Innlent

30 til­vik skráð: „Alltaf ein­hverjir sem fara út af sporinu“

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Mynd úr safni. Írskir dagar fara nú fram á Akranesi.
Mynd úr safni. Írskir dagar fara nú fram á Akranesi. Mynd/Sunna Gautadóttir

Mjög erilsamt var hjá lögreglunni á Vesturlandi í nótt en um þessar mundir fara fram Írskir dagar á Akranesi. Um 30 tilvik voru skráð hjá lögreglu í gærkvöldi og í nótt. 

„Nú standa yfir Írskir dagar á Akranesi og venju samkvæmt talsvert af fólki sem heimsækir bæinn. Alltaf eru einhverjir sem fara út af sporinu þegar margir eru að skemmta sér,“ segir í tilkynningu lögreglunnar á Vesturlandi á Facebook.

Sem dæmi um helstu verkefni lögreglu um nóttina má nefna að fjórir ökumenn eru grunaðir um ölvunarakstur og einn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Einn þeirra bakkaði á annað ökutæki og var lögreglan því kölluð á vettvang.

Þrisvar sinnum brutust út áflog á milli manna en að sögn lögreglu eru meiðsli lítil sem engin. Þá hafði lögreglan afskipti af þremur ölvuðum ungmennum sem var komið í hendur forráðamanna.

Enginn gisti í fangageymslu í nótt. 


Tengdar fréttir

Búast við blíðu á Írskum dögum

Írskr dagar fara fram á Akranesi um helgina en hátíðardagskrá fór af stað fyrr í vikunni. Skipuleggjandi segir fjölbreytta skemmtidagskrá og gott veður vera í vændum sem vonandi muni þjappa fólki saman á erfiðum tímum í kjölfar fjöldauppsagnar hjá stóru fyrirtæki í bænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×