Lagabreytingin vegi að eldri borgurum og öryrkjum erlendis Jón Ísak Ragnarsson skrifar 3. júlí 2024 17:11 Inga Sæland segir lagabreytinguna, sem kveður á um að Íslendingar erlendis þurfi nú að sækja sérstaklega um að nota persónuafsláttinn, ómaklega aðför að eldri borgurum og öryrkjum. Vísir/Arnar Ingu Sæland þingmanni Flokks fólksins hugnast illa „verulega ljót“ lagabreyting sem tekur gildi um áramótin. Lagabreytingin kveður á um að Íslendingar sem búsettir eru erlendis og fá meira en 75 prósent tekna sinna frá tryggingastofnun, þurfi að sækja sérstaklega um að fá persónuafsláttinn sinn. Inga segir ómaklega vegið að eldri borgurum og öryrkjum. Inga segir að lagabreytingin sé hluti af aðför stjórnvalda að fólki sem er á framfæri tryggingastofnunnar. Eldri borgarar og öryrkjar séu margir hverjir ekki mjög tæknivæddir, og kunni ekki á síður eins og island.is, og hafi ekki bolmagn til að sækja um svona hluti. „Það er allt gert til að gera þau ósjálfbjarga,“ segir Inga. Megum ekki gleyma okkur í tæknivæðingunni „Við erum að gleyma okkur í því að tæknivæðast. Við verðum að muna það, að það eru 60 þúsund manns á landinu sem eru ekki eins tæknivædd og við flest,“ segir Inga. Hún tekur móður sína sem dæmi, en hún segir að hún þurfi að sækja um alls konar þjónustu eins og ferðaþjónustu eldra fólks, í gegnum síður eins og island.is. Þetta geti hún ekki gert sjálf. „Ef ég nefni það að hún geti fengið svona auðkennislykil, fær hún kvíðakast og vill ekki tala um það,“ segir Inga um móður sína, en að hún sé algjörlega sjálfbjarga að öðru leyti. Sjálfstæðismenn sjái svindlara í hverju horni Inga segir að markmið lagabreytingarinnar sé að koma í veg fyrir að fólk misnoti kerfið. „Ástæðan er sú að þau halda að einhverjir kampavínskóngar standi með staupið á golfvelli og séu að svindla á kerfinu, með tvöfaldan persónuafslátt,“ segir Inga. Fjölmargir Íslendingar hafa kosið að verja efri árum sínum á Spáni. Þar eru dagleg útgjöld talsvert ódýrari en á Íslandi, og veður með betra móti.Getty Þetta eigi þó alls ekki við um íslenska eldri borgara og öryrkja sem búi erlendis. Þau séu fólk sem jafnan eru að flýja fátækt að heiman, og vilji búa þar sem þau geta lifað á lífeyrinum. Þau komi svo oft heim á sumrin.„Þarna voru aðilar frá Sjálfstæðisflokknum hlaupandi á milli, að telja okkar fólki trú um það að fullt af fólki sé að svindla á kerfinu. Þau hafa alltaf haft þá tilfinningu um okkur öryrkja, það eru allir að svindla, þeir sjá alltaf svindl í hverju horni,“ segir Inga. Á von á skýrslu 1. nóvember Inga segir að hún eigi von á skýrslu frá fjármálaráðherra 1. nóvember um það hvaða afleiðingar þessi breyting komi til með að hafa. Fjármálaráðherra hafi lofað því að lögin tækju ekki gildi, ef í ljós kemur að löggjöfin kæmi eins illa út og Inga hefur haldið fram. „En ég veit náttúrulega hvernig sú úttekt verður gerð, það er engin óhlutdrægni í einu eða neinu, úttektin verður bara í takt við það sem þau vilja meina,“ segir Inga. Flokkur fólksins Eldri borgarar Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Inga segir að lagabreytingin sé hluti af aðför stjórnvalda að fólki sem er á framfæri tryggingastofnunnar. Eldri borgarar og öryrkjar séu margir hverjir ekki mjög tæknivæddir, og kunni ekki á síður eins og island.is, og hafi ekki bolmagn til að sækja um svona hluti. „Það er allt gert til að gera þau ósjálfbjarga,“ segir Inga. Megum ekki gleyma okkur í tæknivæðingunni „Við erum að gleyma okkur í því að tæknivæðast. Við verðum að muna það, að það eru 60 þúsund manns á landinu sem eru ekki eins tæknivædd og við flest,“ segir Inga. Hún tekur móður sína sem dæmi, en hún segir að hún þurfi að sækja um alls konar þjónustu eins og ferðaþjónustu eldra fólks, í gegnum síður eins og island.is. Þetta geti hún ekki gert sjálf. „Ef ég nefni það að hún geti fengið svona auðkennislykil, fær hún kvíðakast og vill ekki tala um það,“ segir Inga um móður sína, en að hún sé algjörlega sjálfbjarga að öðru leyti. Sjálfstæðismenn sjái svindlara í hverju horni Inga segir að markmið lagabreytingarinnar sé að koma í veg fyrir að fólk misnoti kerfið. „Ástæðan er sú að þau halda að einhverjir kampavínskóngar standi með staupið á golfvelli og séu að svindla á kerfinu, með tvöfaldan persónuafslátt,“ segir Inga. Fjölmargir Íslendingar hafa kosið að verja efri árum sínum á Spáni. Þar eru dagleg útgjöld talsvert ódýrari en á Íslandi, og veður með betra móti.Getty Þetta eigi þó alls ekki við um íslenska eldri borgara og öryrkja sem búi erlendis. Þau séu fólk sem jafnan eru að flýja fátækt að heiman, og vilji búa þar sem þau geta lifað á lífeyrinum. Þau komi svo oft heim á sumrin.„Þarna voru aðilar frá Sjálfstæðisflokknum hlaupandi á milli, að telja okkar fólki trú um það að fullt af fólki sé að svindla á kerfinu. Þau hafa alltaf haft þá tilfinningu um okkur öryrkja, það eru allir að svindla, þeir sjá alltaf svindl í hverju horni,“ segir Inga. Á von á skýrslu 1. nóvember Inga segir að hún eigi von á skýrslu frá fjármálaráðherra 1. nóvember um það hvaða afleiðingar þessi breyting komi til með að hafa. Fjármálaráðherra hafi lofað því að lögin tækju ekki gildi, ef í ljós kemur að löggjöfin kæmi eins illa út og Inga hefur haldið fram. „En ég veit náttúrulega hvernig sú úttekt verður gerð, það er engin óhlutdrægni í einu eða neinu, úttektin verður bara í takt við það sem þau vilja meina,“ segir Inga.
Flokkur fólksins Eldri borgarar Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira