Merkasti stríðsþristurinn á heimleið frá Normandí Kristján Már Unnarsson skrifar 23. júní 2024 23:21 Forystuflugvél innrásarinnar í Normandí, Douglas Dakota-flugvélin „That's All, Brother" á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. KMU Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er núna stödd á Reykjavíkurflugvelli. Þetta er Douglas Dakota-flugvélin „That's All, Brother", sem á D-deginum þann 6. júní árið 1944 fór fyrir flugi yfir áttahundruð slíkra véla með samtals um þrettán þúsund fallhlífahermenn um borð. Flugvélin er ásamt fjórum öðrum þristum úr síðari heimsstyrjöld á leið til Norður-Ameríku eftir að hafa tekið þátt í minningarathöfnum víða í Evrópu í tilefni þess að 80 ár voru liðin frá innrásinni sem breytti gangi styrjaldarinnar. Tveir þristanna eru núna í Reykjavík og von er á þeim þriðja á morgun, vél sem kallast Placid Lassie. Koma slíkra flugvéla til Reykjavíkur vekur jafnan athygli.KMU Flugvélarnar millilentu einnig í Reykjavík fyrir rétt rúmum mánuði á leið sinni frá Ameríku til Evrópu í leiðangri sem kallast D-Day Squadron 2024 Legacy Tour. Upphaflega var gert ráð fyrir að fimm stríðsþristar myndu fljúga um Ísland yfir Norður-Atlantshafið vegna þessa en aðeins fjórir komust. Sá fimmti bilaði í Narsarsuaq á Grænlandi. Frá Íslandi flugu vélarnar til Bretlands þar sem þær tóku þátt í ýmsum sýningum. Hápunkturinn var dagana í kringum 6. júní þegar þær flugu yfir Ermarsundið til Frakklands. Flugvélarnar héldu síðan áfram til Þýskalands og Ítalíu þar sem einnig fóru fram minningarathafnir. Flugvélarnar standa norðan við Loftleiðahótelið.KMU Hinn þristurinn sem núna stendur við Loftleiðahótelið gæti verið að setja nýtt met sem elsta flugvél til að fljúga til Íslands og yfir úthafið. Það er DC-3 vél með skrásetningarnúmerið N-33644. Hún er merkt Western Airlines og var upphaflega smíðuð sem farþegavél árið 1941 en tekin í þjónustu bandaríska hersins þegar Bandaríkjamenn gerðust aðilar að styrjöldinni. Flugvélin er því 83 ára gömul á þessu ári. Samkvæmt upplýsingum frá flugþjónustunni ACE FBO, sem annast afgreiðslu vélanna, áforma áhafnir þeirra tveggja sem komnar eru til Reykjavíkur, brottför í fyrramálið, ef veðurspá leyfir. Þetta gætu verið einhver síðustu tækifæri til að sjá flugvélar úr síðari heimsstyrjöld millilenda á Íslandi því sífellt erfiðara verður að halda svo gömlum vélum flughæfum. Almenningi var boðið að skoða flugvélarnar á Reykjavíkurflugvelli í síðasta mánuði, eins og sagt var frá í þessari frétt: Forystuþristur Normandí-innrásarinnar millilenti einnig í Reykjavík fyrir fimm árum, þegar 75 ára afmælis D-dagsins var minnst. Flugstjórinn lýsti henni þá sem markverðustu flugvél sögunnar sem enn flygi: Reykjavíkurflugvöllur Seinni heimsstyrjöldin Fréttir af flugi Fornminjar Tengdar fréttir Tengdi stríðið í Úkraínu við baráttuna gegn fasismanum Joe Biden Bandaríkjaforseti líkti stríðinu í Úkraínu ítrekað við baráttu bandamanna gegn fasískum öflum í síðari heimsstyrjöldinni í ávarpi við minningarathöfn um innrásina í Normandí í dag. Evrópu væri ógnað ef Úkraína tapaði stríðinu. 6. júní 2024 20:53 Tækifærum fækkar til að sjá svona flugvélar fljúga Flugáhugamönnum bauðst í kvöld að skoða eldgamlar herflugvélar úr seinni heimsstyrjöld á Reykjavíkurflugvelli. Þrjár flugvélanna fljúga áleiðis til Bretlands í fyrramálið. 