Verðlagning landsbyggðarstrætó „glórulaus“ Jón Ísak Ragnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 28. júní 2024 21:48 Sindri Freyr Ásgeirsson er formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl. Hann hefur ekki tekið strætó út á land í mörg ár, en hann segir verðlagninguna glórulausa og nýtir sér frekar aðra kosti eins og skammtímaleigu bíla. vísir Sindri Freyr Ásgeirsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, segir að landsbyggðarstrætó sé ekki fýsilegur kostur fyrir fólk sem lifir bíllausum lífsstíl. Fólk nýti sér frekar önnur úrræði eins og deilibíla. Rætt var við Sindra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kjölfar umfjöllunar um að strætóferð frá Reykjavík til Hafnar kosti 17 þúsund krónur. Í dag var á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, vakin athygli á því að strætóferð til Hafnar í Hornafirði frá Reykjavík kostaði tæplega 17 þúsund krónur, og væri dýrari en mörg flug til Evrópu, til dæmis Parísar. Ferð í landsbyggðarstrætó svari ekki kostnaði Sindri Freyr segir að þessi verðlagning sé algjörlega glórulaus. Þeir sem lifi bíllausum lífsstíl hafi mikið rætt þetta sín á milli. „Það svarar bara ekki kostnaði, það meikar bara ekki sens að nýta sér þennan valmöguleika. Þetta er bara ekki fýsilegur kostur þannig maður nýtir sér annað, eins og deilibílana eða skammtímaleigu hjá bílaleigum,“ segir Sindri. Verðlagningin sé fráhrindandi fyrir fólk sem vilji taka strætó út á land. „Já þetta er fráhrindandi. Ég hef ekki tekið strætó út á land í mjög mörg ár, samt á ég ekki bíl,“ segir Sindri. Samgöngur ódýrari í Evrópu Sindri er nýkominn úr ferðalagi um Evrópu, þar sem almenningssamgöngur voru talsvert ódýrari segir hann. Til samanburðar nefnir hann ferðalag frá Osló til Stokkhólms. Vegalengdin þar á milli sé um 550 kílómetrar, en milli Hafnar og Reykjavíkur séu um 450 kílómetrar. Ferðin frá Osló til Stokkhólms sé þó næstum helmingi ódýrari, og kosti aðeins um níu þúsund krónur. Sindra finnst glórulaust hvað það er mikil traffík á þjóðveginum miðað við það hvað við erum fá, og hann telur að fjárfestingar í almenningssamgöngum milli landshluta myndu spara pening til lengri tíma. Samgöngur Strætó Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Í dag var á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, vakin athygli á því að strætóferð til Hafnar í Hornafirði frá Reykjavík kostaði tæplega 17 þúsund krónur, og væri dýrari en mörg flug til Evrópu, til dæmis Parísar. Ferð í landsbyggðarstrætó svari ekki kostnaði Sindri Freyr segir að þessi verðlagning sé algjörlega glórulaus. Þeir sem lifi bíllausum lífsstíl hafi mikið rætt þetta sín á milli. „Það svarar bara ekki kostnaði, það meikar bara ekki sens að nýta sér þennan valmöguleika. Þetta er bara ekki fýsilegur kostur þannig maður nýtir sér annað, eins og deilibílana eða skammtímaleigu hjá bílaleigum,“ segir Sindri. Verðlagningin sé fráhrindandi fyrir fólk sem vilji taka strætó út á land. „Já þetta er fráhrindandi. Ég hef ekki tekið strætó út á land í mjög mörg ár, samt á ég ekki bíl,“ segir Sindri. Samgöngur ódýrari í Evrópu Sindri er nýkominn úr ferðalagi um Evrópu, þar sem almenningssamgöngur voru talsvert ódýrari segir hann. Til samanburðar nefnir hann ferðalag frá Osló til Stokkhólms. Vegalengdin þar á milli sé um 550 kílómetrar, en milli Hafnar og Reykjavíkur séu um 450 kílómetrar. Ferðin frá Osló til Stokkhólms sé þó næstum helmingi ódýrari, og kosti aðeins um níu þúsund krónur. Sindra finnst glórulaust hvað það er mikil traffík á þjóðveginum miðað við það hvað við erum fá, og hann telur að fjárfestingar í almenningssamgöngum milli landshluta myndu spara pening til lengri tíma.
Samgöngur Strætó Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira