Verður áfram hjá Manchester United Aron Guðmundsson skrifar 4. júlí 2024 10:18 Ten Hag verður áfram hjá Rauðu djöflunum Hollenski knattspyrnustjórinn Erik ten Hag hefur skrifað undir nýjan samning við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United sem gildir út tímabilið 2026. Frá þessu greinir Manchester United í yfirlýsingu. Óvissa hafði verið um framtíð Hollendingsins í starfi en forráðamenn félagsins ákváðu þó að halda tryggð við hann og hefur Ten Hag nú framlengt veru sína í rauða hluta Manchesterborgar til loka tímabilsins 2025/2026 hið minnsta. „Ég er mjög ánægður með að hafa náð samkomulagi við félagið þannig að við getum haldið áfram okkar samstarfi,“ segir Ten Hag í yfirlýsingu Manchester United. „Þegar að ég horfi til baka á þau tvö ár sem að ég hef varið hjá félaginu þá getum við litið til baka stolt yfir þeim tveimur titlum sem við höfum landað og horft til margra áfanga sem eru til marks um framfarirnar sem við höfum verið að taka frá því að ég tók við stjórnartaumunum.“ Hins vegar sé mikil vinna framundan. „Erfiðisvinna sem mun þurfa til svo við getum náð þeim hæðum sem ætlast er til af okkur sem Manchester United. Í því felst að við förum aftur að berjast um titla, bæði á Englandi sem og í Evrópu.“ ✍️ Here to stay.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) July 4, 2024 Óvissa hefur verið uppi varðandi framtíð Ten Hag í starfi allt frá því að fjárfestingahópur breska auðkýfingsins Sir Jim Ratcliffe, INEOS, tók yfir rekstur Manchester United. Samningur Ten Hag, áður en hann krotaði undir þennan nýja samning sem í dag er greint frá, átti að renna út eftir næsta tímabil. Það þykir ekkert launungarmál að forráðamenn Manchester United könnuðu stöðuna hjá öðrum knattspyrnustjórum áður en þeir fóru í viðræður við Ten Hag um nýjan samning. Þeir töldu Hollendinginn vera besta kostinn í stöðunni á þessum tímapunkti. Manchester United endaði í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar á sínu fyrsta tímabili undir stjórn Erik ten Hag og stóð einnig uppi sem enskur deildarbikarmeistari. Róðurinn á síðasta tímabili var hins vegar þyngri þegar á ensku úrvalsdeildina er litið. Þar endaði Manchester United í áttunda sæti og komst ekki upp úr sínum riðli í Meistaradeild Evrópu. Hins vegar stóð liðið uppi sem enskur bikarmeistari eftir sigur á grönnum sínum í Manchester City í úrslitaleik keppninnar. Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Sjá meira
Óvissa hafði verið um framtíð Hollendingsins í starfi en forráðamenn félagsins ákváðu þó að halda tryggð við hann og hefur Ten Hag nú framlengt veru sína í rauða hluta Manchesterborgar til loka tímabilsins 2025/2026 hið minnsta. „Ég er mjög ánægður með að hafa náð samkomulagi við félagið þannig að við getum haldið áfram okkar samstarfi,“ segir Ten Hag í yfirlýsingu Manchester United. „Þegar að ég horfi til baka á þau tvö ár sem að ég hef varið hjá félaginu þá getum við litið til baka stolt yfir þeim tveimur titlum sem við höfum landað og horft til margra áfanga sem eru til marks um framfarirnar sem við höfum verið að taka frá því að ég tók við stjórnartaumunum.“ Hins vegar sé mikil vinna framundan. „Erfiðisvinna sem mun þurfa til svo við getum náð þeim hæðum sem ætlast er til af okkur sem Manchester United. Í því felst að við förum aftur að berjast um titla, bæði á Englandi sem og í Evrópu.“ ✍️ Here to stay.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) July 4, 2024 Óvissa hefur verið uppi varðandi framtíð Ten Hag í starfi allt frá því að fjárfestingahópur breska auðkýfingsins Sir Jim Ratcliffe, INEOS, tók yfir rekstur Manchester United. Samningur Ten Hag, áður en hann krotaði undir þennan nýja samning sem í dag er greint frá, átti að renna út eftir næsta tímabil. Það þykir ekkert launungarmál að forráðamenn Manchester United könnuðu stöðuna hjá öðrum knattspyrnustjórum áður en þeir fóru í viðræður við Ten Hag um nýjan samning. Þeir töldu Hollendinginn vera besta kostinn í stöðunni á þessum tímapunkti. Manchester United endaði í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar á sínu fyrsta tímabili undir stjórn Erik ten Hag og stóð einnig uppi sem enskur deildarbikarmeistari. Róðurinn á síðasta tímabili var hins vegar þyngri þegar á ensku úrvalsdeildina er litið. Þar endaði Manchester United í áttunda sæti og komst ekki upp úr sínum riðli í Meistaradeild Evrópu. Hins vegar stóð liðið uppi sem enskur bikarmeistari eftir sigur á grönnum sínum í Manchester City í úrslitaleik keppninnar.
Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Sjá meira