Íhuga að selja nafnaréttinn á Old Trafford Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. júní 2024 14:00 Sir Jim Ratcliffe og fyrirtæki hans INEOS leita nú allra leiða til að fjármagna endurbætur á heimavelli Manchester United. Peter Byrne/Getty Images Forráðamenn Manchester United íhuga að selja nafnaréttinn á heimavelli liðsins, Old Trafford, í von um að fá inn auknar tekjur svo hægt sé að uppfæra völlinn sem kominn er til ára sinna. Eitt af því fyrsta sem Sir Jim Ratcliffe gerði eftir að hann varð minnihlutaeigandi Man United var að taka stöðuna á Old Trafford. Þetta glæsta mannvirki má muna sinn fífil fegurri enda varla króna verið sett í endurbætur undanfarin ár. Ratcliffe vildi annað hvort ráðast í gríðarlegar endurbætur á vellinum eða hreinlega byggja nýjan. Völlurinn hefur talsvert sögulegt gildi fyrir stuðningsfólk Man United og því virðist það hafa orðið ofan á að betrumbæta völlinn. Það mun kosta skildinginn og leitar Ratcliffe nú leiða til að fjármagna þá framkvæmd en félagið er einnig að ráðast í endurbætur á Carrington-æfingasvæðinu. Ein af hugmyndum Ratcliffe og félaga er að selja nafnarétt vallarins. Manchester United are considering selling the naming rights to a refurbished Old Trafford or a newly-built stadium as part-owner Sir Jim Ratcliffe seeks to drive up revenues to fund the project.More from @AdamCrafton_ ⤵️— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 26, 2024 Leikvangurinn myndi áfram heita Old Trafford en mögulega yrði forskeyti bætt við líkt og Spotify Nývangur, heimavöllur Barcelona í Katalóníu. Old Trafford var opnaður árið 1910 og hefur staðið í 114 ár. Leikvangurinn hefur farið í gegnum talsverðar breytingar og tekur nú alls 74,310 manns í sæti. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Fleiri fréttir England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Sjá meira
Eitt af því fyrsta sem Sir Jim Ratcliffe gerði eftir að hann varð minnihlutaeigandi Man United var að taka stöðuna á Old Trafford. Þetta glæsta mannvirki má muna sinn fífil fegurri enda varla króna verið sett í endurbætur undanfarin ár. Ratcliffe vildi annað hvort ráðast í gríðarlegar endurbætur á vellinum eða hreinlega byggja nýjan. Völlurinn hefur talsvert sögulegt gildi fyrir stuðningsfólk Man United og því virðist það hafa orðið ofan á að betrumbæta völlinn. Það mun kosta skildinginn og leitar Ratcliffe nú leiða til að fjármagna þá framkvæmd en félagið er einnig að ráðast í endurbætur á Carrington-æfingasvæðinu. Ein af hugmyndum Ratcliffe og félaga er að selja nafnarétt vallarins. Manchester United are considering selling the naming rights to a refurbished Old Trafford or a newly-built stadium as part-owner Sir Jim Ratcliffe seeks to drive up revenues to fund the project.More from @AdamCrafton_ ⤵️— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 26, 2024 Leikvangurinn myndi áfram heita Old Trafford en mögulega yrði forskeyti bætt við líkt og Spotify Nývangur, heimavöllur Barcelona í Katalóníu. Old Trafford var opnaður árið 1910 og hefur staðið í 114 ár. Leikvangurinn hefur farið í gegnum talsverðar breytingar og tekur nú alls 74,310 manns í sæti.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Fleiri fréttir England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Sjá meira