Fatasöfnunargámar Rauða krossins fjarlægðir á næstu dögum Lovísa Arnardóttir skrifar 2. júlí 2024 15:03 Einhver hefur rótað í gámnum sem gleymdist að tæma í gær. Gámar Rauða krossins verða fjarlægðir af grenndarstöðvum í þessari eða næstu viku. Mynd/Facebook Guðbjörg Rut Pálmadóttir flokkunarstjóri í Fataverkefni Rauða kross Íslands segir stefnt á að fjarlægja alla fatasöfnunargáma Rauða krossins af grenndarstöðvum í þessari viku. Eftir það mun Sorpa sjá um fatasöfnun en Grænir skátar munu sjá um að tæma og hirða gámana fyrir Sorpu. Nýir gámar eru grænir og allir merktir fyrir textíl. „Það er verið að tæma þá gáma sem eru eftir en þessi eini gleymdist óvart í gær. Það var misskilningur með það,“ segir Guðbjörg Rut. Það hefur legið fyrir um nokkurt skeið að Rauða krossinn sé að hætta með þetta fatasöfnunargáma sína og var greint frá því fyrr í vor að á meðan þessari yfirfærslu stæði gætu verið tafir á tæmingu og þjónustu. Í íbúahópi Háaleitishverfis var í dag birt mynd af gámi sem augljóslega er búið að róta í og föt um alla götu. Guðbjörg Rut segir alltaf leiðinlegt þegar þetta gerist. „Það var verið að tæma í gær og þessi gámur gleymdist. Þetta er alltaf mjög leiðinlegt. Gámurinn verður líklega farinn fyrir lok vikunnar,“ segir Guðbjörg og að eftir það taki Sorpa og Grænir skátar við verkefninu. Rauði krossinn mun áfram vera með fatasöfnun en með öðru sniði. Grænir skátar í samstarfi við Sorpu Gunnar Dofri Ólafsson samskiptastjóri Sorpu segir í samtali við fréttastofu að einhver töf hafi verið á afhendingu nýju gámanna en að þeir eigi að vera komnir upp á flestar grenndarstöðvar á næstu vikum. „Gámarnir okkar eru komnir upp á einhverjum stöðum. Afhending á þeim tafðist lítillega þannig það hefur gengið aðeins hægar en við ætluðum að setja þá upp. En við gerum ráð fyrir því að vera farin að hirða á öllu höfuðborgarsvæðinu eftir nokkrar vikur,“ segir Gunnar Dofri. „Við erum með samstarfssamning við Græna skáta um að tæma,“ segir hann og að Grænir skátar hafi þegar hafið að hirða föt í Hafnarfirði, Garða og Kópavogi. „Þetta er í yfirfærslufasa og það tekur smá tíma.“ Sorpa Félagasamtök Umhverfismál Loftslagsmál Deilihagkerfi Tengdar fréttir „Þetta er gert í sátt við Sorpu“ Fataverslanir Rauða krossins verða reknar áfram með sama sniði, þrátt fyrir að Sorpa taki senn við móttöku textíls á grenndarstöðvum sínum. Fataverslanirnar eru ein mikilvægasta fjáröflun samtakanna en flokkunarstjóri segir Rauða krossinn munu fara í eigin söfnun sem verður aðskilin frá grenndar- og endurvinnslustöðvum. 2. janúar 2024 11:45 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Sjá meira
„Það er verið að tæma þá gáma sem eru eftir en þessi eini gleymdist óvart í gær. Það var misskilningur með það,“ segir Guðbjörg Rut. Það hefur legið fyrir um nokkurt skeið að Rauða krossinn sé að hætta með þetta fatasöfnunargáma sína og var greint frá því fyrr í vor að á meðan þessari yfirfærslu stæði gætu verið tafir á tæmingu og þjónustu. Í íbúahópi Háaleitishverfis var í dag birt mynd af gámi sem augljóslega er búið að róta í og föt um alla götu. Guðbjörg Rut segir alltaf leiðinlegt þegar þetta gerist. „Það var verið að tæma í gær og þessi gámur gleymdist. Þetta er alltaf mjög leiðinlegt. Gámurinn verður líklega farinn fyrir lok vikunnar,“ segir Guðbjörg og að eftir það taki Sorpa og Grænir skátar við verkefninu. Rauði krossinn mun áfram vera með fatasöfnun en með öðru sniði. Grænir skátar í samstarfi við Sorpu Gunnar Dofri Ólafsson samskiptastjóri Sorpu segir í samtali við fréttastofu að einhver töf hafi verið á afhendingu nýju gámanna en að þeir eigi að vera komnir upp á flestar grenndarstöðvar á næstu vikum. „Gámarnir okkar eru komnir upp á einhverjum stöðum. Afhending á þeim tafðist lítillega þannig það hefur gengið aðeins hægar en við ætluðum að setja þá upp. En við gerum ráð fyrir því að vera farin að hirða á öllu höfuðborgarsvæðinu eftir nokkrar vikur,“ segir Gunnar Dofri. „Við erum með samstarfssamning við Græna skáta um að tæma,“ segir hann og að Grænir skátar hafi þegar hafið að hirða föt í Hafnarfirði, Garða og Kópavogi. „Þetta er í yfirfærslufasa og það tekur smá tíma.“
Sorpa Félagasamtök Umhverfismál Loftslagsmál Deilihagkerfi Tengdar fréttir „Þetta er gert í sátt við Sorpu“ Fataverslanir Rauða krossins verða reknar áfram með sama sniði, þrátt fyrir að Sorpa taki senn við móttöku textíls á grenndarstöðvum sínum. Fataverslanirnar eru ein mikilvægasta fjáröflun samtakanna en flokkunarstjóri segir Rauða krossinn munu fara í eigin söfnun sem verður aðskilin frá grenndar- og endurvinnslustöðvum. 2. janúar 2024 11:45 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Sjá meira
„Þetta er gert í sátt við Sorpu“ Fataverslanir Rauða krossins verða reknar áfram með sama sniði, þrátt fyrir að Sorpa taki senn við móttöku textíls á grenndarstöðvum sínum. Fataverslanirnar eru ein mikilvægasta fjáröflun samtakanna en flokkunarstjóri segir Rauða krossinn munu fara í eigin söfnun sem verður aðskilin frá grenndar- og endurvinnslustöðvum. 2. janúar 2024 11:45