Hugsi yfir lausagöngu fjár við vegi eftir að ferðamaður ók á lamb Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. júní 2024 14:56 Lambið var í fylgd ær og annars lambs sem sluppu með skrekkinn. Facebook Ferðalangur sem varð vitni að því þegar bíl spænskra ferðamanna var ekið á lamb í gær segir lausagöngu kinda nærri þjóðvegum rómantík sem fari ekki saman við nútímann. Guðrún Helga Stefánsdóttir var á leið um Snæfellsnesið ásamt fjölskyldu sinni þegar bíl fyrir framan hana var ekið á lamb með þeim afleiðingum að það drapst. Í bílnum voru spænskir ferðamenn sem gátu enga ensku talað. Guðrún segir frá þessu í færslu á Facebook síðunni Bakland ferðaþjónustunnar. Þar segist hún reið yfir því gáleysi sem hún telur ökumanninn sekan um og að hún vonist til að bóndinn fái tjónið bætt. Drapst sem betur fer strax Í samtali við fréttastofu segist hún hafa séð lausaféð við hlið vegarins áður en þau komu að afleggjaranum við Búðir og því hafi verið hægt á bílnum. Ökumaðurinn fyrir framan virðist hins vegar ekki hafa séð kindurnar, því hann hafi ekki hægt á sér. „Svo leggur ærin allt í einu af stað með lömbin fyrir framan bílinn og hann er á það mikilli ferð að lambið sem verður fyrir þessu hoppar hátt upp í loft, lendir harkalega á veginum og steindrepst,“ segir Guðrún. Sem betur fer hafi það drepist strax og ekki þurft að kveljast lengi. Hún segir ána og lambið sem sluppu hæglega geta verið slösuð. Hún segist hafa upplifað gáleysi því þau hafi ekki hægt á sér. „Við vorum búin að sjá lausaféð á veginum áður og þá þarf maður að vera vel vakandi. Um leið og maður sér lausafé við veginn þá hægir maður á sér,“ segir Guðrún. Verið að hætta lífi fólks í umferðinni Hún segir ferðamennina hafa verið í uppnámi og hún hafi skilið ökumanninn þannig að hann hafi ekki séð kindurnar. Hún segist hafa tilkynnt málið til lögreglu og nú sé þeirra að hafa upp á ferðamönnunum. Guðrún veltir því upp hvort það sé tímaskekkja að leyfa lausagöngu fjár við þjóðvegi. „Ég skil að það er gamall menningararfur að hafa fé laust en nútíminn er svo breyttur,“ segir hún og nefnir síaukna bílaumferð á vegum, meðal annars vegna ferðamanna, sem eru misvanir. „Við getum ekki samtímis verið að beina öllum þessum ferðamönnum til landsins, og það er svona mikil umferð, og ætlað að vera með svona rómantík að hafa lausafé. Þetta fer náttúrlega ekki saman og það er verið að hætta lífi okkar í umferðinni og skeppnanna. Þetta er ömurlegt og við eigum að geta gert betur.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Dýr Snæfellsbær Umferð Umferðaröryggi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Guðrún Helga Stefánsdóttir var á leið um Snæfellsnesið ásamt fjölskyldu sinni þegar bíl fyrir framan hana var ekið á lamb með þeim afleiðingum að það drapst. Í bílnum voru spænskir ferðamenn sem gátu enga ensku talað. Guðrún segir frá þessu í færslu á Facebook síðunni Bakland ferðaþjónustunnar. Þar segist hún reið yfir því gáleysi sem hún telur ökumanninn sekan um og að hún vonist til að bóndinn fái tjónið bætt. Drapst sem betur fer strax Í samtali við fréttastofu segist hún hafa séð lausaféð við hlið vegarins áður en þau komu að afleggjaranum við Búðir og því hafi verið hægt á bílnum. Ökumaðurinn fyrir framan virðist hins vegar ekki hafa séð kindurnar, því hann hafi ekki hægt á sér. „Svo leggur ærin allt í einu af stað með lömbin fyrir framan bílinn og hann er á það mikilli ferð að lambið sem verður fyrir þessu hoppar hátt upp í loft, lendir harkalega á veginum og steindrepst,“ segir Guðrún. Sem betur fer hafi það drepist strax og ekki þurft að kveljast lengi. Hún segir ána og lambið sem sluppu hæglega geta verið slösuð. Hún segist hafa upplifað gáleysi því þau hafi ekki hægt á sér. „Við vorum búin að sjá lausaféð á veginum áður og þá þarf maður að vera vel vakandi. Um leið og maður sér lausafé við veginn þá hægir maður á sér,“ segir Guðrún. Verið að hætta lífi fólks í umferðinni Hún segir ferðamennina hafa verið í uppnámi og hún hafi skilið ökumanninn þannig að hann hafi ekki séð kindurnar. Hún segist hafa tilkynnt málið til lögreglu og nú sé þeirra að hafa upp á ferðamönnunum. Guðrún veltir því upp hvort það sé tímaskekkja að leyfa lausagöngu fjár við þjóðvegi. „Ég skil að það er gamall menningararfur að hafa fé laust en nútíminn er svo breyttur,“ segir hún og nefnir síaukna bílaumferð á vegum, meðal annars vegna ferðamanna, sem eru misvanir. „Við getum ekki samtímis verið að beina öllum þessum ferðamönnum til landsins, og það er svona mikil umferð, og ætlað að vera með svona rómantík að hafa lausafé. Þetta fer náttúrlega ekki saman og það er verið að hætta lífi okkar í umferðinni og skeppnanna. Þetta er ömurlegt og við eigum að geta gert betur.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Dýr Snæfellsbær Umferð Umferðaröryggi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira