„Fólk sem vissi ekkert hvað það var að tala um“ Aron Guðmundsson skrifar 25. júní 2024 08:01 Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segir umræðuna sem spratt upp í tengslum við samstarfssamninga sambandsins hafa verið hálf broslega og skakka. Vísir/Samsett mynd Formaður HSÍ Guðmundur B. Ólafsson, segir umræðuna, sem spratt upp í kringum samstarfssamninga sambandsins við fyrirtækin umdeildu, Arnarlax og Rapyd, hálf broslega og skakka. Fyrirtækin séu stoltir samstarfsaðilar HSÍ og að það fólk sem hafði hátt á samfélagsmiðlum um samstarfið „vissi náttúrulega bara ekkert hvað það var að tala um.“ Nú fyrir helgi sögðum við frá erfiðri rekstrarstöðu HSÍ sem skilaði áttatíu og fimm milljóna króna tapi á síðasta ári, sér eigið fé sitt uppurið og í raun neikvætt um tugi milljóna. Guðmundur, formaður HSÍ, var til viðtals og tók þar undir að staða sambandsins væri grafalvarleg og sagði hann að tapið að miklu leiti skýrast af góðum árangri landsliða Íslands í handbolta. Betri árangri sem fylgi ekki meira fé frá ríki og afrekssjóði ÍSÍ. Tekjur HSÍ standa nánast í stað milli ára. Er erfitt fyrir ykkur að auka tekjurnar? „Það er í sjálfu sér ekki mikið að selja,“ svarar Guðmundur. „Og það broslega í þessu er svo það að á síðasta ári vorum við að liggja undir ámælum á samfélagsmiðlum vegna samstarfsaðila okkar sem vildu styðja við bakið á okkur. Þá áttum við, samkvæmt einhverjum, að vera handvelja fyrirtækin sem við eigum í samstarfi við. Við sátum ámæli undir því og það er hálf broslegt í ljósi stöðunnar.“ Vísar Guðmundur þar í umræðuna sem spratt upp í tengslum við samstarfssamninga HSÍ við umdeild fyrirtæki. Annars vegar fiskeldisfyrirtækið Arnarlax sem hefur verið mikið í umræðunni, sem og Rapyd. En forstjóri þess fyrirtækis og stofnandi, Arik Shtilman, hefur opinberlega lýst yfir stuðningi sínum við ísraelska herinn í átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Í tengslum við samstarfssamninga HSÍ við ofangreind fyrirtæki mátti greina umræðu á samfélagsmiðlum þar sem að meðal annars þjóðþekktir einstaklingar sögðu HSÍ ekki eiga að eiga í samstarfi með umræddum fyrirtækjum. Kom þessi umræða þér spánskt fyrir sjónir? „Hún var bara svo hrikalega skökk. Það fólk sem var að tala um þetta vissi náttúrulega bara ekkert hvað það var að tala um. Við erum bara í íþróttastarfi. Þegar að það eru öflug og stór fyrirtæki sem eru tilbúin að styðja okkur og vera í samstarfi við okkur, þá að sjálfsögðu vinnum við með þeim. Þetta eru stoltir samstarfsaðilar okkar.“ HSÍ Auglýsinga- og markaðsmál Sjókvíaeldi Handbolti ÍSÍ Tengdar fréttir Ætlar ekkert að tjá sig um Arnarlax-samninginn Formaður Handknattleikssambands Íslands neitaði að svara spurningum fréttamanns um styrktaraðila sambandsins á blaðamannafundi í morgun. Hann sagðist ekki ætla að tjá sig um málið. 18. desember 2023 12:25 Aron um Arnarlax-samninginn: „Að sjálfsögðu hefði ég kannski valið eitthvað annað fyrirtæki“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, er ekkert sérstaklega hrifinn af umdeildum styrktarsamningi HSÍ við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. 4. janúar 2024 12:07 Guðmundur myndi aldrei bera auglýsingu sem hann kallar „hneyksli“ Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, segir samning milli Handboltasambands Íslands og Arnarlax vera hneyksli. Jafnframt segir hann formann HSÍ sýna dómgreindarskort með samningunum. 22. nóvember 2023 17:54 Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Sjá meira
