Ný heitavatnshola gjörbreytir stöðunni á Suðurnesjunum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. júní 2024 15:50 Ný borhola á Miðnesheiði við Rockville kemur í veg fyrir að heitavatnslaust geti orðið á Suðurnesjunum, ef röskun verður á starfsemi Svartsengis. Vísir/Vilhelm Ný tilraunaborhola á Miðnesheiði við Rockville á Suðurnesjunum, sem gefur um 30 sekúndulítra af yfir 70 gráðu heitu vatni, gjörbreytir stöðunni í heitavatnsmálum á Suðurnesjum til betri vegar. Í tilkynningu segir að holan muni nýtast til að halda húsum á Suðurnesjum frostfríum, komið upp svipuð staða og í vetur þegar Njarðvíkuræðin brast undan hraunstraumi. Risastór tíðindi í orkuöryggi á Suðurnesjum Auður Agla Óladóttir hjá Ísor, segir að fyrir það fyrsta sé um að ræða algjöra byltingu í hitaveituöryggi Suðurnesjanna. Tilgangur verkefnisins hafi einmitt verið sá að athuga hvort hægt væri að koma á einhverri neyðarhitaveitu, ef upp kæmi svipuð staða og í vetur. Það gæti gerst ef heitavatnsframleiðsla í Svartsengi legðist niður, eða hraunstreymi færi yfir Njarðvíkuræð eins og í vetur. Agla segir að í framhaldinu verði skoðað hvort möguleikar séu á frekari jarðhitaleit og nýtingu á vatninu, en til að byrja með verði holan nýtt sem varahitaveita. Unnið að viðgerð á vatnslögnum frá Svarstengi í vetur.Ívar Fannar Neyðarverkefni vegna eldsumbrotanna Ráðist var í þetta neyðarverkefni á vegum Umhverfis-orku- og loftslagsráðuneytisins í vetur, þar sem lagt var upp með að bora þrjár djúpar tilraunaholur í leit að lághita og koma upp varahitaveitu ef röskum verður á starfsemi hitaveitunnar í Svartsengi vegna eldsumbrota. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra, segir að skrapað hafi verið út úr öllum hirslum ráðuneytisins, til þess að fjármagna verkefnið. Sem betur fer hafi það gengið upp. Fyrsta holan var tilraunaborhola á Njarðvíkurheiði, nálægt Stapafellsvegi. Hún er að gefa um 30 sekúndulítra af um 40 gráðu heitu vatni. Holan við Rockville er að gefa um 30 sekúndulítra af yfir 70 gráðu heitu vatni. Agla segia að borun sé hafin í þriðju holunni, sem er við Vogshól. Það komi í ljós á næstu vikum hvað komi út úr henni. Að þessu verkefni standa HS Orka, Ísor og Umhverfis-orku og loftslagsráðuneytið. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða sá um að bora eftir vatninu. Jarðhiti Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Tengdar fréttir Hjáveitulögn í sundur og ekkert heitt vatn næstu daga Hjáveitulögn meðfram Njarðvíkuræðinni fór í sundur undir miðju hrauni um klukkan 22:30 í kvöld. Vegna þessa berst ekki lengur heitt vatn til Reykjanesbæjar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. 10. febrúar 2024 00:48 Hafi unnið þrekvirki í nótt Starfsmenn HS Orku auk verktaka eru komnir langleiðina með að tengja nýju hjáveitulögnina við Njarðvíkurlögnina sunnanmegin við varnargarðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. 9. febrúar 2024 09:08 Heitt vatn komið í öll hús fyrir lok dags Heitavatnslögnin frá Svartsengi til Fitja er komin í lag og streymir heitt vatn nú inn í hús. Vonast er til að heitt vatn verði komið í öll hús fyrir lok dags og er fólki bent á að vera vakandi fyrir því hvort vatn flæði eðlilega inn í húsin. 12. febrúar 2024 12:14 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Sjá meira
