Útilokar ekki rétt til reykinga á hjúkrunarheimilum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. júlí 2024 09:00 Skúli Magnússon, Umboðsmaður Alþingis. Arnar/Getty Réttur starfsmanna til reyklauss vinnuumhverfis útilokar ekki að íbúa hjúkrunarheimilis sé veitt undanþága til að reykja inni á eigin herbergi ef aðstæður leyfa. Umboðsmaður Alþingis telur þó ekki forsendur til að gera athugasemdir við ákvörðun sveitarfélags sem meinaði íbúa að reykja inn á herbergi sínu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Umboðsmanns Alþingis en málið á rætur sínar að rekja til þess að íbúi á hjúkrunarheimili kvartaði yfir því að fá ekki að reykja inni í eigin herbergi. Hjúkrunarheimili hafði tekið þá ákvörðun að banna reykingar vegna rétts starfsfólks til reyklauss umhverfis. Vinnustaðurinn einnig heimili Sveitarfélagið sem rak heimilið vísaði til þessa í svari sínu við kvörtun íbúans og tók fram að það þyrfti að sinna daglegri þjónustu inn á herbergjum íbúa. Umboðsmaður Alþingis gagnrýndi ríka áherslu sveitarfélagsins á að hjúkrunarheimilið væri vinnustaður en ekki var ráðið úr svörum þess til íbúans að tekið hafi verið tillit til þess að einnig væri um heimili að ræða fyrir þá sem þar dveljast. Umboðsmaður áréttaði að í lögum væri sérstaklega gert ráð fyrir að heimilt væri að veita undanþágu frá reykingabanni á íbúðarherbergjum. Gerði ekki athugasemd við ákvörðunina „Gæti réttur starfsmanna til reyklauss vinnuumhverfis ekki fortakslaust girt fyrir að sú heimild væri nýtt. Leggja þyrfti heildstætt mat á aðstæður, þ. á m. hagsmuni annarra heimilismanna og rétt starfsfólks til reyklauss umhverfis,“ segir í tilkynningu. Reykingabannið grundvallaðist þó einnig á mati á loftræsingu og loftgæðum í einstökum rýmum og að tóbaksreykingar á herbergjum væru ekki mögulegar án þess að þær spilltu loftgæðum annarra sem þar dveldust eða störfuðu á þessu tiltekna hjúkrunarheimili. Þá hefðu verið gerðar ráðstafanir til þess að íbúar gætu reykt í sérstakri aðstöðu utan herbergja sinna. Umboðsmaður taldi því ekki forsendur til að gera athugasemdir við efnislega ákvörðun sveitarfélagsins í máli íbúans um undanþágu til reykinga inni á eigin herbergi. Umboðsmaður Alþingis Hjúkrunarheimili Loftgæði Áfengi og tóbak Eldri borgarar Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Umboðsmanns Alþingis en málið á rætur sínar að rekja til þess að íbúi á hjúkrunarheimili kvartaði yfir því að fá ekki að reykja inni í eigin herbergi. Hjúkrunarheimili hafði tekið þá ákvörðun að banna reykingar vegna rétts starfsfólks til reyklauss umhverfis. Vinnustaðurinn einnig heimili Sveitarfélagið sem rak heimilið vísaði til þessa í svari sínu við kvörtun íbúans og tók fram að það þyrfti að sinna daglegri þjónustu inn á herbergjum íbúa. Umboðsmaður Alþingis gagnrýndi ríka áherslu sveitarfélagsins á að hjúkrunarheimilið væri vinnustaður en ekki var ráðið úr svörum þess til íbúans að tekið hafi verið tillit til þess að einnig væri um heimili að ræða fyrir þá sem þar dveljast. Umboðsmaður áréttaði að í lögum væri sérstaklega gert ráð fyrir að heimilt væri að veita undanþágu frá reykingabanni á íbúðarherbergjum. Gerði ekki athugasemd við ákvörðunina „Gæti réttur starfsmanna til reyklauss vinnuumhverfis ekki fortakslaust girt fyrir að sú heimild væri nýtt. Leggja þyrfti heildstætt mat á aðstæður, þ. á m. hagsmuni annarra heimilismanna og rétt starfsfólks til reyklauss umhverfis,“ segir í tilkynningu. Reykingabannið grundvallaðist þó einnig á mati á loftræsingu og loftgæðum í einstökum rýmum og að tóbaksreykingar á herbergjum væru ekki mögulegar án þess að þær spilltu loftgæðum annarra sem þar dveldust eða störfuðu á þessu tiltekna hjúkrunarheimili. Þá hefðu verið gerðar ráðstafanir til þess að íbúar gætu reykt í sérstakri aðstöðu utan herbergja sinna. Umboðsmaður taldi því ekki forsendur til að gera athugasemdir við efnislega ákvörðun sveitarfélagsins í máli íbúans um undanþágu til reykinga inni á eigin herbergi.
Umboðsmaður Alþingis Hjúkrunarheimili Loftgæði Áfengi og tóbak Eldri borgarar Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Sjá meira