Segir framlög til afreksíþrótta alltof lág: „Þessar 392 milljónir duga engan veginn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júní 2024 08:01 Arnar Pétursson hefur stýrt kvennalandsliðinu í handbolta frá 2019. vísir/hulda margrét Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta segir að setja þurfi miklu meiri fjármuni í allt íþróttastarf hér landi. Forvarnir ættu að spara marga milljarða inni í heilbrigðiskerfinu. Arnar Pétursson, þjálfari kvennalandsliðsins í handbolta, gagnrýnir harðlega þá upphæð sem íslenska ríkið setur í afreksstarf hér landi. Sú upphæð er í dag 392 milljónir. Hann segir að talan þurfi að vera mun hærri. „Upphæðin ein og sér finnst mér vera galin, hvað hún er lág, og enn galnara að hún skuli ekki fylgja verðlagi og þannig styðja við það starf sem er unnið í sérsamböndunum. Þetta eru þrjátíu sérsambönd sem eru að sækja í þennan sjóð og þessar 392 milljónir duga engan veginn,“ sagði Arnar í samtali við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Arnar hefur áður gagnrýnt úthlutanir til Afrekssjóðs ÍSÍ sem honum finnst alltof lágar. Fram kom í síðustu viku að HSÍ hefði skilað 85 milljóna króna tapi á síðasta ári sem skýrist að miklu leyti af góðum árangri landsliða okkar í handbolta. „Það sem er alvarlegast í þessu er að sérsamböndin, og ekki bara HSÍ, eru farin að draga úr verkefnum. Yngri landsliðin eru ekki að taka þátt í öllum þeim verkefnum sem til stóð í sumar,“ sagði Arnar. „Þau eru líka farin að velta auknum kostnaði yfir á foreldrana. Hjá yngri landsliðunum í handbolta eru þetta um sex hundruð þúsund krónur sem hver og einn leikmaður þarf að borga. Mér skilst að þetta séu um sjö hundruð þúsund krónur hjá körfuboltanum.“ Arnar segir að íþróttastarf gæti sparað marga milljarða fyrir þjóðarbúið. „Það er ekki eins og við séum að biðja um einhvern pening sem er hent út um gluggann og verður ekkert úr. Þetta er afreksstarfið okkar þar sem við erum með okkar mestu fyrirmyndir,“ sagði Arnar. „Ef við horfum til dæmis á heilbrigðisþjónustuna sem er að taka til sín 380 milljarða þá getur forvarnastarf íþróttahreyfingarinnar hjálpað til við að draga úr kostnaði. Við sjáum til dæmis með lífsstílstengda sjúkdóma sem eru á ákveðinn hátt að sliga heilbrigðiskerfið; ef við getum nýtt íþróttahreyfinguna til að spara peninga í framtíðinni í heilbrigðiskerfinu eigum við að gera það.“ Viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. HSÍ ÍSÍ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Íþróttir barna Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Fleiri fréttir Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Sjá meira
Arnar Pétursson, þjálfari kvennalandsliðsins í handbolta, gagnrýnir harðlega þá upphæð sem íslenska ríkið setur í afreksstarf hér landi. Sú upphæð er í dag 392 milljónir. Hann segir að talan þurfi að vera mun hærri. „Upphæðin ein og sér finnst mér vera galin, hvað hún er lág, og enn galnara að hún skuli ekki fylgja verðlagi og þannig styðja við það starf sem er unnið í sérsamböndunum. Þetta eru þrjátíu sérsambönd sem eru að sækja í þennan sjóð og þessar 392 milljónir duga engan veginn,“ sagði Arnar í samtali við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Arnar hefur áður gagnrýnt úthlutanir til Afrekssjóðs ÍSÍ sem honum finnst alltof lágar. Fram kom í síðustu viku að HSÍ hefði skilað 85 milljóna króna tapi á síðasta ári sem skýrist að miklu leyti af góðum árangri landsliða okkar í handbolta. „Það sem er alvarlegast í þessu er að sérsamböndin, og ekki bara HSÍ, eru farin að draga úr verkefnum. Yngri landsliðin eru ekki að taka þátt í öllum þeim verkefnum sem til stóð í sumar,“ sagði Arnar. „Þau eru líka farin að velta auknum kostnaði yfir á foreldrana. Hjá yngri landsliðunum í handbolta eru þetta um sex hundruð þúsund krónur sem hver og einn leikmaður þarf að borga. Mér skilst að þetta séu um sjö hundruð þúsund krónur hjá körfuboltanum.“ Arnar segir að íþróttastarf gæti sparað marga milljarða fyrir þjóðarbúið. „Það er ekki eins og við séum að biðja um einhvern pening sem er hent út um gluggann og verður ekkert úr. Þetta er afreksstarfið okkar þar sem við erum með okkar mestu fyrirmyndir,“ sagði Arnar. „Ef við horfum til dæmis á heilbrigðisþjónustuna sem er að taka til sín 380 milljarða þá getur forvarnastarf íþróttahreyfingarinnar hjálpað til við að draga úr kostnaði. Við sjáum til dæmis með lífsstílstengda sjúkdóma sem eru á ákveðinn hátt að sliga heilbrigðiskerfið; ef við getum nýtt íþróttahreyfinguna til að spara peninga í framtíðinni í heilbrigðiskerfinu eigum við að gera það.“ Viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
HSÍ ÍSÍ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Íþróttir barna Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Fleiri fréttir Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Sjá meira