Óhjákvæmilegt fyrir stjórnvöld að grípa inn í Bjarki Sigurðsson skrifar 3. júlí 2024 19:48 Sigurður Kári Kristjánsson með skýrslu starfshópsins og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Skýrslan var gerð fyrir hennar ráðuneyti. Vísir/Sigurjón/Vilhelm Íslenska ríkið verður af gríðarlegum fjármunum á hverju ári sem lög eru ekki sett í kringum starfsemi erlendra veðmálasíðna hér á landi segir formaður starfshóps dómsmálaráðuneytisins. Óhjákvæmilegt sé fyrir stjórnvöld að grípa inn í. Ekkert hefur gerst í málinu síðan starfshópurinn skilaði skýrslu fyrir einu og hálfu ári. Í mars 2021 setti þáverandi dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, á fót starfshóp sem ætlað var að kanna mögulegar réttarbætur á sviði happdrættismála. Niðurstöðum var skilað í desember 2022 til Jóns Gunnarssonar sem þá hafði tekið við af Áslaugu. Meðal tillagna hópsins er að ráðist verði í heildarendurskoðun núgildandi laga og að komið verði á reglum yfir veðmálastarfsemi á erlendum vefsíðum. Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var skipaður formaður starfshópsins. Með í hópnum voru: Alma Björk Hafsteinsdóttir, spilafíklaráðgjafi og viðskiptafræðingur, tilnefnd af Samtökum áhugafólks um spilafíkn. Anna Lilja Ragnarsdóttir, löglærður fulltrúi hjá sýslumannsembættinu á Höfn í Hornafirði, tilnefnd af sýslumanninum á Suðurlandi. Auður Cela Sigrúnardóttir, starfsmaður Íslandsspila, tilnefnd af Íslandsspilum. Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri, tilnefnd af Happdrætti Háskóla Íslands. Fanney Óskarsdóttir, lögfræðingur á skrifstofu réttinda einstaklinga í dómsmálaráðuneytinu, skipuð án tilnefningar. Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri, tilnefndur af Happdrætti SÍSBS. Guðni Bergsson, lögmaður, tilnefndur af Getspá/Getraunum. Lárus Blöndal, lögmaður og forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, tilnefndur af Getspá/Getraunum. Sigurður Ágúst Sigurðsson, forstjóri, tilnefndur af Happdrætti DAS. Sveinn M. Bragason, sérfræðingur á skrifstofu fjármála og rekstrar í dómsmálaráðuneytinu, skipaður án tilnefningar. Starfsmaður starfshópsins var Árni Grétar Finnsson, lögmaður. Ekki allir innan hópsins voru sammála um tillögurnar í skýrslunni og sendu sjö af ellefu meðlimum inn sérstöku áliti eða samantektum. „Eins og fram kemur í inngangskafla þessarar skýrslu náðist ekki samstaða innan starfshópsins um efni lokaskýrslu og tillagna sem honum var falið að leggja fyrir ráðherra,“ segir í lokaorðum skýrslunnar. Því standi formaðurinn, Sigurður Kári, og starfsmaður hópsins, Árni Grétar Finnsson, einir að skýrslunni og þeim tillögum sem þar eru settar fram. Í dag er Árni Grétar aðstoðarmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra sem fer með málaflokkinn og er með skýrsluna á sínu borði. Í samtali við fréttastofu segir Sigurður Kári löggjöfina þarfnast endurskoðun frá grunni. „Það er nú þannig að lög um happadrætti og veðmál eru í grunninn frá 1959 og nýjustu lögin eru frá 2004. Á hluta þessa tímabils var internetið ekki komið og snjallsímar eins og við þekkjum þá ekki heldur komnir til sögunnar. Löggjöfin sjálf er barn síns tíma og úr sér gengin og ég tel að það sé mikilvægt að hún sé endurskoðuð þannig að hún endurspegli raunveruleikann eins og hann er í dag,“ segir Sigurður Kári. Starfsemi erlendra veðmálasíðna er ólögleg hér á landi og honum finnst skynsamlegt að reglusetja hana og leyfisskilda svo starfsemin skili eins í skattgreiðslur og gjöld og önnur starfsemi á landinu. „Og að eftirlit sé með henni haft, ég held við verðum bara að horfast í augu við þetta. Það verður ekkert hjá þessari starfsemi komist með því að loka einhverjum vefsíðum. Menn komast alltaf í kringum slíkt,“ segir Sigurður Kári. Hann vill að hluti fjárins sem ríkið myndi fá í gegnum skattgreiðslur og önnur opinber gjöld yrði eyrnamerkt forvarnarstarfi og skaðaminnkandi aðgerðum. „Enda finnst manni það eðlilegt að þeir sem hagnast af