Breska konungsfjölskyldan og hjón í Njarðvík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. júní 2024 20:06 Guðbjörg segir í glettni sinni að hún og maður hennar séu orðin hluti af Bresku konungsfjölskyldunni eftir allar árnaðaróskirnar, sem þau hafa fengið frá þeim í gegnum árin. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kona á tíræðisaldri í Reykjanesbæ geymir nokkur bréf, sem hún og maður hennar hafa fengið, eins og gull heima hjá þeim en það eru árnaðaróskir frá Karli Bretakonungi og Kamillu konu hans, auk bréfa frá Elísabetu annarri Bretadrottningu. Hér erum við að tala um Guðbjörgu Daníelsdóttur, 93 ára íbúa í Njarðvík í Reykjanesbæ, sem býr í sínu eigin húsi og sér alveg um sig sjálf. Maður hennar, Ólafur Magnússon, sem er 94 ára er á spítalanum í Keflavík eftir að hafa dottið heima. Þau hafa verið gift í 70 ár en þau giftu sig í Englandi á borgarskrifstofunni. Það fréttist fljótt, enda voru þau fyrstu Íslendingarnir, sem giftu sig þar og þá fóru hlutirnir að gerast. Árnaðaróskir komu fljótlega frá Elísabetu Bretadrottningu. „Vegna þess að það er siður hjá bresku konungsfjölskyldunni að senda alltaf á 10 ára fresti til brúðhjóna hamingjuósk,” segir Guðbjörg. Guðbjörg Daníelsdóttir, 93 ára íbúi í Njarðvík í Reykjanesbæ með mynd af Elísabetu annarri Bretadrottningu úr korti, sem þau hjónin fengu í eitt skiptið frá henni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þannig að það komu reglulega hamingjuóska bréf í Njarðvíkurnar frá Elísabetu og nú síðast frá Karli konungi syni hennar og Kamillu konu hans vegna 70 ára brúðkaupsafmælisins. „Þetta er svolítið sniðugt, er það ekki,” bætir Guðbjörg sposk á svip við. Ertu ekki bara montinn af þessu eða hvað? „Nei, nei, ég er ekkert hreykin af þessu, ég þekki þetta fólk ekki nokkurn hlut, ég á bara mynd af því, ég aldrei talað við það,” segir hún og hlær. En var ekki svolítið gaman að fá þessi bréf og þessar kveðjur? „Jú, mér fannst voðalega vænt um það og mér finnst voðalega fallegt af þeim að gera þetta. Dóttir mín hún hélt að þetta væri bara gabb og sagði, trúir þú þessu, það er einhver að gabba þig sagði hún bara. Ég sagði, hafðu þú þína skoðun á því en ég er komin inn í konungsfjölskylduna bresku, þú verður bara að sætta þig við það,” segir Guðbjörg og hlær enn meira. Guðbjörg og Ólafur hafa verið gift í 70 ár, gerði aðri betur og þau segjast alltaf vera jafn ástfangin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo má segja frá því að eftir að Elísabet önnur Bretadrottning dó þá var hún jörðuð á brúðkaupsdegi þeirra Guðbjargar og Ólafs, eða 19. september 2022. Þannig að allt tengist þetta einhvern veginn saman, breska konungsfjölskyldan á hjónin til 70 ára á Hólagötunni í Njarðvík. Og hér er fallegur koss í tilefni af 70 ára brúðkaupsafmælinu.Aðsend Reykjanesbær Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning England Eldri borgarar Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Sjá meira
Hér erum við að tala um Guðbjörgu Daníelsdóttur, 93 ára íbúa í Njarðvík í Reykjanesbæ, sem býr í sínu eigin húsi og sér alveg um sig sjálf. Maður hennar, Ólafur Magnússon, sem er 94 ára er á spítalanum í Keflavík eftir að hafa dottið heima. Þau hafa verið gift í 70 ár en þau giftu sig í Englandi á borgarskrifstofunni. Það fréttist fljótt, enda voru þau fyrstu Íslendingarnir, sem giftu sig þar og þá fóru hlutirnir að gerast. Árnaðaróskir komu fljótlega frá Elísabetu Bretadrottningu. „Vegna þess að það er siður hjá bresku konungsfjölskyldunni að senda alltaf á 10 ára fresti til brúðhjóna hamingjuósk,” segir Guðbjörg. Guðbjörg Daníelsdóttir, 93 ára íbúi í Njarðvík í Reykjanesbæ með mynd af Elísabetu annarri Bretadrottningu úr korti, sem þau hjónin fengu í eitt skiptið frá henni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þannig að það komu reglulega hamingjuóska bréf í Njarðvíkurnar frá Elísabetu og nú síðast frá Karli konungi syni hennar og Kamillu konu hans vegna 70 ára brúðkaupsafmælisins. „Þetta er svolítið sniðugt, er það ekki,” bætir Guðbjörg sposk á svip við. Ertu ekki bara montinn af þessu eða hvað? „Nei, nei, ég er ekkert hreykin af þessu, ég þekki þetta fólk ekki nokkurn hlut, ég á bara mynd af því, ég aldrei talað við það,” segir hún og hlær. En var ekki svolítið gaman að fá þessi bréf og þessar kveðjur? „Jú, mér fannst voðalega vænt um það og mér finnst voðalega fallegt af þeim að gera þetta. Dóttir mín hún hélt að þetta væri bara gabb og sagði, trúir þú þessu, það er einhver að gabba þig sagði hún bara. Ég sagði, hafðu þú þína skoðun á því en ég er komin inn í konungsfjölskylduna bresku, þú verður bara að sætta þig við það,” segir Guðbjörg og hlær enn meira. Guðbjörg og Ólafur hafa verið gift í 70 ár, gerði aðri betur og þau segjast alltaf vera jafn ástfangin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo má segja frá því að eftir að Elísabet önnur Bretadrottning dó þá var hún jörðuð á brúðkaupsdegi þeirra Guðbjargar og Ólafs, eða 19. september 2022. Þannig að allt tengist þetta einhvern veginn saman, breska konungsfjölskyldan á hjónin til 70 ára á Hólagötunni í Njarðvík. Og hér er fallegur koss í tilefni af 70 ára brúðkaupsafmælinu.Aðsend
Reykjanesbær Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning England Eldri borgarar Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Sjá meira