„Líður eins og ég hafi svikið þjóð mína“ Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2024 20:38 Phil Foden reyndi að hughreysta Manuel Akanji eftir leik, en þeir eru liðsfélagar hjá Manchester City. Getty/Michael Regan Manuel Akanji, miðvörður Sviss og Manchester City, var skiljanlega miður sín eftir að hafa verið sá eini sem ekki náði að skora í vítaspyrnukeppni Sviss og Englands í 8-liða úrslitum EM í fótbolta í kvöld. Akanji tók fyrstu spyrnu Svisslendinga í vítaspyrnukeppninni en þurfti að bíða lengi eftir því að Jordan Pickford væri tilbúinn í marki Englendinga. Pickford varði spyrnuna og það reyndist gera gæfumuninn fyrir þá ensku sem nýttu allar sínar spyrnur. „Ég er miður mín. Mér líður eins og að ég hafi svikið þjóð mína og liðsfélaga mína,“ sagði Akanji við Fotbollskanalen eftir leikinn. „Ég vildi taka ábyrgði en vítaspyrnan var ekki nógu góð. Markvörðurinn sá við þessu,“ sagði Akanji. Pickford var með upplýsingar um spyrnumenn Hollendinga á vatnsbrúsa, og fór í rétta átt þegar Akanji skaut. Jordan Pickford's multipurpose water bottle 👀 pic.twitter.com/ocUwgpm0yg— Sky Sports Football (@SkyFootball) July 6, 2024 Það er líka alveg ljóst að Pickford reyndi hvað hann gat til að auka tímann sem Akanji þurfti að bíða við vítapunktinn, til að auka stressið hjá spyrnumanninum: „Þetta truflaði mig ekki. Hann reyndi að beita einhverri sálfræði en ég leit ekki á hann. Ég einbeitti mér að vítinu mínu. En ég verð að vera heiðarlegur, þetta var ekki nógu gott. Ef að maður setur boltann í rétt horn þarf spyrnan ekki að vera góð, en þó að hann hafi farið í rétt horn þá átti ég að gera betur. Boltinn fór ekki út í horn og hann varði,“ sagði Akanji. EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Öll vítin inn og England í undanúrslit Englendingar nýttu öll fimm víti sín og komust þannig í undanúrslit EM í fótbolta eftir sigur á Sviss í vítaspyrnukeppni. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma en fyrsta víti Sviss í vítakeppninni fór í súginn. 6. júlí 2024 15:30 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Sjá meira
Akanji tók fyrstu spyrnu Svisslendinga í vítaspyrnukeppninni en þurfti að bíða lengi eftir því að Jordan Pickford væri tilbúinn í marki Englendinga. Pickford varði spyrnuna og það reyndist gera gæfumuninn fyrir þá ensku sem nýttu allar sínar spyrnur. „Ég er miður mín. Mér líður eins og að ég hafi svikið þjóð mína og liðsfélaga mína,“ sagði Akanji við Fotbollskanalen eftir leikinn. „Ég vildi taka ábyrgði en vítaspyrnan var ekki nógu góð. Markvörðurinn sá við þessu,“ sagði Akanji. Pickford var með upplýsingar um spyrnumenn Hollendinga á vatnsbrúsa, og fór í rétta átt þegar Akanji skaut. Jordan Pickford's multipurpose water bottle 👀 pic.twitter.com/ocUwgpm0yg— Sky Sports Football (@SkyFootball) July 6, 2024 Það er líka alveg ljóst að Pickford reyndi hvað hann gat til að auka tímann sem Akanji þurfti að bíða við vítapunktinn, til að auka stressið hjá spyrnumanninum: „Þetta truflaði mig ekki. Hann reyndi að beita einhverri sálfræði en ég leit ekki á hann. Ég einbeitti mér að vítinu mínu. En ég verð að vera heiðarlegur, þetta var ekki nógu gott. Ef að maður setur boltann í rétt horn þarf spyrnan ekki að vera góð, en þó að hann hafi farið í rétt horn þá átti ég að gera betur. Boltinn fór ekki út í horn og hann varði,“ sagði Akanji.
EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Öll vítin inn og England í undanúrslit Englendingar nýttu öll fimm víti sín og komust þannig í undanúrslit EM í fótbolta eftir sigur á Sviss í vítaspyrnukeppni. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma en fyrsta víti Sviss í vítakeppninni fór í súginn. 6. júlí 2024 15:30 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Sjá meira
Öll vítin inn og England í undanúrslit Englendingar nýttu öll fimm víti sín og komust þannig í undanúrslit EM í fótbolta eftir sigur á Sviss í vítaspyrnukeppni. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma en fyrsta víti Sviss í vítakeppninni fór í súginn. 6. júlí 2024 15:30