Nú sannast hið fornkveðna: kvótakerfið hefur ekkert með fiskvernd að gera Kjartan Sveinsson skrifar 22. júní 2024 15:01 Strandveiðifélag Íslands mótmælir harðlega áformum um kvótasetningu grásleppu. Tillögurnar eru hluti af aðför stjórnvalda að smábátaveiðum í hinum dreifðu byggðum og koma til með að hafa fyrirséðar afleiðingar fyrir smábátasjómenn um allt land. Að baki kvótasetningu á grásleppu liggja engin rök sem lúta að: fiskifræði, enda eru engar áreiðanlegar aðferðir til stofnstærðarmælinga til, en það er þó ekkert sem bendir til þess að grásleppa sé ofveidd eða í nokkurri hættu. Aukin heldur hefur Alþjóðahafrannsóknaráðið ekki viðkennt aðferðafræði Hafrannsóknarstofnunar við stofnmælingu grásleppu, enda ekki trúverðug aðferð að stofnmæla grásleppu með stórum togurum og botntrollum byggðafestu, enda hefur kvótasetning allra annarra tegunda leitt til linnulausrar blóðtöku úr brothættum byggðum fyrirsjáanleika í greininni, enda væri framseljanleiki kvótans óþarfur ef svo væri nýliðun, enda hefur kvótasetning eingöngu leitt til skerðingar á atvinnufrelsi. Yfirvofandi kvótasetning stjórnvalda síðustu ár hefur aftrað mönnum frá því að byrja á grásleppu vegna óvissunar sem stjórnvöld hafa skapað. Auk þess hafa aðilar með grásleppuleyfi og veiðireynslu haldið að sér höndum að selja báta og grásleppuleyfi, í von um að kvótasetning grásleppu færi þeim gríðarleg verðmæti til að selja eða leigja frá sér hagræðingu, enda mun hið boðaða 1,5% kvótaþak (sem kemur þó til með að hækka ört á skömmum tíma) ekki nægja kröfum SFS um samþjöppun Þessi þráhyggja einkavæðingarsinna um kvótasetningu grásleppu sýnir það og sannar sem allir vita: kvótakerfið hefur ekkert með verndun fiskistofna að gera. Markmiðið er að senda hrognkelsið sömu leið og alla aðra nytjastofna: í einkaeigu örfárra aðila. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar og aðalsprautan í þessu sorgarferli, felur sig á bak við 1,5% kvótaþak sem sönnun þess að kvótinn muni ekki allur enda hjá stórútgerðinni. Það verður þó auðsótt mál, þegar grásleppan hefur verið geirnegld í kvóta, að hækka þakið. Við höfum áður séð þann trójuhest innan fiskveiðistjórnunarkerfis Íslendinga. Nú þegar liggja fyrir áform um lagasetningu um að hækka kvótaþakið úr 12% í 15% af heildarkvóta fiskveiðiflotans. Eftir situr að „hagræðing“ getur ekki talist til réttlætingar kvótasetningarinnar. Það er þó engin girðing fyrir aðila sem vilja fara í kringum kvótaþakið, að gera það með sama hætti og stórútgerðin, sem sagt að setja kvótann og bátana í nógu mörg félög og færa kvóta á milli innan fiskveiðiársins, sleppa þannig undan reglum um kvótaþakið. Það er því alveg ljóst að frumvarpið markar upphaf verksmiðjuveiða í grásleppu og „grásleppukarlinn“ heyrir nú sögunni til. Þegar menn fara hægt og bítandi að selja sig út vilja þeir væntanlega nota bátana sína í eitthvað annað og þá liggja strandveiðar beint við. Því má búast við töluverðri aukningu á sókn innan strandveiðikerfisins, sem nú þegar er löngu komið út að ystu þanmörkum. Fyrst skerða á atvinnufrelsi smábátasjómanna með þessum hætti verða stjórnvöld að grípa til mótvægisaðgerða og stækka strandveiðipottinn svo um munar. STÍ bíður spennt eftir tilkynningu þar að lútandi. Höfundur er trillukarl og formaður Strandveiðifélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Strandveiðifélag Íslands mótmælir harðlega áformum um kvótasetningu grásleppu. Tillögurnar eru hluti af aðför stjórnvalda að smábátaveiðum í hinum dreifðu byggðum og koma til með að hafa fyrirséðar afleiðingar fyrir smábátasjómenn um allt land. Að baki kvótasetningu á grásleppu liggja engin rök sem lúta að: fiskifræði, enda eru engar áreiðanlegar aðferðir til stofnstærðarmælinga til, en það er þó ekkert sem bendir til þess að grásleppa sé ofveidd eða í nokkurri hættu. Aukin heldur hefur Alþjóðahafrannsóknaráðið ekki viðkennt aðferðafræði Hafrannsóknarstofnunar við stofnmælingu grásleppu, enda ekki trúverðug aðferð að stofnmæla grásleppu með stórum togurum og botntrollum byggðafestu, enda hefur kvótasetning allra annarra tegunda leitt til linnulausrar blóðtöku úr brothættum byggðum fyrirsjáanleika í greininni, enda væri framseljanleiki kvótans óþarfur ef svo væri nýliðun, enda hefur kvótasetning eingöngu leitt til skerðingar á atvinnufrelsi. Yfirvofandi kvótasetning stjórnvalda síðustu ár hefur aftrað mönnum frá því að byrja á grásleppu vegna óvissunar sem stjórnvöld hafa skapað. Auk þess hafa aðilar með grásleppuleyfi og veiðireynslu haldið að sér höndum að selja báta og grásleppuleyfi, í von um að kvótasetning grásleppu færi þeim gríðarleg verðmæti til að selja eða leigja frá sér hagræðingu, enda mun hið boðaða 1,5% kvótaþak (sem kemur þó til með að hækka ört á skömmum tíma) ekki nægja kröfum SFS um samþjöppun Þessi þráhyggja einkavæðingarsinna um kvótasetningu grásleppu sýnir það og sannar sem allir vita: kvótakerfið hefur ekkert með verndun fiskistofna að gera. Markmiðið er að senda hrognkelsið sömu leið og alla aðra nytjastofna: í einkaeigu örfárra aðila. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar og aðalsprautan í þessu sorgarferli, felur sig á bak við 1,5% kvótaþak sem sönnun þess að kvótinn muni ekki allur enda hjá stórútgerðinni. Það verður þó auðsótt mál, þegar grásleppan hefur verið geirnegld í kvóta, að hækka þakið. Við höfum áður séð þann trójuhest innan fiskveiðistjórnunarkerfis Íslendinga. Nú þegar liggja fyrir áform um lagasetningu um að hækka kvótaþakið úr 12% í 15% af heildarkvóta fiskveiðiflotans. Eftir situr að „hagræðing“ getur ekki talist til réttlætingar kvótasetningarinnar. Það er þó engin girðing fyrir aðila sem vilja fara í kringum kvótaþakið, að gera það með sama hætti og stórútgerðin, sem sagt að setja kvótann og bátana í nógu mörg félög og færa kvóta á milli innan fiskveiðiársins, sleppa þannig undan reglum um kvótaþakið. Það er því alveg ljóst að frumvarpið markar upphaf verksmiðjuveiða í grásleppu og „grásleppukarlinn“ heyrir nú sögunni til. Þegar menn fara hægt og bítandi að selja sig út vilja þeir væntanlega nota bátana sína í eitthvað annað og þá liggja strandveiðar beint við. Því má búast við töluverðri aukningu á sókn innan strandveiðikerfisins, sem nú þegar er löngu komið út að ystu þanmörkum. Fyrst skerða á atvinnufrelsi smábátasjómanna með þessum hætti verða stjórnvöld að grípa til mótvægisaðgerða og stækka strandveiðipottinn svo um munar. STÍ bíður spennt eftir tilkynningu þar að lútandi. Höfundur er trillukarl og formaður Strandveiðifélags Íslands
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun