Panthers voru með úrslitaeinvígið algjörlega í hendi sér eftir að hafa unnið þrjá fyrstu leikina en vinna þarf fjóra til að tryggja sér Stanley bikarinn eftirsótta.
Eftir að hafa aðeins skorað fjögur mörk í fyrstu þremur leikjunum samanlagt unnu Oilers fjórða leikinn 8-1 og hafa skorað samanlagt 18 mörk í síðustu þremur leikjum.
Það gerist sárasjaldan að lið komi til baka og vinni titil eftir að hafa lent 3-0 undir í úrslitum. Það hefur aldrei gerst í NBA-deildinni og aðeins Boston Red Sox hefur tekist það í MBL-deildinni, árið 2004. Þá hefur það einu sinni gerst í úrslitum NHL-deildarinnar, en síðan eru liðin 82 ár, þegar þegar Toronto Maple Leafs gerðu það gegn Detroit Red Wings árið 1942.
Ef Oilers ná að knýja fram fjórða sigurinn í röð í kvöld fer sá sigur rakleiðis í sögubækurnar en leikurinn er í beinni útsendingu á Vodafone Sport og hefst hún klukkan 00:05.