þessari starfsemi, sama hvað manni finnst um hana, að þeir taki á sig ríkari skyldur en við hin til þess að bæta úr því sem aflaga fer. Þannig að minnsta kosti einhver hluti af þeirra hagnaði fari í það að vinna að forvörnum og að hjálpa þeim sem eru hjálpar þurfi,“ segir Sigurður Kári. Hann segir boltann vera hjá dómsmálaráðherra og ráðuneytinu. Næsta skref sé að semja drög að frumvarpi. En hvers vegna hefur það ekki gerst? „Það þarf bara viljann til. Ég meina, þeir sem eru stórtækastir í starfseminni hérna á Íslandi er íþróttahreyfingin og háskólinn. Þessir aðilar hafa margoft talað um það að þeir ætli sér að setja á stofn spilakort og gera ýmsar betrumbætur í sinni starfsemi en það hefur ekki gerst,“ segir Sigurður. Í skýrslunni séu tillögur um hvernig sé hægt að bæði betrumbæta veðmálastarfsemi sem nú þegar er lögleg hér á landi og ná böndum utan um ólöglegu starfsemina. „Ef það er pólitískur vilji til að fara þá leið, þá ætti það ekki að vera mikið mál að koma því í farveg. Svo geta menn verið með aðrar leiðir, ég ætla ekki að hafa neina skoðun á því,“ segir Sigurður Kári. Hann telur þennan pólitíska vilja vera til staðar. „Ég held að það sjái allri vandann sem blasir við. Ég held hins vegar að á þessu sviði þá sé erfitt að ná samhljóm og samstöðu um það hvað á að gera vegna þess að það eru gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir í húfi. Ekki síst fyrir þá sem nú þegar starfa á þessum markaði í því lagaumhverfi sem nú ríkir sem má alveg líkja við villta vestrið,“ segir Sigurður Kári. Hann geri ráð fyrir því að erlendu veðmálasíðunum finnist staðan eins og hún er í dag bara fín. „Það eru allir að veðja á hvað sem er og enginn skiptir sér af. Ekkert eftirlit og engir skattar af þessu greiddir. Sum þessi fyrirtæki eru meira að segja með starfsemi hér á landi þrátt fyrir að starfa í ólöglegu umhverfi,“ segir Sigurður Kári. Reglugerð utan um starfsemi erlendu síðnanna myndi skila íslenska ríkinu ágætis summu í kassann. „Þú sérð það að ef þú tekur saman hagnað þessara löglegu fyrirtækja þá er hann umtalsverður. Ef við bætum við hagnaði erlendu veðmálafyrirtækjanna, þá eru þetta tölur sem hlaupa ekki á hundruðum milljóna heldur kannski milljörðum,“ segir Sigurður Kári. „Það sem er skrítnast í þessu að það séu ekki stigin skref til að reglusetja þessa starfsemi. Hún er til staðar og það verður mjög erfitt að banna hana. Að hún sé ekki reglusett, leyfisskyld og sett undir eftirlit. Það er mjög einkennilegt, ekki síst í ljósi þess að stór hluti ungs fólks er að veðja á alla skapaða hluti.“ Fjárhættuspil Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30 Íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum Lögregla hefur ekkert eftirlit með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi þrátt fyrir að ríkislögreglustjóri meti sem svo að hætta á peningaþvætti og skattsvikum í gegnum síðurnar sé mikil. Dæmi eru um að íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum. 30. apríl 2024 21:11 Coolbet áberandi í útilegu Verzlinga Veðmálafyrirtæki með ólöglega starfsemi hér á landi var í áberandi samstarfi við útilegu framhaldsskólanema í Grímsnesi um helgina. Skólastjóra Verzlunarskóla Íslands er ekki skemmt. Coolbet og fleiri veðmálafyrirtæki auglýsa grimmt á samfélagsmiðlum án aðgerða stjórnvalda. 25. júní 2024 18:57 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Í mars 2021 setti þáverandi dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, á fót starfshóp sem ætlað var að kanna mögulegar réttarbætur á sviði happdrættismála. Niðurstöðum var skilað í desember 2022 til Jóns Gunnarssonar sem þá hafði tekið við af Áslaugu. Meðal tillagna hópsins er að ráðist verði í heildarendurskoðun núgildandi laga og að komið verði á reglum yfir veðmálastarfsemi á erlendum vefsíðum. Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var skipaður formaður starfshópsins. Með í hópnum voru: Alma Björk Hafsteinsdóttir, spilafíklaráðgjafi og viðskiptafræðingur, tilnefnd af Samtökum áhugafólks um spilafíkn. Anna Lilja Ragnarsdóttir, löglærður fulltrúi hjá sýslumannsembættinu á Höfn í Hornafirði, tilnefnd af sýslumanninum á Suðurlandi. Auður Cela Sigrúnardóttir, starfsmaður Íslandsspila, tilnefnd af Íslandsspilum. Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri, tilnefnd af Happdrætti Háskóla Íslands. Fanney Óskarsdóttir, lögfræðingur á skrifstofu réttinda einstaklinga í dómsmálaráðuneytinu, skipuð án tilnefningar. Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri, tilnefndur af Happdrætti SÍSBS. Guðni Bergsson, lögmaður, tilnefndur af Getspá/Getraunum. Lárus Blöndal, lögmaður og forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, tilnefndur af Getspá/Getraunum. Sigurður Ágúst Sigurðsson, forstjóri, tilnefndur af Happdrætti DAS. Sveinn M. Bragason, sérfræðingur á skrifstofu fjármála og rekstrar í dómsmálaráðuneytinu, skipaður án tilnefningar. Starfsmaður starfshópsins var Árni Grétar Finnsson, lögmaður. Ekki allir innan hópsins voru sammála um tillögurnar í skýrslunni og sendu sjö af ellefu meðlimum inn sérstöku áliti eða samantektum. „Eins og fram kemur í inngangskafla þessarar skýrslu náðist ekki samstaða innan starfshópsins um efni lokaskýrslu og tillagna sem honum var falið að leggja fyrir ráðherra,“ segir í lokaorðum skýrslunnar. Því standi formaðurinn, Sigurður Kári, og starfsmaður hópsins, Árni Grétar Finnsson, einir að skýrslunni og þeim tillögum sem þar eru settar fram. Í dag er Árni Grétar aðstoðarmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra sem fer með málaflokkinn og er með skýrsluna á sínu borði. Í samtali við fréttastofu segir Sigurður Kári löggjöfina þarfnast endurskoðun frá grunni. „Það er nú þannig að lög um happadrætti og veðmál eru í grunninn frá 1959 og nýjustu lögin eru frá 2004. Á hluta þessa tímabils var internetið ekki komið og snjallsímar eins og við þekkjum þá ekki heldur komnir til sögunnar. Löggjöfin sjálf er barn síns tíma og úr sér gengin og ég tel að það sé mikilvægt að hún sé endurskoðuð þannig að hún endurspegli raunveruleikann eins og hann er í dag,“ segir Sigurður Kári. Starfsemi erlendra veðmálasíðna er ólögleg hér á landi og honum finnst skynsamlegt að reglusetja hana og leyfisskilda svo starfsemin skili eins í skattgreiðslur og gjöld og önnur starfsemi á landinu. „Og að eftirlit sé með henni haft, ég held við verðum bara að horfast í augu við þetta. Það verður ekkert hjá þessari starfsemi komist með því að loka einhverjum vefsíðum. Menn komast alltaf í kringum slíkt,“ segir Sigurður Kári. Hann vill að hluti fjárins sem ríkið myndi fá í gegnum skattgreiðslur og önnur opinber gjöld yrði eyrnamerkt forvarnarstarfi og skaðaminnkandi aðgerðum. „Enda finnst manni það eðlilegt að þeir sem hagnast af þessari starfsemi, sama hvað manni finnst um hana, að þeir taki á sig ríkari skyldur en við hin til þess að bæta úr því sem aflaga fer. Þannig að minnsta kosti einhver hluti af þeirra hagnaði fari í það að vinna að forvörnum og að hjálpa þeim sem eru hjálpar þurfi,“ segir Sigurður Kári. Hann segir boltann vera hjá dómsmálaráðherra og ráðuneytinu. Næsta skref sé að semja drög að frumvarpi. En hvers vegna hefur það ekki gerst? „Það þarf bara viljann til. Ég meina, þeir sem eru stórtækastir í starfseminni hérna á Íslandi er íþróttahreyfingin og háskólinn. Þessir aðilar hafa margoft talað um það að þeir ætli sér að setja á stofn spilakort og gera ýmsar betrumbætur í sinni starfsemi en það hefur ekki gerst,“ segir Sigurður. Í skýrslunni séu tillögur um hvernig sé hægt að bæði betrumbæta veðmálastarfsemi sem nú þegar er lögleg hér á landi og ná böndum utan um ólöglegu starfsemina. „Ef það er pólitískur vilji til að fara þá leið, þá ætti það ekki að vera mikið mál að koma því í farveg. Svo geta menn verið með aðrar leiðir, ég ætla ekki að hafa neina skoðun á því,“ segir Sigurður Kári. Hann telur þennan pólitíska vilja vera til staðar. „Ég held að það sjái allri vandann sem blasir við. Ég held hins vegar að á þessu sviði þá sé erfitt að ná samhljóm og samstöðu um það hvað á að gera vegna þess að það eru gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir í húfi. Ekki síst fyrir þá sem nú þegar starfa á þessum markaði í því lagaumhverfi sem nú ríkir sem má alveg líkja við villta vestrið,“ segir Sigurður Kári. Hann geri ráð fyrir því að erlendu veðmálasíðunum finnist staðan eins og hún er í dag bara fín. „Það eru allir að veðja á hvað sem er og enginn skiptir sér af. Ekkert eftirlit og engir skattar af þessu greiddir. Sum þessi fyrirtæki eru meira að segja með starfsemi hér á landi þrátt fyrir að starfa í ólöglegu umhverfi,“ segir Sigurður Kári. Reglugerð utan um starfsemi erlendu síðnanna myndi skila íslenska ríkinu ágætis summu í kassann. „Þú sérð það að ef þú tekur saman hagnað þessara löglegu fyrirtækja þá er hann umtalsverður. Ef við bætum við hagnaði erlendu veðmálafyrirtækjanna, þá eru þetta tölur sem hlaupa ekki á hundruðum milljóna heldur kannski milljörðum,“ segir Sigurður Kári. „Það sem er skrítnast í þessu að það séu ekki stigin skref til að reglusetja þessa starfsemi. Hún er til staðar og það verður mjög erfitt að banna hana. Að hún sé ekki reglusett, leyfisskyld og sett undir eftirlit. Það er mjög einkennilegt, ekki síst í ljósi þess að stór hluti ungs fólks er að veðja á alla skapaða hluti.“
Alma Björk Hafsteinsdóttir, spilafíklaráðgjafi og viðskiptafræðingur, tilnefnd af Samtökum áhugafólks um spilafíkn. Anna Lilja Ragnarsdóttir, löglærður fulltrúi hjá sýslumannsembættinu á Höfn í Hornafirði, tilnefnd af sýslumanninum á Suðurlandi. Auður Cela Sigrúnardóttir, starfsmaður Íslandsspila, tilnefnd af Íslandsspilum. Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri, tilnefnd af Happdrætti Háskóla Íslands. Fanney Óskarsdóttir, lögfræðingur á skrifstofu réttinda einstaklinga í dómsmálaráðuneytinu, skipuð án tilnefningar. Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri, tilnefndur af Happdrætti SÍSBS. Guðni Bergsson, lögmaður, tilnefndur af Getspá/Getraunum. Lárus Blöndal, lögmaður og forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, tilnefndur af Getspá/Getraunum. Sigurður Ágúst Sigurðsson, forstjóri, tilnefndur af Happdrætti DAS. Sveinn M. Bragason, sérfræðingur á skrifstofu fjármála og rekstrar í dómsmálaráðuneytinu, skipaður án tilnefningar. Starfsmaður starfshópsins var Árni Grétar Finnsson, lögmaður.
Fjárhættuspil Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30 Íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum Lögregla hefur ekkert eftirlit með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi þrátt fyrir að ríkislögreglustjóri meti sem svo að hætta á peningaþvætti og skattsvikum í gegnum síðurnar sé mikil. Dæmi eru um að íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum. 30. apríl 2024 21:11 Coolbet áberandi í útilegu Verzlinga Veðmálafyrirtæki með ólöglega starfsemi hér á landi var í áberandi samstarfi við útilegu framhaldsskólanema í Grímsnesi um helgina. Skólastjóra Verzlunarskóla Íslands er ekki skemmt. Coolbet og fleiri veðmálafyrirtæki auglýsa grimmt á samfélagsmiðlum án aðgerða stjórnvalda. 25. júní 2024 18:57 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30
Íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum Lögregla hefur ekkert eftirlit með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi þrátt fyrir að ríkislögreglustjóri meti sem svo að hætta á peningaþvætti og skattsvikum í gegnum síðurnar sé mikil. Dæmi eru um að íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum. 30. apríl 2024 21:11
Coolbet áberandi í útilegu Verzlinga Veðmálafyrirtæki með ólöglega starfsemi hér á landi var í áberandi samstarfi við útilegu framhaldsskólanema í Grímsnesi um helgina. Skólastjóra Verzlunarskóla Íslands er ekki skemmt. Coolbet og fleiri veðmálafyrirtæki auglýsa grimmt á samfélagsmiðlum án aðgerða stjórnvalda. 25. júní 2024 18:57