Maður verður auðmjúkur við að fljúga svona sögulegri vél Kristján Már Unnarsson skrifar 24. júní 2024 21:21 TJ Cook er flugstjóri „That's All, Brother", forystuvélar innrásarinnar í Normandí. Bjarni Einarsson Ein merkasta flugvél seinni heimsstyrjaldar er í hópi þrista sem millilenda þessa dagana á Reykjavíkurflugvelli eftir að hafa tekið þátt í athöfnum í Evrópu þar sem minnst var D-dagsins, innrásarinnar í Normandí. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá aldursforsetann í hópnum, vél sem smíðuð var sem farþegaflugvél árið 1941 en tekin í þjónustu bandaríska hersins þegar Bandaríkjamenn gerðust aðilar að styrjöldinni. Hún hefur ásamt nokkrum öðrum í sínum aldursflokki undanfarinn mánuð verið á ferð um Bretlandseyjar og meginland Evrópu til að minnast þess að þann 6. júní voru áttatíu ár liðin frá innrásinni í Normandí. Hún kom hingað frá Skotlandi á laugardag en frá Reykjavík var förinni í morgun heitið til Grænlands og svo áfram til Kanada. Og það var ekki að sjá að þessi 83 ára öldungur ætti erfitt með flugtakið. Þessi flugvél er 83 ára gömul, var smíðuð sem farþegaflugvél árið 1941.Bjarni Einarsson Það er þó þristurinn „That's All, Brother" sem venjulega fær mesta athyglina. Flugvélin er varðveitt á flugminjasafni í Texas. Áhöfnin telur sex manns og þeir eru allir sjálfboðaliðar. „Já, þessi flugvél á bak við mig er ein sögulega markverðasta flugvél sem flýgur enn,” segir flugstjórinn TJ Cook. „Þessi C-47 vél sem kallast That's All, Brother var forystuflugvélin á D-daginn. Á eftir þessari flugvél komu um 800 flugvélar með 14 þúsund fallhlífahermenn að morgni innrásardagsins í Evrópu 1944,” segir flugstjórinn. Í Evrópuleiðangrinum núna nýttu þeir flugvélina meðal annars til fallhlífastökks. Sautján slíkar ferðir voru flognar með yfir tvöhundruð fallhlífastökkvara. Áhöfn C-47 Douglas Dakota-vélarinnar á Reykjavíkurflugvelli í morgun ásamt Star Simpson, framkvæmdastjóra ACE FBO-flugþjónustunnar. Jafnvel gangsetningin á svona gömlum bulluhreyflum þykir flugnördum spennandi að sjá og heyra. Það gekk þó brösulega að gera hana klára til flugs í dag því eftir um hálftíma upphitun neyddust flugmennirnir til að drepa á hreyflunum þegar þeir sáu að eitthvað var í ólagi. Og þeir bera lotningu fyrir svona grip. „Maður verður auðmjúkur við að fljúga svona sögulegri vél svo það er markmið okkar að varðveita hana og deila henni með eins mörgum og við getum,” segir TJ Cook. Eftir lagfæringu um hálftíma síðar voru þeir búnir að ræsa á ný, komnir í flugtaksstöðu og gáfu allt í botn. En við veltum því upp hvort við eigum eftir að sjá þessa flugvél aftur á Íslandi? „Ég veit ekki hvort við komum aftur. Mér tókst að fljúga henni á 75 ára afmælinu og nú gátum við haldið upp á 80 ára afmælið. Þetta er mjög áreiðanleg flugvél og við sjáum til hvað gerist eftir fimm ár, hvort við komum aftur eða ekki,” svarar flugstjórinn TJ Cook. Fyrir þá flugáhugamenn sem misstu af þessari, þá lenti önnur samskonar hervél í Reykjavík upp úr klukkan sjö í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Seinni heimsstyrjöldin Fornminjar Tengdar fréttir Tækifærum fækkar til að sjá svona flugvélar fljúga Flugáhugamönnum bauðst í kvöld að skoða eldgamlar herflugvélar úr seinni heimsstyrjöld á Reykjavíkurflugvelli. Þrjár flugvélanna fljúga áleiðis til Bretlands í fyrramálið. 