Forsætisráðherra vongóður um samkomulag um stjórnarskrárbreytingar Heimir Már Pétursson skrifar 26. júní 2024 15:00 Forseti Íslands hefur ítrekað hvatt Alþingi til breytinga á stjórnarskránni. Forsætisráðherra bindur vonir við að það muni takast á yfirstandandi kjörtímabili. Grafík/Hjalti Forsætisráðherra tekur undir með forseta Íslands með að skerpa megi á ýmsum ákvæðum stjórnarskrárinnar varðandi embætti forseta. Hann geri sér vonir um að samkomulag náist milli flokka á þingi stjórnarskrárbreytinigar. Í kveðjuávarpi sínu til Alþingis aðfararnótt síðast liðins sunnudags áréttaði Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands áskorun sína til þingsins um að skýra ýmis ákvæði stjórnarskrárinnar varðandi forsetaembættið. Hann sagði einnig þörf á að setja sérstök lög um embættið. „Þannig er sitthvað í þjóðhöfðingjakafla stjórnarskrárinnar með öðrum brag en æskilegt er; meint vald til að veita undanþágur frá lögum og annar atbeini sem er í raun ekki í verkahring forseta, kostnaðarsöm og úrelt ákvæði um verksvið handhafa forsetavalds og er þá ekki allt talið,“ sagði Guðni í kveðjuávarpi sínu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra telur ábendingar forseta ágætar. Skerpa megi á ýmsum hlutum, þótt hann væri íhaldssamur varðandi breytingar á orðalagi sem lægi fyrir hvernig bæri að túlka. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra vill almennt fara hægt í sakirnar varðandi stjórnarskrárbreytingar.Stöð 2/Einar „Ég held að það sé alveg hárrétt að það er hægt að gera breytingar á forsetakaflanum sem varða ýmis praktísk atriði. Nú eru menn (handhafar forsetavalds) hættir að fylgja forsetanum til Keflavíkur þegar hann fer til útlanda. En það var gert í eina tíð að handhafar mættu til Keflavíkur með forsetanum til að kveða hann,“ segir Bjarni. Ýmis önnur framkvæmdaratriði hafi breyst í gegnum tíðina. Það breytti því ekki að sumt væri beinlínis ankanalegt í forsetakaflanum borið saman við önnur ákvæði í stjórnarskránni. Þetta og fleira hafi verið rætt allt frá lýðveldisstofnun, meðal annars í tíð ríkisstjórna Katrínar Jakobsdóttur. Hann bindi vonir við að nú takist að ná samkomulagi um breytingar. „Ég geri mér vonir um að við getum náð saman um tiltekin mál. En þetta hefur haft tilhneigingu til að fara í skotgrafir þegar kemur að þyngri pólitískum málum. Og spurning er hvort við getum lent sumum af þeim ágreiningsefnum og bundið slaufu á þessa miklu vinnu sem hefur staðið yfir núna í á hálfan annan áratug,“ segir forsætisráðherra. Hann eins og fleiri væru sammála um að fjölga beri meðmælendum vegna framboðs til embættis forseta Íslands. Sumir frambjóðendur í nýafstöðnum kosningum hafi átt erfitt með að ná þeim litla lágmarksfjölds sem þyrfti nú og jafnvel fengið enn færri atkvæði í kosningunum sjálfum. Þeim sem nutu nokkurs fylgis hafi hins vegar tekist að safna meðmælendum á mjög skömmum tíma. Það væri lágmarks breyting kannski? „Við myndum kannski ekki efna til stjórnarskrárbreytinga fyrir það atriði eitt. Ég er nú með meiri metnað en það. Ég hef trú á að við getum náð árangri um fleira,“ segir Bjarni Benediktsson. Forseti Íslands Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Stjórnarskrá Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Telur kjördæmin of stór og vill jafna vægi atkvæða Forsætisráðherra telur að kjördæmi séu of stór og að jafna ætti vægi atkvæða á milli þeirra. Hann boðaði formenn flokkanna á Alþingi til fundar í dag til þess að ræða stjórnarskrárbreytingar. 7. júní 2024 23:24 Bjarni vill fjölga meðmælendum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur boðað formenn allra flokka á fund í dag að loknum ríkisstjórnarfundi. Tilefni fundarins er að ræða hugsanlegar breytingar á stjórnarskrá. Líklegt er að þar verði breytingar á meðmælendafjölda forsetaframbjóðenda til umræðu. 7. júní 2024 07:30 Reginhneyksli sem dragi stórlega úr virðingu forsetaembættisins Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, segir að það sé reginhneyksli að Alþingi hafi enn ekki breytt ákvæði um fjölda meðmælenda sem þurfi til þess að bjóða fram í forsetakosningum. Hann segir það draga stórlega úr virðingu forsetaembættisins. 7. janúar 2024 14:55 Meirihluti vill nýju stjórnarskrána Rúmlega helmingur þjóðarinnar vill að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá lýðveldisins í samræmi við tillögur stjórnlagaráðs frá 2011, ef marka má nýjan þjóðarpúls Gallup. Iðulega er vísað til þessara tillagna sem nýju stjórnarskrárinnar. 12. júlí 2021 23:36 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Í kveðjuávarpi sínu til Alþingis aðfararnótt síðast liðins sunnudags áréttaði Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands áskorun sína til þingsins um að skýra ýmis ákvæði stjórnarskrárinnar varðandi forsetaembættið. Hann sagði einnig þörf á að setja sérstök lög um embættið. „Þannig er sitthvað í þjóðhöfðingjakafla stjórnarskrárinnar með öðrum brag en æskilegt er; meint vald til að veita undanþágur frá lögum og annar atbeini sem er í raun ekki í verkahring forseta, kostnaðarsöm og úrelt ákvæði um verksvið handhafa forsetavalds og er þá ekki allt talið,“ sagði Guðni í kveðjuávarpi sínu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra telur ábendingar forseta ágætar. Skerpa megi á ýmsum hlutum, þótt hann væri íhaldssamur varðandi breytingar á orðalagi sem lægi fyrir hvernig bæri að túlka. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra vill almennt fara hægt í sakirnar varðandi stjórnarskrárbreytingar.Stöð 2/Einar „Ég held að það sé alveg hárrétt að það er hægt að gera breytingar á forsetakaflanum sem varða ýmis praktísk atriði. Nú eru menn (handhafar forsetavalds) hættir að fylgja forsetanum til Keflavíkur þegar hann fer til útlanda. En það var gert í eina tíð að handhafar mættu til Keflavíkur með forsetanum til að kveða hann,“ segir Bjarni. Ýmis önnur framkvæmdaratriði hafi breyst í gegnum tíðina. Það breytti því ekki að sumt væri beinlínis ankanalegt í forsetakaflanum borið saman við önnur ákvæði í stjórnarskránni. Þetta og fleira hafi verið rætt allt frá lýðveldisstofnun, meðal annars í tíð ríkisstjórna Katrínar Jakobsdóttur. Hann bindi vonir við að nú takist að ná samkomulagi um breytingar. „Ég geri mér vonir um að við getum náð saman um tiltekin mál. En þetta hefur haft tilhneigingu til að fara í skotgrafir þegar kemur að þyngri pólitískum málum. Og spurning er hvort við getum lent sumum af þeim ágreiningsefnum og bundið slaufu á þessa miklu vinnu sem hefur staðið yfir núna í á hálfan annan áratug,“ segir forsætisráðherra. Hann eins og fleiri væru sammála um að fjölga beri meðmælendum vegna framboðs til embættis forseta Íslands. Sumir frambjóðendur í nýafstöðnum kosningum hafi átt erfitt með að ná þeim litla lágmarksfjölds sem þyrfti nú og jafnvel fengið enn færri atkvæði í kosningunum sjálfum. Þeim sem nutu nokkurs fylgis hafi hins vegar tekist að safna meðmælendum á mjög skömmum tíma. Það væri lágmarks breyting kannski? „Við myndum kannski ekki efna til stjórnarskrárbreytinga fyrir það atriði eitt. Ég er nú með meiri metnað en það. Ég hef trú á að við getum náð árangri um fleira,“ segir Bjarni Benediktsson.
Forseti Íslands Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Stjórnarskrá Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Telur kjördæmin of stór og vill jafna vægi atkvæða Forsætisráðherra telur að kjördæmi séu of stór og að jafna ætti vægi atkvæða á milli þeirra. Hann boðaði formenn flokkanna á Alþingi til fundar í dag til þess að ræða stjórnarskrárbreytingar. 7. júní 2024 23:24 Bjarni vill fjölga meðmælendum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur boðað formenn allra flokka á fund í dag að loknum ríkisstjórnarfundi. Tilefni fundarins er að ræða hugsanlegar breytingar á stjórnarskrá. Líklegt er að þar verði breytingar á meðmælendafjölda forsetaframbjóðenda til umræðu. 7. júní 2024 07:30 Reginhneyksli sem dragi stórlega úr virðingu forsetaembættisins Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, segir að það sé reginhneyksli að Alþingi hafi enn ekki breytt ákvæði um fjölda meðmælenda sem þurfi til þess að bjóða fram í forsetakosningum. Hann segir það draga stórlega úr virðingu forsetaembættisins. 7. janúar 2024 14:55 Meirihluti vill nýju stjórnarskrána Rúmlega helmingur þjóðarinnar vill að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá lýðveldisins í samræmi við tillögur stjórnlagaráðs frá 2011, ef marka má nýjan þjóðarpúls Gallup. Iðulega er vísað til þessara tillagna sem nýju stjórnarskrárinnar. 12. júlí 2021 23:36 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Telur kjördæmin of stór og vill jafna vægi atkvæða Forsætisráðherra telur að kjördæmi séu of stór og að jafna ætti vægi atkvæða á milli þeirra. Hann boðaði formenn flokkanna á Alþingi til fundar í dag til þess að ræða stjórnarskrárbreytingar. 7. júní 2024 23:24
Bjarni vill fjölga meðmælendum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur boðað formenn allra flokka á fund í dag að loknum ríkisstjórnarfundi. Tilefni fundarins er að ræða hugsanlegar breytingar á stjórnarskrá. Líklegt er að þar verði breytingar á meðmælendafjölda forsetaframbjóðenda til umræðu. 7. júní 2024 07:30
Reginhneyksli sem dragi stórlega úr virðingu forsetaembættisins Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, segir að það sé reginhneyksli að Alþingi hafi enn ekki breytt ákvæði um fjölda meðmælenda sem þurfi til þess að bjóða fram í forsetakosningum. Hann segir það draga stórlega úr virðingu forsetaembættisins. 7. janúar 2024 14:55
Meirihluti vill nýju stjórnarskrána Rúmlega helmingur þjóðarinnar vill að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá lýðveldisins í samræmi við tillögur stjórnlagaráðs frá 2011, ef marka má nýjan þjóðarpúls Gallup. Iðulega er vísað til þessara tillagna sem nýju stjórnarskrárinnar. 12. júlí 2021 23:36