„Þær eru með einstaklingsgæði og nýttu sér klaufagang hjá okkur“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 21. júní 2024 22:50 Guðni Eiríksson, þjálfari FH. Vísir/Anton Brink „Svekkjandi að tapa, við komum hingað til þess að sækja þessi þrjú stig sem voru í boði. Þannig var hugarfarið hjá leikmönnunum, en því miður skoruðum við bara eitt mark.“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, eftir 3-1 tap gegn Val á Hlíðarenda í kvöld. „Frammistaðan á löngum köflum bara flott hjá FH-liðinu og við pressuðum þær á réttu stöðunum og gáfum þeim hörku leik, en mörk breyta leikjum og allt það. Þær eru með einstaklingsgæði og nýttu sér klaufagang hjá okkur þegar við vorum ekki vel vakandi á ákveðnum augnablikum þegar við fengum á okkur þessi mörk. Það er eins og það er,“ sagði Guðni. FH hóf leikinn illa og fékk dauðafæri á sig eftir um tvær mínútur og var svo lent undir eftir aðeins rúmlega fjórar mínútur. „Við fáum mark á okkur eftir fjórar mínútur. Það er aldrei gott að leikurinn sé varla hafinn og þú ert strax byrjaður að elta andstæðinginn í markasöfnun. Það má vel vera að spennustigið hafi verið hátt eða eitthvað slíkt en þá fannst mér við bara vinna okkur vel inn í þennan leik og síst slakari aðilinn í þessum fyrri hálfleik, það er mitt mat.“ FH-konur hófu síðari hálfleikinn vel og voru ógnandi. En hvað sagði Guðni við sína leikmenn í hálfleik? „Við fórum bara yfir hlutina og héldum áfram að berja vonarneista í þær. Þær komu að krafti inn í seinni hálfleikinn, fáum þetta annað mark sem var mikið högg, þetta víti. En mistökin í tengslum við það atriði er strax í byrjun þegar að við fáum á okkur aukaspyrnu hér á miðjulínu sirka, þar gleyma leikmenn sér og dekka vitlaust og þær komast auðveldlega í gegnum okkur. Þar byrjaði þetta. Það er svona það sem ég á við um einstaklingsmistök sem gera það að verkum að við lendum í þessari stöðu, fáum á okkur víti.“ FH skoraði úr lokasnertingu leiksins þegar Ída María Hermannsdóttir þrumaði boltanum upp í vinkilinn af um 25 metrum. FH hefði þó mögulega getað skorað fyrr ef ekki hefði verið fyrir landsliðsmarkvörðinn Fanneyju Ingu Birkisdóttur. „Fanney varði nokkrum sinnum í seinni hálfleik þegar við komumst í gegnum þær á kantsvæðunum. Þar gerði hún vel og varði og hélt markinu hreinu þar til í lokinn þar sem við skorum virkilega fallegt mark, en að mínu mati áttum við það mark fyllilega skilið miðað við það sem við sýndum í dag,“ sagði Guðni að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Beit andstæðing á HM Sport Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Sjá meira
„Frammistaðan á löngum köflum bara flott hjá FH-liðinu og við pressuðum þær á réttu stöðunum og gáfum þeim hörku leik, en mörk breyta leikjum og allt það. Þær eru með einstaklingsgæði og nýttu sér klaufagang hjá okkur þegar við vorum ekki vel vakandi á ákveðnum augnablikum þegar við fengum á okkur þessi mörk. Það er eins og það er,“ sagði Guðni. FH hóf leikinn illa og fékk dauðafæri á sig eftir um tvær mínútur og var svo lent undir eftir aðeins rúmlega fjórar mínútur. „Við fáum mark á okkur eftir fjórar mínútur. Það er aldrei gott að leikurinn sé varla hafinn og þú ert strax byrjaður að elta andstæðinginn í markasöfnun. Það má vel vera að spennustigið hafi verið hátt eða eitthvað slíkt en þá fannst mér við bara vinna okkur vel inn í þennan leik og síst slakari aðilinn í þessum fyrri hálfleik, það er mitt mat.“ FH-konur hófu síðari hálfleikinn vel og voru ógnandi. En hvað sagði Guðni við sína leikmenn í hálfleik? „Við fórum bara yfir hlutina og héldum áfram að berja vonarneista í þær. Þær komu að krafti inn í seinni hálfleikinn, fáum þetta annað mark sem var mikið högg, þetta víti. En mistökin í tengslum við það atriði er strax í byrjun þegar að við fáum á okkur aukaspyrnu hér á miðjulínu sirka, þar gleyma leikmenn sér og dekka vitlaust og þær komast auðveldlega í gegnum okkur. Þar byrjaði þetta. Það er svona það sem ég á við um einstaklingsmistök sem gera það að verkum að við lendum í þessari stöðu, fáum á okkur víti.“ FH skoraði úr lokasnertingu leiksins þegar Ída María Hermannsdóttir þrumaði boltanum upp í vinkilinn af um 25 metrum. FH hefði þó mögulega getað skorað fyrr ef ekki hefði verið fyrir landsliðsmarkvörðinn Fanneyju Ingu Birkisdóttur. „Fanney varði nokkrum sinnum í seinni hálfleik þegar við komumst í gegnum þær á kantsvæðunum. Þar gerði hún vel og varði og hélt markinu hreinu þar til í lokinn þar sem við skorum virkilega fallegt mark, en að mínu mati áttum við það mark fyllilega skilið miðað við það sem við sýndum í dag,“ sagði Guðni að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Beit andstæðing á HM Sport Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Sjá meira