivia Houston Mikil gleði á opnun.Olivia Houston Spáð í listinni.Olivia Houston Margt var um manninn.Olivia Houston Verk Guðnýjar Rósu fela í sér ákveðna nánd.Olivia Houston Guðný Rósa var í skýjunum við opnun.Olivia Houston Listunnendur í Ásmunarsal.Olivia Houston Fjölbreytt verk erftir Guðnýju Rósu.Vigfús Birgisson Sýningar á Íslandi Menning Myndlist Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir: „Sýningin er unnin sérstaklega fyrir Ásmundarsal en verk Guðnýjar Rósu bera með sér ríka nánd, jafnt í efnisvali sem og vinnuaðferðum. Þau eru dæmi um listsköpun þar sem persóna og hönd listamannsins eru nálæg í hverju einasta verki, hverri einustu línu, saumspori, fláðu yfirborði og rifnu pappírsblaði, í hverju orði og setningu, hvort sem þær eru hennar hugarsmíð eða fengnar að láni.“ Guðný er búsett í Belgíu en á síðustu tveimur árum hefur hún sótt aukið heim. Hún segir: „Í þessum tíðu en stuttu heimsóknum kem ég ávallt við í Ásmundarsal og stend mig nú að því að dvelja lengur. Að skoða þá fyrst sýningarnar og svo salinn sjálfan … eða öfugt. Þá sit ég oft lengi ein og rýni í gólf og á veggi. Fylgi eftir lekandi sprungum, dvel í særðum flötum, stúdera viðgerðir … hrúðurmyndun á yfirboði. Velti fyrir mér því sem undir liggur. Verklag mitt er samfellt flæði. Öllu skiptir að vera stöðugt að og leitandi. Að teikna aldrei fyrir fram upp sýningar. Að vita ekki hver niðurstaðan verður né hvert skal stefnt. Leiðin verður að vera óviss svo vel sé.“ Hér má sjá myndir frá opnuninni: Sýningargestir grandskoða list Guðnýjar Rósu.Olivia Houston Mikil gleði á opnun.Olivia Houston Spáð í listinni.Olivia Houston Margt var um manninn.Olivia Houston Verk Guðnýjar Rósu fela í sér ákveðna nánd.Olivia Houston Guðný Rósa var í skýjunum við opnun.Olivia Houston Listunnendur í Ásmunarsal.Olivia Houston Fjölbreytt verk erftir Guðnýju Rósu.Vigfús Birgisson
Sýningar á Íslandi Menning Myndlist Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira