„Líður eins og ég hafi svikið þjóð mína“ Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2024 20:38 Phil Foden reyndi að hughreysta Manuel Akanji eftir leik, en þeir eru liðsfélagar hjá Manchester City. Getty/Michael Regan Manuel Akanji, miðvörður Sviss og Manchester City, var skiljanlega miður sín eftir að hafa verið sá eini sem ekki náði að skora í vítaspyrnukeppni Sviss og Englands í 8-liða úrslitum EM í fótbolta í kvöld. Akanji tók fyrstu spyrnu Svisslendinga í vítaspyrnukeppninni en þurfti að bíða lengi eftir því að Jordan Pickford væri tilbúinn í marki Englendinga. Pickford varði spyrnuna og það reyndist gera gæfumuninn fyrir þá ensku sem nýttu allar sínar spyrnur. „Ég er miður mín. Mér líður eins og að ég hafi svikið þjóð mína og liðsfélaga mína,“ sagði Akanji við Fotbollskanalen eftir leikinn. „Ég vildi taka ábyrgði en vítaspyrnan var ekki nógu góð. Markvörðurinn sá við þessu,“ sagði Akanji. Pickford var með upplýsingar um spyrnumenn Hollendinga á vatnsbrúsa, og fór í rétta átt þegar Akanji skaut. Jordan Pickford's multipurpose water bottle 👀 pic.twitter.com/ocUwgpm0yg— Sky Sports Football (@SkyFootball) July 6, 2024 Það er líka alveg ljóst að Pickford reyndi hvað hann gat til að auka tímann sem Akanji þurfti að bíða við vítapunktinn, til að auka stressið hjá spyrnumanninum: „Þetta truflaði mig ekki. Hann reyndi að beita einhverri sálfræði en ég leit ekki á hann. Ég einbeitti mér að vítinu mínu. En ég verð að vera heiðarlegur, þetta var ekki nógu gott. Ef að maður setur boltann í rétt horn þarf spyrnan ekki að vera góð, en þó að hann hafi farið í rétt horn þá átti ég að gera betur. Boltinn fór ekki út í horn og hann varði,“ sagði Akanji. EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Öll vítin inn og England í undanúrslit Englendingar nýttu öll fimm víti sín og komust þannig í undanúrslit EM í fótbolta eftir sigur á Sviss í vítaspyrnukeppni. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma en fyrsta víti Sviss í vítakeppninni fór í súginn. 6. júlí 2024 15:30 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Sjá meira
Akanji tók fyrstu spyrnu Svisslendinga í vítaspyrnukeppninni en þurfti að bíða lengi eftir því að Jordan Pickford væri tilbúinn í marki Englendinga. Pickford varði spyrnuna og það reyndist gera gæfumuninn fyrir þá ensku sem nýttu allar sínar spyrnur. „Ég er miður mín. Mér líður eins og að ég hafi svikið þjóð mína og liðsfélaga mína,“ sagði Akanji við Fotbollskanalen eftir leikinn. „Ég vildi taka ábyrgði en vítaspyrnan var ekki nógu góð. Markvörðurinn sá við þessu,“ sagði Akanji. Pickford var með upplýsingar um spyrnumenn Hollendinga á vatnsbrúsa, og fór í rétta átt þegar Akanji skaut. Jordan Pickford's multipurpose water bottle 👀 pic.twitter.com/ocUwgpm0yg— Sky Sports Football (@SkyFootball) July 6, 2024 Það er líka alveg ljóst að Pickford reyndi hvað hann gat til að auka tímann sem Akanji þurfti að bíða við vítapunktinn, til að auka stressið hjá spyrnumanninum: „Þetta truflaði mig ekki. Hann reyndi að beita einhverri sálfræði en ég leit ekki á hann. Ég einbeitti mér að vítinu mínu. En ég verð að vera heiðarlegur, þetta var ekki nógu gott. Ef að maður setur boltann í rétt horn þarf spyrnan ekki að vera góð, en þó að hann hafi farið í rétt horn þá átti ég að gera betur. Boltinn fór ekki út í horn og hann varði,“ sagði Akanji.
EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Öll vítin inn og England í undanúrslit Englendingar nýttu öll fimm víti sín og komust þannig í undanúrslit EM í fótbolta eftir sigur á Sviss í vítaspyrnukeppni. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma en fyrsta víti Sviss í vítakeppninni fór í súginn. 6. júlí 2024 15:30 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Sjá meira
Öll vítin inn og England í undanúrslit Englendingar nýttu öll fimm víti sín og komust þannig í undanúrslit EM í fótbolta eftir sigur á Sviss í vítaspyrnukeppni. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma en fyrsta víti Sviss í vítakeppninni fór í súginn. 6. júlí 2024 15:30