21. maí 2024 23:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá aldursforsetann í hópnum, vél sem smíðuð var sem farþegaflugvél árið 1941 en tekin í þjónustu bandaríska hersins þegar Bandaríkjamenn gerðust aðilar að styrjöldinni. Hún hefur ásamt nokkrum öðrum í sínum aldursflokki undanfarinn mánuð verið á ferð um Bretlandseyjar og meginland Evrópu til að minnast þess að þann 6. júní voru áttatíu ár liðin frá innrásinni í Normandí. Hún kom hingað frá Skotlandi á laugardag en frá Reykjavík var förinni í morgun heitið til Grænlands og svo áfram til Kanada. Og það var ekki að sjá að þessi 83 ára öldungur ætti erfitt með flugtakið. Þessi flugvél er 83 ára gömul, var smíðuð sem farþegaflugvél árið 1941.Bjarni Einarsson Það er þó þristurinn „That's All, Brother" sem venjulega fær mesta athyglina. Flugvélin er varðveitt á flugminjasafni í Texas. Áhöfnin telur sex manns og þeir eru allir sjálfboðaliðar. „Já, þessi flugvél á bak við mig er ein sögulega markverðasta flugvél sem flýgur enn,” segir flugstjórinn TJ Cook. „Þessi C-47 vél sem kallast That's All, Brother var forystuflugvélin á D-daginn. Á eftir þessari flugvél komu um 800 flugvélar með 14 þúsund fallhlífahermenn að morgni innrásardagsins í Evrópu 1944,” segir flugstjórinn. Í Evrópuleiðangrinum núna nýttu þeir flugvélina meðal annars til fallhlífastökks. Sautján slíkar ferðir voru flognar með yfir tvöhundruð fallhlífastökkvara. Áhöfn C-47 Douglas Dakota-vélarinnar á Reykjavíkurflugvelli í morgun ásamt Star Simpson, framkvæmdastjóra ACE FBO-flugþjónustunnar. Jafnvel gangsetningin á svona gömlum bulluhreyflum þykir flugnördum spennandi að sjá og heyra. Það gekk þó brösulega að gera hana klára til flugs í dag því eftir um hálftíma upphitun neyddust flugmennirnir til að drepa á hreyflunum þegar þeir sáu að eitthvað var í ólagi. Og þeir bera lotningu fyrir svona grip. „Maður verður auðmjúkur við að fljúga svona sögulegri vél svo það er markmið okkar að varðveita hana og deila henni með eins mörgum og við getum,” segir TJ Cook. Eftir lagfæringu um hálftíma síðar voru þeir búnir að ræsa á ný, komnir í flugtaksstöðu og gáfu allt í botn. En við veltum því upp hvort við eigum eftir að sjá þessa flugvél aftur á Íslandi? „Ég veit ekki hvort við komum aftur. Mér tókst að fljúga henni á 75 ára afmælinu og nú gátum við haldið upp á 80 ára afmælið. Þetta er mjög áreiðanleg flugvél og við sjáum til hvað gerist eftir fimm ár, hvort við komum aftur eða ekki,” svarar flugstjórinn TJ Cook. Fyrir þá flugáhugamenn sem misstu af þessari, þá lenti önnur samskonar hervél í Reykjavík upp úr klukkan sjö í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Seinni heimsstyrjöldin Fornminjar Tengdar fréttir Tækifærum fækkar til að sjá svona flugvélar fljúga Flugáhugamönnum bauðst í kvöld að skoða eldgamlar herflugvélar úr seinni heimsstyrjöld á Reykjavíkurflugvelli. Þrjár flugvélanna fljúga áleiðis til Bretlands í fyrramálið. 21. maí 2024 23:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Tækifærum fækkar til að sjá svona flugvélar fljúga Flugáhugamönnum bauðst í kvöld að skoða eldgamlar herflugvélar úr seinni heimsstyrjöld á Reykjavíkurflugvelli. Þrjár flugvélanna fljúga áleiðis til Bretlands í fyrramálið. 21. maí 2024 23:30