Borgin kynnir þéttingu byggðar í úthverfum Heimir Már Pétursson skrifar 26. júní 2024 19:31 Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir að það muni styrkja úthverfin að þétta byggðina þar með raðhúsum, einbýlishúsum og litlum blokkum. Stöð 2/Bjarni Borgarstjóri kynnti í dag áform um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar til að auka lóðaframboð til smærri verkefna. Fullbúnum íbúðum í borginni hefur fækkað á undanförnum árum. Borgarstjóri segir að með þessum áherslum verði aukin fjölbreytni og kraftur settur í húnsæðisuppbygginguna. Borgarstjóri segir að það ætti að vera hægt að byggja um fimm hundruð íbúðir á ýmsum stöðum í Grafarvoginum. Til að mynda við Hallsveg rétt við Gufuneskirkjugarðinn á bletti sem nú er þakinn lúpínu. Þar ætti að vera hægt að koma fyrir einbýlishúsum, raðhúsum, og jafnvel lítilli blokk. Einar Þorsteinsson segir alla innviði til staðar í Grafarvogi og því ætti að vera hægt að bjóða út fyrstu lóðirnar strax á næsta ári.Stöð 2/Bjarni Í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt sjáum við svæðin sem koma til greina í Grafarvogi og innan ferhyrnings áður nefnt svæði við Hallsveg. Þá sést svæðið betur á annarri mynd í þessari frétt. Má segja að þið séuð að flytja þéttinguna út í úthverfin? „Já, við erum að styrkja úthverfin. Aðallega erum við að bregðast við húsnæðisvanda. Efna markmið okkar um að efla húsnæðisuppbygginguna í Reykjavíkurborg,“ segir Einar Þorsteinsson borgarstjóri. Kosturinn við þessa leið væri að innviðir væru allir til staðar. Á sama tíma væru kynslóðaskipti að eiga sér stað í sumum úthverfanna þannig að margir eldri íbúar vilji kannski minnka við sig innan hverfisins. Þá væri þetta ný leið til að örva lóðaframboðið á meðan stóru skipulagsverkefnin mölluðu áfram. Skráðar fullgerðar íbúðir í Reykjavík í samanburði við hafna byggingu á íbúðum eftir árum. „Mæta þessum litlu og meðalstóru verktökum sem vantar lóðir. Ráða kannski ekki við að kaupa stóra reiti,“ segir borgarstjóri. Á undanförnum þremur árum hefði fullgerðum íbúðum fækkað og farið undir eitt þúsund í fyrra. Staðan væri hins vegar að breytast því allt árið í fyrra hófst bygging á 690 íbúðum samanborið við 605 íbúðir á fyrri hluta þessa árs. Víða í úthverfunum væru reitir með stórum ónýttum svæðum sem mætti byggja á en halda samt í græn svæði á milli eldri og nýrra húsa. Byrjað yrði í Grafarvogi en einnig væri verið að skoða Breiðholt, Grafarholt og Úlfarsárdal. „Og það eru fjölmörg tækifæri til að efla um leið þjónustu og verslun. Bæta grænu svæðin í kjölfarið. Ég held að þetta sé frábært fyrsta skref. Við búumst við að geta sett fyrstu lóðirnar í sölu snemma á næsta ári. Við viljum vinna þetta hratt. Hér er tiltölulega einfalt að ráðast í uppbyggingu vegna þess að hér eru vegir og hér eru lagnir og lóðirnar verða fljótt byggingahæfar,“ segir Einar Þorsteinsson. Í úthverfum eru reitir með stórum ónýttum svæðum sem mætti byggja á en halda samt í græn svæði á milli eldri og nýrra húsa.reykjavíkurborg Reykjavík Húsnæðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Borgarstjórn Tengdar fréttir Bein útsending: Borgarstjóri kynnir átak í húsnæðimálum og úthverfum Reykjavíkur Einar Þorsteinsson borgarstjóri býður til blaðamannafundar í dag þar sem hann mun fara yfir nýjar áherslur í húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík, kynna hugmyndir um styrkingu úthverfa og fara yfir stöðuna í húsnæðisátaki borgarinnar til að auka framboð íbúða. 26. júní 2024 14:31 Telja íbúðauppbyggingu dragast saman um 65 prósent Félagsmenn Samtaka Iðnaðarins hjá fyrirtækjum sem starfa í íbúðauppbyggingu telja sig munu horfa fram á 65 prósent samdrátt í uppbyggingu íbúða næstu tólf mánuði. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar á vegum SI sem náði til fyrirtækja sem byggja 26 prósent af heildarfjölda íbúða í byggingu hér á landi. 23. apríl 2023 14:21 Lóðir fyrir allt að 3.000 nýjar íbúðir á ári næstu fimm árin í Reykjavík Borgarstjóri segir að Reykjavík muni ekki ráða hraða uppbyggingar íbúðahúsnæðis á næstu árum sem muni ráðast af fjármögnun fjármálastofnana. Hann óttast að verið sé að framkalla kulnun á uppbyggingarmarkaði húsnæðis. 