Í tilkynningu segir að holan muni nýtast til að halda húsum á Suðurnesjum frostfríum, komið upp svipuð staða og í vetur þegar Njarðvíkuræðin brast undan hraunstraumi. Risastór tíðindi í orkuöryggi á Suðurnesjum Auður Agla Óladóttir hjá Ísor, segir að fyrir það fyrsta sé um að ræða algjöra byltingu í hitaveituöryggi Suðurnesjanna. Tilgangur verkefnisins hafi einmitt verið sá að athuga hvort hægt væri að koma á einhverri neyðarhitaveitu, ef upp kæmi svipuð staða og í vetur. Það gæti gerst ef heitavatnsframleiðsla í Svartsengi legðist niður, eða hraunstreymi færi yfir Njarðvíkuræð eins og í vetur. Agla segir að í framhaldinu verði skoðað hvort möguleikar séu á frekari jarðhitaleit og nýtingu á vatninu, en til að byrja með verði holan nýtt sem varahitaveita. Unnið að viðgerð á vatnslögnum frá Svarstengi í vetur.Ívar Fannar Neyðarverkefni vegna eldsumbrotanna Ráðist var í þetta neyðarverkefni á vegum Umhverfis-orku- og loftslagsráðuneytisins í vetur, þar sem lagt var upp með að bora þrjár djúpar tilraunaholur í leit að lághita og koma upp varahitaveitu ef röskum verður á starfsemi hitaveitunnar í Svartsengi vegna eldsumbrota. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra, segir að skrapað hafi verið út úr öllum hirslum ráðuneytisins, til þess að fjármagna verkefnið. Sem betur fer hafi það gengið upp. Fyrsta holan var tilraunaborhola á Njarðvíkurheiði, nálægt Stapafellsvegi. Hún er að gefa um 30 sekúndulítra af um 40 gráðu heitu vatni. Holan við Rockville er að gefa um 30 sekúndulítra af yfir 70 gráðu heitu vatni. Agla segia að borun sé hafin í þriðju holunni, sem er við Vogshól. Það komi í ljós á næstu vikum hvað komi út úr henni. Að þessu verkefni standa HS Orka, Ísor og Umhverfis-orku og loftslagsráðuneytið. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða sá um að bora eftir vatninu.
Jarðhiti Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Tengdar fréttir Hjáveitulögn í sundur og ekkert heitt vatn næstu daga Hjáveitulögn meðfram Njarðvíkuræðinni fór í sundur undir miðju hrauni um klukkan 22:30 í kvöld. Vegna þessa berst ekki lengur heitt vatn til Reykjanesbæjar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. 10. febrúar 2024 00:48 Hafi unnið þrekvirki í nótt Starfsmenn HS Orku auk verktaka eru komnir langleiðina með að tengja nýju hjáveitulögnina við Njarðvíkurlögnina sunnanmegin við varnargarðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. 9. febrúar 2024 09:08 Heitt vatn komið í öll hús fyrir lok dags Heitavatnslögnin frá Svartsengi til Fitja er komin í lag og streymir heitt vatn nú inn í hús. Vonast er til að heitt vatn verði komið í öll hús fyrir lok dags og er fólki bent á að vera vakandi fyrir því hvort vatn flæði eðlilega inn í húsin. 12. febrúar 2024 12:14 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Sjá meira
Hjáveitulögn í sundur og ekkert heitt vatn næstu daga Hjáveitulögn meðfram Njarðvíkuræðinni fór í sundur undir miðju hrauni um klukkan 22:30 í kvöld. Vegna þessa berst ekki lengur heitt vatn til Reykjanesbæjar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. 10. febrúar 2024 00:48
Hafi unnið þrekvirki í nótt Starfsmenn HS Orku auk verktaka eru komnir langleiðina með að tengja nýju hjáveitulögnina við Njarðvíkurlögnina sunnanmegin við varnargarðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. 9. febrúar 2024 09:08
Heitt vatn komið í öll hús fyrir lok dags Heitavatnslögnin frá Svartsengi til Fitja er komin í lag og streymir heitt vatn nú inn í hús. Vonast er til að heitt vatn verði komið í öll hús fyrir lok dags og er fólki bent á að vera vakandi fyrir því hvort vatn flæði eðlilega inn í húsin. 12. febrúar 2024 12:14