„Gjörsamlega óboðlegt og eitthvað sem ég sætti mig bara alls ekki við“ Siggeir Ævarsson skrifar 22. júní 2024 20:03 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var jafnvel enn daufari í dálkinn eftir leik í dag en þegar þessi mynd var tekin Visir/ Hulda Margrét Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var sótillur þegar hann mætti til viðtals eftir að lið hans var kjöldregið 1-5 af Val í dag. Hann var sérstaklega ósáttur með frammistöðu markvarðar síns, William Eskelinen, sem færði gestunum þrjú mörk á silfurfati að hans mati. „Mér fannst bara enginn munur á liðunum í fyrri hálfleik svo er náttúrulega bara einstaklingsgæði sem kosta okkur þennan leik. Menn sem voru fengnir hingað í stórt hlutverk til að hjálpa okkur að sækja stig en það hefur heldur annað gerst með það.“ Davíð var þarna að vísa í frammistöðu William Eskelinen og var spurður hvort hann myndi mögulega gera breytingar á liðinu fyrir næsta leik og jafnvel setja hann á bekkinn. „Það gefur augaleið. Mig langaði nú bara að gera breytingar í miðjum leik. Þetta er algjörlega óboðlegt og fyrir mann, komandi af þessu „level-i“ sem hann kemur frá. Hann verður bara að eiga það við sjálfan sig og bara sorglegt fyrir strákana sem lögðu sig alla í þennan leik. Bara gríðarlega svekkjandi fyrir þá því spilamennska liðsins var mjög góð.“ „Eðilega, undir lok leiks, eru menn farnir að missa trú þegar það er búið að gefa þrjú mörk á silfurfati. Þetta er bara gjörsamlega óboðlegt og eitthvað sem ég sætti mig bara alls ekki við.“ Þetta var annar tapleikur Vestra í röð og situr liðið í 10. sæti Bestu deildarinnar. Liðið á þrjá heimaleiki framundan og Davíð Smári vonast til að liðið nái vopnum sínum. „Mér fannst liðið spila hrikalega vel í dag og það eru einstaklings mistök sem kosta okkur þennan leik í dag. Ég held að það sé erfitt að rökræða það eitthvað. Enn og aftur, í stöðunni 2-1, þegar það er búið að gefa þeim eitt mark þá fannst mér við alveg eiga séns því við fengum fullt af sénsum hér í dag.“ „Við erum bara með vel spilandi lið og erum með góða liðsheild. Það er mjög eðlilegt þegar staðan er orðin 4-1 og þrjú af þessum mörkum eru gjafir að liðið missi dampinn. Sem betur fer höfum við smá tíma fram að næsta leik til að jafna okkur á þessu og gíra okkur aftur í gang og við ætlum okkur að vera erfiðir heim að sækja.“ Allir fimm miðverðir Vestra eru meiddir um þessar mundir en Davíð gat lítið gefið upp um hvenær þeir eru væntanlegir aftur á grasið. „Við vorum með engan, ef það mætti kalla það, hreinræktaðan „hafsent“ í liðinu í dag og þetta hefur verið mikið vandamál hjá okkur. Við erum með fimm „hafsenta“ og þeir eru allir meiddir. Hvenær þeir koma til baka, eins og með Jeppe, það er bara ekki alveg ljóst. Fótbolti Besta deild karla Vestri Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Sjá meira
„Mér fannst bara enginn munur á liðunum í fyrri hálfleik svo er náttúrulega bara einstaklingsgæði sem kosta okkur þennan leik. Menn sem voru fengnir hingað í stórt hlutverk til að hjálpa okkur að sækja stig en það hefur heldur annað gerst með það.“ Davíð var þarna að vísa í frammistöðu William Eskelinen og var spurður hvort hann myndi mögulega gera breytingar á liðinu fyrir næsta leik og jafnvel setja hann á bekkinn. „Það gefur augaleið. Mig langaði nú bara að gera breytingar í miðjum leik. Þetta er algjörlega óboðlegt og fyrir mann, komandi af þessu „level-i“ sem hann kemur frá. Hann verður bara að eiga það við sjálfan sig og bara sorglegt fyrir strákana sem lögðu sig alla í þennan leik. Bara gríðarlega svekkjandi fyrir þá því spilamennska liðsins var mjög góð.“ „Eðilega, undir lok leiks, eru menn farnir að missa trú þegar það er búið að gefa þrjú mörk á silfurfati. Þetta er bara gjörsamlega óboðlegt og eitthvað sem ég sætti mig bara alls ekki við.“ Þetta var annar tapleikur Vestra í röð og situr liðið í 10. sæti Bestu deildarinnar. Liðið á þrjá heimaleiki framundan og Davíð Smári vonast til að liðið nái vopnum sínum. „Mér fannst liðið spila hrikalega vel í dag og það eru einstaklings mistök sem kosta okkur þennan leik í dag. Ég held að það sé erfitt að rökræða það eitthvað. Enn og aftur, í stöðunni 2-1, þegar það er búið að gefa þeim eitt mark þá fannst mér við alveg eiga séns því við fengum fullt af sénsum hér í dag.“ „Við erum bara með vel spilandi lið og erum með góða liðsheild. Það er mjög eðlilegt þegar staðan er orðin 4-1 og þrjú af þessum mörkum eru gjafir að liðið missi dampinn. Sem betur fer höfum við smá tíma fram að næsta leik til að jafna okkur á þessu og gíra okkur aftur í gang og við ætlum okkur að vera erfiðir heim að sækja.“ Allir fimm miðverðir Vestra eru meiddir um þessar mundir en Davíð gat lítið gefið upp um hvenær þeir eru væntanlegir aftur á grasið. „Við vorum með engan, ef það mætti kalla það, hreinræktaðan „hafsent“ í liðinu í dag og þetta hefur verið mikið vandamál hjá okkur. Við erum með fimm „hafsenta“ og þeir eru allir meiddir. Hvenær þeir koma til baka, eins og með Jeppe, það er bara ekki alveg ljóst.
Fótbolti Besta deild karla Vestri Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Sjá meira