4. nóvember 2022 19:21 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Borgarstjóri segir að það ætti að vera hægt að byggja um fimm hundruð íbúðir á ýmsum stöðum í Grafarvoginum. Til að mynda við Hallsveg rétt við Gufuneskirkjugarðinn á bletti sem nú er þakinn lúpínu. Þar ætti að vera hægt að koma fyrir einbýlishúsum, raðhúsum, og jafnvel lítilli blokk. Einar Þorsteinsson segir alla innviði til staðar í Grafarvogi og því ætti að vera hægt að bjóða út fyrstu lóðirnar strax á næsta ári.Stöð 2/Bjarni Í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt sjáum við svæðin sem koma til greina í Grafarvogi og innan ferhyrnings áður nefnt svæði við Hallsveg. Þá sést svæðið betur á annarri mynd í þessari frétt. Má segja að þið séuð að flytja þéttinguna út í úthverfin? „Já, við erum að styrkja úthverfin. Aðallega erum við að bregðast við húsnæðisvanda. Efna markmið okkar um að efla húsnæðisuppbygginguna í Reykjavíkurborg,“ segir Einar Þorsteinsson borgarstjóri. Kosturinn við þessa leið væri að innviðir væru allir til staðar. Á sama tíma væru kynslóðaskipti að eiga sér stað í sumum úthverfanna þannig að margir eldri íbúar vilji kannski minnka við sig innan hverfisins. Þá væri þetta ný leið til að örva lóðaframboðið á meðan stóru skipulagsverkefnin mölluðu áfram. Skráðar fullgerðar íbúðir í Reykjavík í samanburði við hafna byggingu á íbúðum eftir árum. „Mæta þessum litlu og meðalstóru verktökum sem vantar lóðir. Ráða kannski ekki við að kaupa stóra reiti,“ segir borgarstjóri. Á undanförnum þremur árum hefði fullgerðum íbúðum fækkað og farið undir eitt þúsund í fyrra. Staðan væri hins vegar að breytast því allt árið í fyrra hófst bygging á 690 íbúðum samanborið við 605 íbúðir á fyrri hluta þessa árs. Víða í úthverfunum væru reitir með stórum ónýttum svæðum sem mætti byggja á en halda samt í græn svæði á milli eldri og nýrra húsa. Byrjað yrði í Grafarvogi en einnig væri verið að skoða Breiðholt, Grafarholt og Úlfarsárdal. „Og það eru fjölmörg tækifæri til að efla um leið þjónustu og verslun. Bæta grænu svæðin í kjölfarið. Ég held að þetta sé frábært fyrsta skref. Við búumst við að geta sett fyrstu lóðirnar í sölu snemma á næsta ári. Við viljum vinna þetta hratt. Hér er tiltölulega einfalt að ráðast í uppbyggingu vegna þess að hér eru vegir og hér eru lagnir og lóðirnar verða fljótt byggingahæfar,“ segir Einar Þorsteinsson. Í úthverfum eru reitir með stórum ónýttum svæðum sem mætti byggja á en halda samt í græn svæði á milli eldri og nýrra húsa.reykjavíkurborg
Reykjavík Húsnæðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Borgarstjórn Tengdar fréttir Bein útsending: Borgarstjóri kynnir átak í húsnæðimálum og úthverfum Reykjavíkur Einar Þorsteinsson borgarstjóri býður til blaðamannafundar í dag þar sem hann mun fara yfir nýjar áherslur í húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík, kynna hugmyndir um styrkingu úthverfa og fara yfir stöðuna í húsnæðisátaki borgarinnar til að auka framboð íbúða. 26. júní 2024 14:31 Telja íbúðauppbyggingu dragast saman um 65 prósent Félagsmenn Samtaka Iðnaðarins hjá fyrirtækjum sem starfa í íbúðauppbyggingu telja sig munu horfa fram á 65 prósent samdrátt í uppbyggingu íbúða næstu tólf mánuði. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar á vegum SI sem náði til fyrirtækja sem byggja 26 prósent af heildarfjölda íbúða í byggingu hér á landi. 23. apríl 2023 14:21 Lóðir fyrir allt að 3.000 nýjar íbúðir á ári næstu fimm árin í Reykjavík Borgarstjóri segir að Reykjavík muni ekki ráða hraða uppbyggingar íbúðahúsnæðis á næstu árum sem muni ráðast af fjármögnun fjármálastofnana. Hann óttast að verið sé að framkalla kulnun á uppbyggingarmarkaði húsnæðis. 4. nóvember 2022 19:21 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Bein útsending: Borgarstjóri kynnir átak í húsnæðimálum og úthverfum Reykjavíkur Einar Þorsteinsson borgarstjóri býður til blaðamannafundar í dag þar sem hann mun fara yfir nýjar áherslur í húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík, kynna hugmyndir um styrkingu úthverfa og fara yfir stöðuna í húsnæðisátaki borgarinnar til að auka framboð íbúða. 26. júní 2024 14:31
Telja íbúðauppbyggingu dragast saman um 65 prósent Félagsmenn Samtaka Iðnaðarins hjá fyrirtækjum sem starfa í íbúðauppbyggingu telja sig munu horfa fram á 65 prósent samdrátt í uppbyggingu íbúða næstu tólf mánuði. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar á vegum SI sem náði til fyrirtækja sem byggja 26 prósent af heildarfjölda íbúða í byggingu hér á landi. 23. apríl 2023 14:21
Lóðir fyrir allt að 3.000 nýjar íbúðir á ári næstu fimm árin í Reykjavík Borgarstjóri segir að Reykjavík muni ekki ráða hraða uppbyggingar íbúðahúsnæðis á næstu árum sem muni ráðast af fjármögnun fjármálastofnana. Hann óttast að verið sé að framkalla kulnun á uppbyggingarmarkaði húsnæðis. 4. nóvember 2022 19:21