UEFA svarar gagnrýni vegna seinagangs Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2024 17:16 Höggið sem um er ræðir. Shaun Botterill/Getty Images Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur svarað gagnrýni varðandi hversu langan tíma það tók að koma börum og aðstoð til Barnabás Varga eftir að hann meiddist illa í leik Ungverjalands og Skotlands á EM karla í knattspyrnu í gær, sunnudag. Varga meiddist vægast sagt illa í gær þegar Angus Gunn, markvörður Skotlands, keyrði hann niður innan vítateigs í þann mund sem hann kýldi fyrirgjöf frá marki sínu. Varga steinlá og ljóst var strax að hann væri illa meiddur. UEFA hefur fengið mikla gagnrýni fyrir hversu lengi það tók að koma réttum aðilum inn á völlinn til að hlúa að honum. Einnig tók það starfsmenn vallarins heila eilífð að koma börum inn á völlinn svo hægt væri að bera Varga af velli. Í yfirlýsingu UEFA segir að það hafi tekið rétta viðbragðsaðila innan við 15 sekúndur að komast inn á völlinn. Sjúkrateymið beið á hliðarlínunni, eins og segir til um þegar kemur að atvikum sem þessum. Það hafi svo komið inn á völlinn um leið og beðið var um að farið yrði með leikmanninn upp á sjúkrahús. Einnig segir í yfirlýsingunni að öll framkvæmd viðbragðsaðila hafi verið eftir regluverki UEFA og það hafi engin töf orðið á þeirri aðstoð sem Varga fékk inn á vellinum eða þá varðandi hversu fljótt hann hafi verið sendur á sjúkrahús. UEFA have responded to criticism about the speed of medical help to Hungary's Barnabás Varga after he suffered multiple fractures to facial bones and concussion against Scotland. pic.twitter.com/vW00nc5Id4— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 24, 2024 Hinn 29 ára gamli Varga rotaðist við höggið, fékk heilahristing ásamt því sem hann braut bein í fleirtölu. Hann mun fara í aðgerð síðar í dag segir í frétt Daily Mail. Varga steinlá eftir þetta högg.Catherine Ivill/Getty Images Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Varga kinnbeinsbrotinn en líðan hans stöðug Óhugnalegt atvik átti sér stað í leik Ungverjalands og Skotlands fyrr í kvöld þegar Barnabas Varga lenti í harkalegu samstuði við Angus Gunn, markvörð Skotlands. 23. júní 2024 23:01 Skotar úr leik en Ungverjar halda í vonina Skotland er úr leik á EM eftir dramatískt tap gegn Ungverjum í kvöld en sigurmarkið kom þegar 99 mínútur voru komnar á leikklukkuna. 23. júní 2024 18:31 Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Sjá meira
Varga meiddist vægast sagt illa í gær þegar Angus Gunn, markvörður Skotlands, keyrði hann niður innan vítateigs í þann mund sem hann kýldi fyrirgjöf frá marki sínu. Varga steinlá og ljóst var strax að hann væri illa meiddur. UEFA hefur fengið mikla gagnrýni fyrir hversu lengi það tók að koma réttum aðilum inn á völlinn til að hlúa að honum. Einnig tók það starfsmenn vallarins heila eilífð að koma börum inn á völlinn svo hægt væri að bera Varga af velli. Í yfirlýsingu UEFA segir að það hafi tekið rétta viðbragðsaðila innan við 15 sekúndur að komast inn á völlinn. Sjúkrateymið beið á hliðarlínunni, eins og segir til um þegar kemur að atvikum sem þessum. Það hafi svo komið inn á völlinn um leið og beðið var um að farið yrði með leikmanninn upp á sjúkrahús. Einnig segir í yfirlýsingunni að öll framkvæmd viðbragðsaðila hafi verið eftir regluverki UEFA og það hafi engin töf orðið á þeirri aðstoð sem Varga fékk inn á vellinum eða þá varðandi hversu fljótt hann hafi verið sendur á sjúkrahús. UEFA have responded to criticism about the speed of medical help to Hungary's Barnabás Varga after he suffered multiple fractures to facial bones and concussion against Scotland. pic.twitter.com/vW00nc5Id4— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 24, 2024 Hinn 29 ára gamli Varga rotaðist við höggið, fékk heilahristing ásamt því sem hann braut bein í fleirtölu. Hann mun fara í aðgerð síðar í dag segir í frétt Daily Mail. Varga steinlá eftir þetta högg.Catherine Ivill/Getty Images
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Varga kinnbeinsbrotinn en líðan hans stöðug Óhugnalegt atvik átti sér stað í leik Ungverjalands og Skotlands fyrr í kvöld þegar Barnabas Varga lenti í harkalegu samstuði við Angus Gunn, markvörð Skotlands. 23. júní 2024 23:01 Skotar úr leik en Ungverjar halda í vonina Skotland er úr leik á EM eftir dramatískt tap gegn Ungverjum í kvöld en sigurmarkið kom þegar 99 mínútur voru komnar á leikklukkuna. 23. júní 2024 18:31 Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Sjá meira
Varga kinnbeinsbrotinn en líðan hans stöðug Óhugnalegt atvik átti sér stað í leik Ungverjalands og Skotlands fyrr í kvöld þegar Barnabas Varga lenti í harkalegu samstuði við Angus Gunn, markvörð Skotlands. 23. júní 2024 23:01
Skotar úr leik en Ungverjar halda í vonina Skotland er úr leik á EM eftir dramatískt tap gegn Ungverjum í kvöld en sigurmarkið kom þegar 99 mínútur voru komnar á leikklukkuna. 23. júní 2024 18:31