Skilur ekki hægagang dómsmálaráðuneytisins Bjarki Sigurðsson skrifar 4. júlí 2024 22:29 Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands. Vísir/Sigurjón Forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands skilur ekki hvers vegna dómsmálaráðuneytið hefur ekki tekið skref í áttina að breytingu á lögum um veðmálastarfsemi. Það verði að bregðast við sem fyrst. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um skýrslu sem starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins vann. Markmiðið var að kanna réttarúrbætur á sviði happdrættismála. Meðlimir hópsins voru ósammála um niðurstöður og formaður hópsins skilaði tillögum einn. Forsvarsmenn fyrirtækjanna sex með sérleyfi á veðmálamarkaði skiluðu saman inn séráliti í staðinn. Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri HHÍ og ein þeirra sem skiluðu séráliti, segist ekki taka tekið þær úrbætur sem formaðurinn vildi gera. „Formaðurinn, hann er í rauninni að koma með tillögur að séríslenskum lögum. Ætlar sér að bylta núverandi kerfi í staðinn fyrir að horfa til Evrópu, nágrannalanda okkar, á þá aðferðarfræði sem þeir hafa farið,“ segir Bryndís. Meðal þess sem formaðurinn telur rétt að gera er að koma lögum á ólöglega veðmálastarfsemi á erlendum síðum svo þær geti starfað hér með leyfi frá stjórnvöldum. Bryndís getur ekki tekið undir það. Það þurfi þó að bregðast við gríðarlegri aukinni notkun Íslendinga á erlendu síðunum. „Það verða að koma breytingar. Það eru allir að tapa í dag. Nema þessi ólöglegu netspilafyrirtæki,“ segir Bryndís. Hún skilur að vissu leyti hvers vegna ráðuneytið er ekki búið að ráðast í breytingar á lögum um happdrætti, sem hafa staðið óbreytt síðan 2011. „Það eru mörg stór mál þar á borði og ég veit að happdrættismarkaðurinn er ekki í forgangi. En ég skil samt ekki, eftir svona langan tíma og svo marga ráðherra eins og ég hef hitt síðan ég byrjaði, að það sé ekki hægt að stíga lítil skref í einu. Það þarf ekki endilega að taka allan markaðinn og umturna honum, bara lítil skref. Smá breytingar,“ segir Bryndís. HHÍ vill fá að bjóða upp á fjárhættuspil á netinu. „Að sjálfsögðu viljum við koma þeim vörum á netið og taka þátt í 21. öldinni. Við erum auðvitað ekki að fá tækifæri til þess núna,“ segir Bryndís. Fjárhættuspil Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um skýrslu sem starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins vann. Markmiðið var að kanna réttarúrbætur á sviði happdrættismála. Meðlimir hópsins voru ósammála um niðurstöður og formaður hópsins skilaði tillögum einn. Forsvarsmenn fyrirtækjanna sex með sérleyfi á veðmálamarkaði skiluðu saman inn séráliti í staðinn. Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri HHÍ og ein þeirra sem skiluðu séráliti, segist ekki taka tekið þær úrbætur sem formaðurinn vildi gera. „Formaðurinn, hann er í rauninni að koma með tillögur að séríslenskum lögum. Ætlar sér að bylta núverandi kerfi í staðinn fyrir að horfa til Evrópu, nágrannalanda okkar, á þá aðferðarfræði sem þeir hafa farið,“ segir Bryndís. Meðal þess sem formaðurinn telur rétt að gera er að koma lögum á ólöglega veðmálastarfsemi á erlendum síðum svo þær geti starfað hér með leyfi frá stjórnvöldum. Bryndís getur ekki tekið undir það. Það þurfi þó að bregðast við gríðarlegri aukinni notkun Íslendinga á erlendu síðunum. „Það verða að koma breytingar. Það eru allir að tapa í dag. Nema þessi ólöglegu netspilafyrirtæki,“ segir Bryndís. Hún skilur að vissu leyti hvers vegna ráðuneytið er ekki búið að ráðast í breytingar á lögum um happdrætti, sem hafa staðið óbreytt síðan 2011. „Það eru mörg stór mál þar á borði og ég veit að happdrættismarkaðurinn er ekki í forgangi. En ég skil samt ekki, eftir svona langan tíma og svo marga ráðherra eins og ég hef hitt síðan ég byrjaði, að það sé ekki hægt að stíga lítil skref í einu. Það þarf ekki endilega að taka allan markaðinn og umturna honum, bara lítil skref. Smá breytingar,“ segir Bryndís. HHÍ vill fá að bjóða upp á fjárhættuspil á netinu. „Að sjálfsögðu viljum við koma þeim vörum á netið og taka þátt í 21. öldinni. Við erum auðvitað ekki að fá tækifæri til þess núna,“ segir Bryndís.
Fjárhættuspil Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira