Viðrar vel til hátíða víðs vegar um helgina Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. júlí 2024 15:40 Goslokahátíð fer fram í Vestmannaeyjum um helgina. Vísir/Vilhelm Stór ferðahelgi er í vændum á Íslandi og eru margir að undirbúa sig fyrir ferðalag um þessar mundir. Mikið er um að vera víðs vegar á landinu en þar má helst nefna Írska daga á Akranesi, fjölskylduhátíðina Allt í blóma á Hveragerði og Goslokahátíð í Vestmannaeyjum. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur sem heldur úti veðurvefnum Bliku, segir viðra vel til hátíða víða þó að gæðin séu misskipt. Stuttbuxnaveður á Suðurlandi „Það gerir það almennt séð, þær eru svo margar þessar hátíðir að það er ómögulegt að telja þær allar upp. Framan af helginni er hálfgerð norðanfýla í honum sem bitnar á veðri á Norðurlandi og Norð-Austurlandi. Það verður svalt og einhver úrkoma fyrir austan og norðan en á móti kemur að sunnan heiða er miklu betra veður þar sem loftið kemur af fjöllum og það er þurrara og sólin nær að skína. Ég er nú staddur hérna í Fljótshlíðinni þar sem eru sautján stig og það er bara stuttbuxnaveður.“ Veðrið betra fyrir norðan eftir helgi Hann segir best að tjalda á Suðurlandi eins og stendur en að það snúist við beint eftir helgi og að þá muni viðra best á Norðurlandi og Austurlandi. „Það getur verið mikið fjör á þessum útihátíðum hingað og þangað um landið þó að veðrið sé ekki upp á sitt besta. En fyrir þá sem eru einungis að eltast við veðrið þá er það Suðurland og þá sérstaklega vestanvert Suðurland. Það er meiri skúrahætta þegar þú ert komin austan við Mýrdalsjökul en það er allt í lagi ef það er hlýtt og gott þó að það geri eina dembu, það breyti ekki miklu ef maður er í útilegu. Eins og goslokahátíðin var nú veðursæl í fyrra þá stefnir í svipað ástand í ár og eyjarnar verði í skjóli fyrir norðan- og norðaustanáttinni. Það er ekki að sjá annað. Eins á Akranesi, ágætis veður þar.“ Akranes Hveragerði Vestmannaeyjar Veður Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Vindur, skúrir og kólnandi veður Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Sólríkt og fremur hlýtt í dag Skýjað og rigning af og til Hiti gæti náð fimmtán stigum Styttir víða upp og kólnar Von á allhvössum vindi og rigningu Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Víða væta með köflum en rigningin samfelld á Suðausturlandi Bjart veður víðast hvar en víða frost í nótt Bjart suðvestantil en skýjað fyrir norðan og austan Víða bjart yfir landinu í dag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur sem heldur úti veðurvefnum Bliku, segir viðra vel til hátíða víða þó að gæðin séu misskipt. Stuttbuxnaveður á Suðurlandi „Það gerir það almennt séð, þær eru svo margar þessar hátíðir að það er ómögulegt að telja þær allar upp. Framan af helginni er hálfgerð norðanfýla í honum sem bitnar á veðri á Norðurlandi og Norð-Austurlandi. Það verður svalt og einhver úrkoma fyrir austan og norðan en á móti kemur að sunnan heiða er miklu betra veður þar sem loftið kemur af fjöllum og það er þurrara og sólin nær að skína. Ég er nú staddur hérna í Fljótshlíðinni þar sem eru sautján stig og það er bara stuttbuxnaveður.“ Veðrið betra fyrir norðan eftir helgi Hann segir best að tjalda á Suðurlandi eins og stendur en að það snúist við beint eftir helgi og að þá muni viðra best á Norðurlandi og Austurlandi. „Það getur verið mikið fjör á þessum útihátíðum hingað og þangað um landið þó að veðrið sé ekki upp á sitt besta. En fyrir þá sem eru einungis að eltast við veðrið þá er það Suðurland og þá sérstaklega vestanvert Suðurland. Það er meiri skúrahætta þegar þú ert komin austan við Mýrdalsjökul en það er allt í lagi ef það er hlýtt og gott þó að það geri eina dembu, það breyti ekki miklu ef maður er í útilegu. Eins og goslokahátíðin var nú veðursæl í fyrra þá stefnir í svipað ástand í ár og eyjarnar verði í skjóli fyrir norðan- og norðaustanáttinni. Það er ekki að sjá annað. Eins á Akranesi, ágætis veður þar.“
Akranes Hveragerði Vestmannaeyjar Veður Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Vindur, skúrir og kólnandi veður Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Sólríkt og fremur hlýtt í dag Skýjað og rigning af og til Hiti gæti náð fimmtán stigum Styttir víða upp og kólnar Von á allhvössum vindi og rigningu Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Víða væta með köflum en rigningin samfelld á Suðausturlandi Bjart veður víðast hvar en víða frost í nótt Bjart suðvestantil en skýjað fyrir norðan og austan Víða bjart yfir landinu í dag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Sjá meira