Veður

Nokkur um­skipti frá helgarveðrinu

Lovísa Arnardóttir skrifar
Á austanverðu landinu er léttskýjað og hiti allt að 20 stigum.
Á austanverðu landinu er léttskýjað og hiti allt að 20 stigum. Vísir/Vilhelm

Suðvestur af landinu er hæð sem beinir mildri suðvestlægri átt til okkar. Því verða nokkur umskipti frá helgarveðrinu samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar. Í pistli hans segir að í nótt hafi þykknað upp vestanlands á meðan það létti til eystra.

Í dag og á morgun verður skýjað og dálítil súld með köflum vestantil og hiti 10 til 14 stig en á austanverðu landinu er að mestu léttskýjað og hiti að 20 stigum.

Nánar á vef Veðurstofunnar og um færð vega á vef Vegagerðarinnar. 

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag og fimmtudag:

Suðvestan 8-15 m/s, hvassast norðvestantil. Súld eða rigning með köflum, en léttskýjað á Austurlandi. Hiti 9 til 20 stig, hlýjast norðaustantil.

Á föstudag:

Sunnan og suðvestan 8-15, rigning og hiti 9 til 15 stig, en léttskýjað og hiti 15 til 21 stig fyrir austan. Dregur hægt úr úrkomu um kvöldið.

Á laugardag:

Sunnan og suðvestan 5-13 en heldur hvassari vestast á landinu. Skýjað og dálítil væta en hægari og yfirleitt bjart fyrir austan. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag:

Líklega suðlæg átt og allvíða léttskýjað, en lítilsháttar væta vestanlands og líkur á þoku á Austfjörðum. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast inn til landins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×