Grindvíkingar tengdu saman tvo punkta Siggeir Ævarsson skrifar 22. júní 2024 18:21 Grindvíkingar fögnuðu sínum öðrum sigri í röð og öðrum sigri sumarsins Grindavík - Petra Rós Þrír leikir fóru fram í Lengjudeildum karla og kvenna í dag. Grindvíkingar lönduðu öðrum sigri sumarsins í Safamýrinni og Leiknir sótti sigur norður yfir heiðar. Grindvíkingar hafa verið jafntefliskóngar í sumar en liðið hafði gert fjögur jafntefli í röð áður en fyrsti sigurinn kom í hús í síðustu umferð. Þeir náðu að tengja saman tvo punkta í dag í endurkomusigri á heimavelli gegn Dalvík/Reyni. Gestirnir komust yfir í blálok fyrri hálfleiks þegar Áki Sölvason skoraði mark úr aukaspyrnu. Grindvíkingar voru mun beittari í seinni hálfleik og jafnaði Kwame Quee leikinn á 51. mínútu eftir stoðsendingu frá Degi Inga Hammer. Dagur lagði svo upp annað mark á 63. mínútu fyrir Hassan Jalloh. Hinn 16 ára Helgi Hafsteinn Jóhannsson gulltryggði svo sigur Grindvíkinga rétt fyrir leikslok, lokatölur í Safamýrinni 3-1. Mikilvægur sigur fyrir heimamenn sem mjakast nær efri hluta deildarinnar með tíu stig, jafn mörg og Keflavík sem er í 5. sæti. Leiknir vann botnslaginn Á Akureyri mættust botnliðin í deildinni, Þór og Leiknir, en Leiknismenn voru aðeins með einn sigur og þrjú stig á botni deildarinnar fyrir daginn í dag. Omar Sowe kom gestunum yfir á 58. mínútu eftir vel útfærða skyndisókn en Þórsarar jöfnuðu með marki úr víti á 79. mínútu og var þar Birkir Heimisson að verki. Þórsarar höfðu verið meira með boltann fram að markinu en ekki náð að skapa sér nein færi að viti. Shkelzen Veseli tryggði Leiknismönnum svo öll þrjú stigin með marki á 87. mínútu. Sowe lagði markið upp og var svo næstum búinn að gulltryggja sigurinn í uppbótartíma en brást bogalistin og leikurinn endaði 1-2. Þór og Leiknir því jöfn að stigum á botni deildarinnar, bæði með sex stig, jafn mörgum og Þróttur og stigi á eftir Dalvík/Reyni. Mikilvæg stiga til Eyja Í Vestmanneyjum sóttu heimakonur þrjú gríðarlega mikilvæg stig í botnbaráttu Lengjudeildar kvenna þegar liðið tók á móti Selfossi. Thelma Sól Óðinsdóttir skoraði eina mark leiksins á 60. mínútu eftir góðan undirbúning frá Olgu Sevcova. Fleiri urðu mörkin ekki, lokatölur 1-0 og ÍBV því aðeins einu stigi á eftir Selfossi og Fram en þó enn í fallsæti þegar flest liðin hafa leikið sjö leiki. Fótbolti Lengjudeild karla Lengjudeild kvenna Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust Sjá meira
Grindvíkingar hafa verið jafntefliskóngar í sumar en liðið hafði gert fjögur jafntefli í röð áður en fyrsti sigurinn kom í hús í síðustu umferð. Þeir náðu að tengja saman tvo punkta í dag í endurkomusigri á heimavelli gegn Dalvík/Reyni. Gestirnir komust yfir í blálok fyrri hálfleiks þegar Áki Sölvason skoraði mark úr aukaspyrnu. Grindvíkingar voru mun beittari í seinni hálfleik og jafnaði Kwame Quee leikinn á 51. mínútu eftir stoðsendingu frá Degi Inga Hammer. Dagur lagði svo upp annað mark á 63. mínútu fyrir Hassan Jalloh. Hinn 16 ára Helgi Hafsteinn Jóhannsson gulltryggði svo sigur Grindvíkinga rétt fyrir leikslok, lokatölur í Safamýrinni 3-1. Mikilvægur sigur fyrir heimamenn sem mjakast nær efri hluta deildarinnar með tíu stig, jafn mörg og Keflavík sem er í 5. sæti. Leiknir vann botnslaginn Á Akureyri mættust botnliðin í deildinni, Þór og Leiknir, en Leiknismenn voru aðeins með einn sigur og þrjú stig á botni deildarinnar fyrir daginn í dag. Omar Sowe kom gestunum yfir á 58. mínútu eftir vel útfærða skyndisókn en Þórsarar jöfnuðu með marki úr víti á 79. mínútu og var þar Birkir Heimisson að verki. Þórsarar höfðu verið meira með boltann fram að markinu en ekki náð að skapa sér nein færi að viti. Shkelzen Veseli tryggði Leiknismönnum svo öll þrjú stigin með marki á 87. mínútu. Sowe lagði markið upp og var svo næstum búinn að gulltryggja sigurinn í uppbótartíma en brást bogalistin og leikurinn endaði 1-2. Þór og Leiknir því jöfn að stigum á botni deildarinnar, bæði með sex stig, jafn mörgum og Þróttur og stigi á eftir Dalvík/Reyni. Mikilvæg stiga til Eyja Í Vestmanneyjum sóttu heimakonur þrjú gríðarlega mikilvæg stig í botnbaráttu Lengjudeildar kvenna þegar liðið tók á móti Selfossi. Thelma Sól Óðinsdóttir skoraði eina mark leiksins á 60. mínútu eftir góðan undirbúning frá Olgu Sevcova. Fleiri urðu mörkin ekki, lokatölur 1-0 og ÍBV því aðeins einu stigi á eftir Selfossi og Fram en þó enn í fallsæti þegar flest liðin hafa leikið sjö leiki.
Fótbolti Lengjudeild karla Lengjudeild kvenna Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust Sjá meira