Nú fyrir helgi sögðum við frá erfiðri rekstrarstöðu HSÍ sem skilaði áttatíu og fimm milljóna króna tapi á síðasta ári, sér eigið fé sitt uppurið og í raun neikvætt um tugi milljóna. Guðmundur, formaður HSÍ, var til viðtals og tók þar undir að staða sambandsins væri grafalvarleg og sagði hann að tapið að miklu leiti skýrast af góðum árangri landsliða Íslands í handbolta. Betri árangri sem fylgi ekki meira fé frá ríki og afrekssjóði ÍSÍ. Tekjur HSÍ standa nánast í stað milli ára. Er erfitt fyrir ykkur að auka tekjurnar? „Það er í sjálfu sér ekki mikið að selja,“ svarar Guðmundur. „Og það broslega í þessu er svo það að á síðasta ári vorum við að liggja undir ámælum á samfélagsmiðlum vegna samstarfsaðila okkar sem vildu styðja við bakið á okkur. Þá áttum við, samkvæmt einhverjum, að vera handvelja fyrirtækin sem við eigum í samstarfi við. Við sátum ámæli undir því og það er hálf broslegt í ljósi stöðunnar.“ Vísar Guðmundur þar í umræðuna sem spratt upp í tengslum við samstarfssamninga HSÍ við umdeild fyrirtæki. Annars vegar fiskeldisfyrirtækið Arnarlax sem hefur verið mikið í umræðunni, sem og Rapyd. En forstjóri þess fyrirtækis og stofnandi, Arik Shtilman, hefur opinberlega lýst yfir stuðningi sínum við ísraelska herinn í átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Í tengslum við samstarfssamninga HSÍ við ofangreind fyrirtæki mátti greina umræðu á samfélagsmiðlum þar sem að meðal annars þjóðþekktir einstaklingar sögðu HSÍ ekki eiga að eiga í samstarfi með umræddum fyrirtækjum. Kom þessi umræða þér spánskt fyrir sjónir? „Hún var bara svo hrikalega skökk. Það fólk sem var að tala um þetta vissi náttúrulega bara ekkert hvað það var að tala um. Við erum bara í íþróttastarfi. Þegar að það eru öflug og stór fyrirtæki sem eru tilbúin að styðja okkur og vera í samstarfi við okkur, þá að sjálfsögðu vinnum við með þeim. Þetta eru stoltir samstarfsaðilar okkar.“
HSÍ Auglýsinga- og markaðsmál Sjókvíaeldi Handbolti ÍSÍ Tengdar fréttir Ætlar ekkert að tjá sig um Arnarlax-samninginn Formaður Handknattleikssambands Íslands neitaði að svara spurningum fréttamanns um styrktaraðila sambandsins á blaðamannafundi í morgun. Hann sagðist ekki ætla að tjá sig um málið. 18. desember 2023 12:25 Aron um Arnarlax-samninginn: „Að sjálfsögðu hefði ég kannski valið eitthvað annað fyrirtæki“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, er ekkert sérstaklega hrifinn af umdeildum styrktarsamningi HSÍ við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. 4. janúar 2024 12:07 Guðmundur myndi aldrei bera auglýsingu sem hann kallar „hneyksli“ Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, segir samning milli Handboltasambands Íslands og Arnarlax vera hneyksli. Jafnframt segir hann formann HSÍ sýna dómgreindarskort með samningunum. 22. nóvember 2023 17:54 Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Sjá meira
Ætlar ekkert að tjá sig um Arnarlax-samninginn Formaður Handknattleikssambands Íslands neitaði að svara spurningum fréttamanns um styrktaraðila sambandsins á blaðamannafundi í morgun. Hann sagðist ekki ætla að tjá sig um málið. 18. desember 2023 12:25
Aron um Arnarlax-samninginn: „Að sjálfsögðu hefði ég kannski valið eitthvað annað fyrirtæki“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, er ekkert sérstaklega hrifinn af umdeildum styrktarsamningi HSÍ við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. 4. janúar 2024 12:07
Guðmundur myndi aldrei bera auglýsingu sem hann kallar „hneyksli“ Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, segir samning milli Handboltasambands Íslands og Arnarlax vera hneyksli. Jafnframt segir hann formann HSÍ sýna dómgreindarskort með samningunum. 22. nóvember 2023 17:54
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti