Eftir alla erfiðleikana ætlar Edda að brosa mikið og njóta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2024 08:30 Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur verið að ferðinni út um allan heim. Hér er hún einu sinni sem oftar komin út á flugvöll. @eddahannesd) Það er löng og erfið leið fyrir íþróttafólk að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í dag og það verður alltaf erfiðara og erfiðara að komast þangað. Það að íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir verði meðal keppenda á Ólympíuleikunum í París er frábær dæmisaga um það hvað sé hægt að gera þótt útlitið sé svart. Fyrir aðeins ári síðan fór Guðlaug Edda í aðgerð og hún var frá æfingum í tíu mánuði á síðasta ári. Engu að síður tókst henni að koma sér aftur í keppnisform og tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum. Því náði hún með verðlaunaferð sinni um Asíu þar sem hún vann gull, silfur og brons á þríþrautarmótum í Nepal, Filippseyjum og Japan. Þetta gaf henni nóg af alþjóðlegum stigum til að tryggja sér þátttökurétt á leikunum. Guðlaug Edda fer yfir stöðuna nú þegar hún er farin að telja niður í þríþrautarkeppnina á Ólympíuleikunum í París. Árið 2023 var erfitt „Mér finnst ég njóta forréttinda að fá að vera í stöðu til að elta draumana mína. Það er stórkostleg gjöf að fá að vera í æfingabúðum, hafa tækifæri til að æfa með vinum sínum og fá að njóta lífsins,“ skrifaði Guðlaug Edda á samfélagsmiðla sína. Hún hefur verið við æfingar á Spáni í fjórar vikur en fer nú til Þýskalands til að fínpússa hluti. „Á þessum tíma á síðasta ári þá var staðan hjá mér allt önnur. Árið 2023 var á svo margan hátt mér svo erfitt. Það er hefur verið svo erfitt að komast til baka á þetta háa stig,“ skrifaði Guðlaug Edda. Hún vill samt líka halda væntingunum niðri í aðdraganda keppninnar. Í tíu mánuði frá æfingum „Ég missti út tíu mánuði frá æfingum árið 2023 og það er mjög mikið. Ég þarf líklega á einu ári í viðbót að halda til að segja að ég hafi náð fullum styrk en ég get samt sem áður notið ferðalagsins,“ skrifaði Edda. „Nú þegar ég fer í lokaundirbúning minn fyrir París þá er ég að reyna minna sjálfa mig á það að það eru bara liðnir sex mánuðir síðan ég byrjaði almennilega að æfa á ný. Ég geri því mitt besta að njóta þessa sumars, að vera þakklát fyrir þetta líf og hafa allt fólkið mitt í kringum mig. Að fá þetta tækifæri til að keppa fyrir mína litlu þjóð á Ólympíuleikunum,“ skrifaði Edda. Brosa mikið „Að lifa í núinu, vera góðhjörtuð, að biðja um hjálp þegar ég þarfnast hennar og treysta líkama mínum og huga. Brosa mikið, segja brandara og hlæja. Styðja aðra í því að elta sína drauma og setja það í forgang að hafa gaman. Búa til minningar af því að það er alltaf svo sérstakt að fá að lifa lífi sínu innan íþróttanna,“ skrifaði Edda. Það má sjá allan pistil hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdóttir 🌻 (@eddahannesd) Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Sjá meira
Það að íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir verði meðal keppenda á Ólympíuleikunum í París er frábær dæmisaga um það hvað sé hægt að gera þótt útlitið sé svart. Fyrir aðeins ári síðan fór Guðlaug Edda í aðgerð og hún var frá æfingum í tíu mánuði á síðasta ári. Engu að síður tókst henni að koma sér aftur í keppnisform og tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum. Því náði hún með verðlaunaferð sinni um Asíu þar sem hún vann gull, silfur og brons á þríþrautarmótum í Nepal, Filippseyjum og Japan. Þetta gaf henni nóg af alþjóðlegum stigum til að tryggja sér þátttökurétt á leikunum. Guðlaug Edda fer yfir stöðuna nú þegar hún er farin að telja niður í þríþrautarkeppnina á Ólympíuleikunum í París. Árið 2023 var erfitt „Mér finnst ég njóta forréttinda að fá að vera í stöðu til að elta draumana mína. Það er stórkostleg gjöf að fá að vera í æfingabúðum, hafa tækifæri til að æfa með vinum sínum og fá að njóta lífsins,“ skrifaði Guðlaug Edda á samfélagsmiðla sína. Hún hefur verið við æfingar á Spáni í fjórar vikur en fer nú til Þýskalands til að fínpússa hluti. „Á þessum tíma á síðasta ári þá var staðan hjá mér allt önnur. Árið 2023 var á svo margan hátt mér svo erfitt. Það er hefur verið svo erfitt að komast til baka á þetta háa stig,“ skrifaði Guðlaug Edda. Hún vill samt líka halda væntingunum niðri í aðdraganda keppninnar. Í tíu mánuði frá æfingum „Ég missti út tíu mánuði frá æfingum árið 2023 og það er mjög mikið. Ég þarf líklega á einu ári í viðbót að halda til að segja að ég hafi náð fullum styrk en ég get samt sem áður notið ferðalagsins,“ skrifaði Edda. „Nú þegar ég fer í lokaundirbúning minn fyrir París þá er ég að reyna minna sjálfa mig á það að það eru bara liðnir sex mánuðir síðan ég byrjaði almennilega að æfa á ný. Ég geri því mitt besta að njóta þessa sumars, að vera þakklát fyrir þetta líf og hafa allt fólkið mitt í kringum mig. Að fá þetta tækifæri til að keppa fyrir mína litlu þjóð á Ólympíuleikunum,“ skrifaði Edda. Brosa mikið „Að lifa í núinu, vera góðhjörtuð, að biðja um hjálp þegar ég þarfnast hennar og treysta líkama mínum og huga. Brosa mikið, segja brandara og hlæja. Styðja aðra í því að elta sína drauma og setja það í forgang að hafa gaman. Búa til minningar af því að það er alltaf svo sérstakt að fá að lifa lífi sínu innan íþróttanna,“ skrifaði Edda. Það má sjá allan pistil hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdóttir 🌻 (@eddahannesd)
Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Sjá meira