21. maí 2024 23:30 Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Flugvélin er ásamt fjórum öðrum þristum úr síðari heimsstyrjöld á leið til Norður-Ameríku eftir að hafa tekið þátt í minningarathöfnum víða í Evrópu í tilefni þess að 80 ár voru liðin frá innrásinni sem breytti gangi styrjaldarinnar. Tveir þristanna eru núna í Reykjavík og von er á þeim þriðja á morgun, vél sem kallast Placid Lassie. Koma slíkra flugvéla til Reykjavíkur vekur jafnan athygli.KMU Flugvélarnar millilentu einnig í Reykjavík fyrir rétt rúmum mánuði á leið sinni frá Ameríku til Evrópu í leiðangri sem kallast D-Day Squadron 2024 Legacy Tour. Upphaflega var gert ráð fyrir að fimm stríðsþristar myndu fljúga um Ísland yfir Norður-Atlantshafið vegna þessa en aðeins fjórir komust. Sá fimmti bilaði í Narsarsuaq á Grænlandi. Frá Íslandi flugu vélarnar til Bretlands þar sem þær tóku þátt í ýmsum sýningum. Hápunkturinn var dagana í kringum 6. júní þegar þær flugu yfir Ermarsundið til Frakklands. Flugvélarnar héldu síðan áfram til Þýskalands og Ítalíu þar sem einnig fóru fram minningarathafnir. Flugvélarnar standa norðan við Loftleiðahótelið.KMU Hinn þristurinn sem núna stendur við Loftleiðahótelið gæti verið að setja nýtt met sem elsta flugvél til að fljúga til Íslands og yfir úthafið. Það er DC-3 vél með skrásetningarnúmerið N-33644. Hún er merkt Western Airlines og var upphaflega smíðuð sem farþegavél árið 1941 en tekin í þjónustu bandaríska hersins þegar Bandaríkjamenn gerðust aðilar að styrjöldinni. Flugvélin er því 83 ára gömul á þessu ári. Samkvæmt upplýsingum frá flugþjónustunni ACE FBO, sem annast afgreiðslu vélanna, áforma áhafnir þeirra tveggja sem komnar eru til Reykjavíkur, brottför í fyrramálið, ef veðurspá leyfir. Þetta gætu verið einhver síðustu tækifæri til að sjá flugvélar úr síðari heimsstyrjöld millilenda á Íslandi því sífellt erfiðara verður að halda svo gömlum vélum flughæfum. Almenningi var boðið að skoða flugvélarnar á Reykjavíkurflugvelli í síðasta mánuði, eins og sagt var frá í þessari frétt: Forystuþristur Normandí-innrásarinnar millilenti einnig í Reykjavík fyrir fimm árum, þegar 75 ára afmælis D-dagsins var minnst. Flugstjórinn lýsti henni þá sem markverðustu flugvél sögunnar sem enn flygi:
Reykjavíkurflugvöllur Seinni heimsstyrjöldin Fréttir af flugi Fornminjar Tengdar fréttir Tengdi stríðið í Úkraínu við baráttuna gegn fasismanum Joe Biden Bandaríkjaforseti líkti stríðinu í Úkraínu ítrekað við baráttu bandamanna gegn fasískum öflum í síðari heimsstyrjöldinni í ávarpi við minningarathöfn um innrásina í Normandí í dag. Evrópu væri ógnað ef Úkraína tapaði stríðinu. 6. júní 2024 20:53 Tækifærum fækkar til að sjá svona flugvélar fljúga Flugáhugamönnum bauðst í kvöld að skoða eldgamlar herflugvélar úr seinni heimsstyrjöld á Reykjavíkurflugvelli. Þrjár flugvélanna fljúga áleiðis til Bretlands í fyrramálið. 21. maí 2024 23:30 Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Tengdi stríðið í Úkraínu við baráttuna gegn fasismanum Joe Biden Bandaríkjaforseti líkti stríðinu í Úkraínu ítrekað við baráttu bandamanna gegn fasískum öflum í síðari heimsstyrjöldinni í ávarpi við minningarathöfn um innrásina í Normandí í dag. Evrópu væri ógnað ef Úkraína tapaði stríðinu. 6. júní 2024 20:53
Tækifærum fækkar til að sjá svona flugvélar fljúga Flugáhugamönnum bauðst í kvöld að skoða eldgamlar herflugvélar úr seinni heimsstyrjöld á Reykjavíkurflugvelli. Þrjár flugvélanna fljúga áleiðis til Bretlands í fyrramálið. 21. maí 2024 23:30
Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00