Læknir í kvöldgöngu með vinafólki stunginn í hálsinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júní 2024 12:33 Frá vettvangi í Kópavogi á föstudagskvöldið. Aðsend Ágreiningur milli karlmanns á rafhlaupahjóli og tvennra hjóna í kvöldgöngu leiddi til þess að karlmaður stakk lækni á sextugsaldri í háls og maga. Vinur hans skarst á hendi eftir að hafa haft hnífamanninn undir. Það var um hálfellefuleytið á föstudagskvöldið sem vinahjón voru í göngutúr á göngustíg við Lund í Kópavogi. Hjónin eru á sextugsaldri. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom karlmaður á þrítugsaldri eftir göngustígnum á rafhlaupahjóli. Ekki vildi betur til en svo að karlmaðurinn ók hjóli sínu utan annan eiginmanninn sem missti jafnvægið við höggið. Til orðaskaks kom á milli mannsins og vinahjónanna sem voru ekki sátt við ógætilegan akstur mannsins á göngustígnum. Maðurinn tók athugasemdum fólksins illa, tók upp hníf og var ógnandi. Annar eiginmaðurinn er læknir og slasaðist alvarlega í átökum við hnífamanninn. Hlaut hann stungusár bæði í háls og maga. Vinur hans náði samkvæmt heimildum fréttastofu að hafa hnífamanninn undir. Sá fékk sár á hendi í átökunum. Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild á höfuðborgarsvæðinu, segir atburðarásina enn óljósa. Skýrslutökur séu fram undan yfir árásarmanninum og karlmönnunum tveimur sem slösuðust. Hnífamaðurinn verður í gæsluvarðhaldi til föstudags. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Kópavogur Læknir stunginn í Lundi í Kópavogi Tengdar fréttir Gæsluvarðhald fram á föstudag vegna stunguárásarinnar Karlmaður um þrítugt sem grunaður er um alvarlega líkamsárás gegn tveimur í Kópavogi í gærkvöldi hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudaginn 28. júní. 22. júní 2024 22:05 Árásarmaðurinn beitti stunguvopni á háls og maga Maðurinn sem var handtekinn af lögreglunni grunaður um alvarlega líkamsárás gegn tveimur í Kópavogi í gærkvöldi beitti stunguvopni og hæfði mennina í bæði háls og maga. Þeir særðu eru ekki í lífshættu en hlutu alvarlega áverka vegna árásarinnar. 22. júní 2024 10:52 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Það var um hálfellefuleytið á föstudagskvöldið sem vinahjón voru í göngutúr á göngustíg við Lund í Kópavogi. Hjónin eru á sextugsaldri. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom karlmaður á þrítugsaldri eftir göngustígnum á rafhlaupahjóli. Ekki vildi betur til en svo að karlmaðurinn ók hjóli sínu utan annan eiginmanninn sem missti jafnvægið við höggið. Til orðaskaks kom á milli mannsins og vinahjónanna sem voru ekki sátt við ógætilegan akstur mannsins á göngustígnum. Maðurinn tók athugasemdum fólksins illa, tók upp hníf og var ógnandi. Annar eiginmaðurinn er læknir og slasaðist alvarlega í átökum við hnífamanninn. Hlaut hann stungusár bæði í háls og maga. Vinur hans náði samkvæmt heimildum fréttastofu að hafa hnífamanninn undir. Sá fékk sár á hendi í átökunum. Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild á höfuðborgarsvæðinu, segir atburðarásina enn óljósa. Skýrslutökur séu fram undan yfir árásarmanninum og karlmönnunum tveimur sem slösuðust. Hnífamaðurinn verður í gæsluvarðhaldi til föstudags. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Kópavogur Læknir stunginn í Lundi í Kópavogi Tengdar fréttir Gæsluvarðhald fram á föstudag vegna stunguárásarinnar Karlmaður um þrítugt sem grunaður er um alvarlega líkamsárás gegn tveimur í Kópavogi í gærkvöldi hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudaginn 28. júní. 22. júní 2024 22:05 Árásarmaðurinn beitti stunguvopni á háls og maga Maðurinn sem var handtekinn af lögreglunni grunaður um alvarlega líkamsárás gegn tveimur í Kópavogi í gærkvöldi beitti stunguvopni og hæfði mennina í bæði háls og maga. Þeir særðu eru ekki í lífshættu en hlutu alvarlega áverka vegna árásarinnar. 22. júní 2024 10:52 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Gæsluvarðhald fram á föstudag vegna stunguárásarinnar Karlmaður um þrítugt sem grunaður er um alvarlega líkamsárás gegn tveimur í Kópavogi í gærkvöldi hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudaginn 28. júní. 22. júní 2024 22:05
Árásarmaðurinn beitti stunguvopni á háls og maga Maðurinn sem var handtekinn af lögreglunni grunaður um alvarlega líkamsárás gegn tveimur í Kópavogi í gærkvöldi beitti stunguvopni og hæfði mennina í bæði háls og maga. Þeir særðu eru ekki í lífshættu en hlutu alvarlega áverka vegna árásarinnar. 22. júní 2024 10:52