Dýrara að taka strætó til Hornafjarðar en að fljúga til Parísar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. júní 2024 09:11 Langferðir með strætó geta kostað alveg ótrúlegar upphæðir. Vísir/Samsett Að komast til Hafnar í Hornafirði frá Reykjavík í strætó kostar tæpar sautján þúsund krónur en það er í mörgum tilfellum dýrara en að fljúga erlendis, stundum yfir langar vegalengdir. Eins og DV greindi frá vakti netverji athygli á þessari stöðu á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter. Í færslu á miðlinum birtir Einar Ólafsson skjáskot af Klappinu. Ekki nóg með það að ferðin kosti á annan tug þúsunda króna heldur tekur hún líka tæpar átta klukkustundir. Ódýrara að fljúga til Parísar en að taka rútu til Hafnar í Hornafirði. Getum við ekki gert betur? https://t.co/S98gy1jd6J— Björn Teitsson (@bjornteits) June 27, 2024 Einar bendir á að það sé ódýrara að ferðast einn í bíl. „Ástandið virðist bara versna ár eftir ár, ótrúlegt að það sé ekki enn þá búið að gera betur fyrir langferðir!“ skrifar Einar. Björn Teitsson, fyrrverandi formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl bendir þá á að það sé ódýrara í mörgum tilvikum að fljúga til Parísar en að taka rútuna til Hornafjarðar og spyr sig hvort ekki sé hægt að gera betur. Ef miðað við flugleitarvélina Dohop er það alveg rétt hjá honum. Hægt er að fljúga til fjarlægra og framandi áfangastaða á borð við Rómar, Parísar, Amsterdam og Kaupmannahafnar og oft og tíðum talsvert lægra verði. Til Dyflinnar er til að mynda hægt að komast á tæplega tíu þúsund krónur og til Mílanó á ellefu þúsund. Hægt er meira að segja að fljúga til Akureyrar á örlítið minna en strætóferðin til Hornafjarðar. Samgöngur Strætó Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira
Eins og DV greindi frá vakti netverji athygli á þessari stöðu á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter. Í færslu á miðlinum birtir Einar Ólafsson skjáskot af Klappinu. Ekki nóg með það að ferðin kosti á annan tug þúsunda króna heldur tekur hún líka tæpar átta klukkustundir. Ódýrara að fljúga til Parísar en að taka rútu til Hafnar í Hornafirði. Getum við ekki gert betur? https://t.co/S98gy1jd6J— Björn Teitsson (@bjornteits) June 27, 2024 Einar bendir á að það sé ódýrara að ferðast einn í bíl. „Ástandið virðist bara versna ár eftir ár, ótrúlegt að það sé ekki enn þá búið að gera betur fyrir langferðir!“ skrifar Einar. Björn Teitsson, fyrrverandi formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl bendir þá á að það sé ódýrara í mörgum tilvikum að fljúga til Parísar en að taka rútuna til Hornafjarðar og spyr sig hvort ekki sé hægt að gera betur. Ef miðað við flugleitarvélina Dohop er það alveg rétt hjá honum. Hægt er að fljúga til fjarlægra og framandi áfangastaða á borð við Rómar, Parísar, Amsterdam og Kaupmannahafnar og oft og tíðum talsvert lægra verði. Til Dyflinnar er til að mynda hægt að komast á tæplega tíu þúsund krónur og til Mílanó á ellefu þúsund. Hægt er meira að segja að fljúga til Akureyrar á örlítið minna en strætóferðin til Hornafjarðar.
Samgöngur Strætó Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira