Íslenski boltinn

„Við Olla erum enn vin­konur, er það ekki?“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Álfa og Olla voru samherjar áður en sú síðarnefnda skipti yfir í grænt.
Álfa og Olla voru samherjar áður en sú síðarnefnda skipti yfir í grænt. Stöð 2 Sport

„Ég er bara alltaf kölluð Olla, af öllum einhvern veginn,“ sagði Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, framherji Breiðabliks og Harvard-háskólans í Bandaríkjunum, en hún sleit nýverið krossband í hné og verður frá það sem eftir lifir leiktíðar í Bestu deild kvenna í fótbolta.

Ólöf Sigríður, eða einfaldlega Olla, var gestur Helenu Ólafsdóttur í upphitun Bestu markanna fyrir 11. umferð Bestu deildar kvenna. Ásamt Ollu var Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar Reykjavíkur, en þær spiluðu saman með Þrótti frá 2022-23.

„Ég er alltaf kölluð Álfa,“ sagði Álfhildur Rósa, fyrirliði Þróttar, aðspurð hvort hún væri með gælunafn líkt og fyrrum samherji sinn.

Þrír leikir eru á dagskrá Bestu deildar kvenna í kvöld.

  • Klukkan 17.25 er upphitun Bestu markanna á dagskrá Stöðvar 2 Sport.
  • Klukkan 17.50 er leikur Tindastóls og Breiðabliks á dagskrá rás Bestu deildarinnar.
  • Klukkan 17.50 er leikur Stjörnunnar og Keflavíkur á dagskrá Stöðvar 2 Sport.
  • Klukkan 19.05 er leikur Fylkis og Víkings á dagskrá Stöðvar 2 Sport 5.

Álfa var spurð um þær breytingar sem áttu sér stað á liði Þróttar í vetur. Meðal breytinganna var að Ólöf Sigríður gekk í raðir Breiðabliks.

„Það var mjög erfitt, ég sakna þeirra mjög mikið ennþá. Það þurfti að aðlagast og við fengum góða karaktera inn líka en við söknum þeirra og það var erfitt að sjá þær fara. Ég er að læra að það er ekki hægt að taka þessu persónulega lengur,“ sagði Álfa og bætti við:

„Við Olla erum enn vinkonur, er það ekki?“

„Jú við erum það,“ svaraði Olla um hæl.

„Ég var stundum fyrst í því að taka þessu of persónulega og vera alveg brjáluð. Stundum er fínt að gera smá breytingar,“ sagði Álfa einnig. Spjall þeirra í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Besta upphitunin 11. umferð



Fleiri fréttir

Sjá meira


×