Vonsvikin vegna 25 milljóna kostnaðar við borgarstjóraskiptin Árni Sæberg skrifar 21. júní 2024 11:20 Hildur er ekki ánægð með kostnaðinn við það þegar Einar tók við af Degi. Vísir/Vilhelm Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur lýst yfir vonbrigðum vegna frétta af 25 milljóna króna kostnaði við starfslok Dags B Eggertssonar, fyrrverandi borgarstjóra. Á borgarstjórnarfundi þriðjudaginn, 18. júní sl., samþykkti meirihluti Samfylkingarinnar, Framsóknarflokks, Píratar og Viðreisnar viðauka við fjárhagsáætlun sem nam 25 milljóna króna hækkun á fjárheimildum skrifstofu borgarstjóra og borgarritara til að mæta breytingum á launa- og starfsmannakostnaði innan skrifstofunnar. Í Morgunblaðinu er haft eftir Þorsteini Gunnarssyni borgarritara að kostnaðurinn sé tilkominn vegna uppgjörs í samræmi við ráðningarbréf fyrrverandi borgarstjóra og ráðningarsamning fyrrverandi aðstoðarmanns borgarstjóra. „Tillögunni fylgdu engar frekari skýringar og hún var ekki sérstaklega til kynningar. Við sjálfstæðismenn greiddum vissulega atkvæði gegn tillögunni enda erum við á móti hvers kyns fjáraustri í yfirbyggingunni,“ er haft eftir Hildi Björnsdóttur, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í fréttatilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Fráleitar upphæðir Þá er haft eftir Hildi að um sé að ræða fráleitar upphæðir sem standist enga skoðun. Fulltrúar meirihlutans hefðu áður fullyrt að við starfslokin fengi Dagur einungis biðlaun sem nema myndu mismuni launa hans sem borgarstjóra annars vegar, og formanns borgarráðs hins vegar. „Hér birtist okkur hins vegar önnur mynd, og ef í ljós kemur að Dagur þiggur nú frá borgarbúum, einhverjar greiðslur umfram það sem áður var upplýst, þá lít ég það mjög alvarlegum augum.“ Kostar álíka mikið og stytting opnunartíma sparar Þegar hafi verið kallað eftir sundurliðuðum upplýsingum sem varpað geti frekara ljósi á málið. Greiðslan sé sérstaklega ámælisverða þegar víða hafi verið skorið niður í grunnþjónustu við íbúana. Megi nefna skertan opnunartíma sundlauganna sem spara muni borginni 26 milljónir í ár og niðurskurð í bókakaupum á skólabókasöfnum sem spara hafi átt borginni níu milljónir. Einnig megi benda á skertan opnunartíma félagsmiðstöðva fyrir unglinga sem spari borginni tíu milljónir eða niðurskurð til tónlistarnáms í Reykjavík sem spara hafi átt þrjátíu milljónir. „Þegar greiðslur vegna starfsloka Dags eru skoðaðar í samhengi við þá þjónustuskerðingu sem borgarbúar hafa orðið fyrir í nafni niðurskurðar, þá verður manni orða vant,“ er haft eftir Hildi. 25 milljóna króna fjárauki vegna starfslokanna sé óboðlegur fjáraustur og sýni skilningsleysi meirihlutans á alvarlegri stöðu í rekstri borgarinnar. „Að undanförnu hefur málast upp mynstur gjafagjörninga við lóðaúthlutanir í borgarstjóratíð Dags. Rekstur borgarsjóðs er í rjúkandi rúst, grunnþjónusta víða í molum og í kveðjugjöf fáum við borgarbúar að greiða 25 milljónir króna vegna starfsloka Dags. Þetta þarfnast ítarlegra skýringa.“ Borgarstjórn Reykjavík Kjaramál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Á borgarstjórnarfundi þriðjudaginn, 18. júní sl., samþykkti meirihluti Samfylkingarinnar, Framsóknarflokks, Píratar og Viðreisnar viðauka við fjárhagsáætlun sem nam 25 milljóna króna hækkun á fjárheimildum skrifstofu borgarstjóra og borgarritara til að mæta breytingum á launa- og starfsmannakostnaði innan skrifstofunnar. Í Morgunblaðinu er haft eftir Þorsteini Gunnarssyni borgarritara að kostnaðurinn sé tilkominn vegna uppgjörs í samræmi við ráðningarbréf fyrrverandi borgarstjóra og ráðningarsamning fyrrverandi aðstoðarmanns borgarstjóra. „Tillögunni fylgdu engar frekari skýringar og hún var ekki sérstaklega til kynningar. Við sjálfstæðismenn greiddum vissulega atkvæði gegn tillögunni enda erum við á móti hvers kyns fjáraustri í yfirbyggingunni,“ er haft eftir Hildi Björnsdóttur, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í fréttatilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Fráleitar upphæðir Þá er haft eftir Hildi að um sé að ræða fráleitar upphæðir sem standist enga skoðun. Fulltrúar meirihlutans hefðu áður fullyrt að við starfslokin fengi Dagur einungis biðlaun sem nema myndu mismuni launa hans sem borgarstjóra annars vegar, og formanns borgarráðs hins vegar. „Hér birtist okkur hins vegar önnur mynd, og ef í ljós kemur að Dagur þiggur nú frá borgarbúum, einhverjar greiðslur umfram það sem áður var upplýst, þá lít ég það mjög alvarlegum augum.“ Kostar álíka mikið og stytting opnunartíma sparar Þegar hafi verið kallað eftir sundurliðuðum upplýsingum sem varpað geti frekara ljósi á málið. Greiðslan sé sérstaklega ámælisverða þegar víða hafi verið skorið niður í grunnþjónustu við íbúana. Megi nefna skertan opnunartíma sundlauganna sem spara muni borginni 26 milljónir í ár og niðurskurð í bókakaupum á skólabókasöfnum sem spara hafi átt borginni níu milljónir. Einnig megi benda á skertan opnunartíma félagsmiðstöðva fyrir unglinga sem spari borginni tíu milljónir eða niðurskurð til tónlistarnáms í Reykjavík sem spara hafi átt þrjátíu milljónir. „Þegar greiðslur vegna starfsloka Dags eru skoðaðar í samhengi við þá þjónustuskerðingu sem borgarbúar hafa orðið fyrir í nafni niðurskurðar, þá verður manni orða vant,“ er haft eftir Hildi. 25 milljóna króna fjárauki vegna starfslokanna sé óboðlegur fjáraustur og sýni skilningsleysi meirihlutans á alvarlegri stöðu í rekstri borgarinnar. „Að undanförnu hefur málast upp mynstur gjafagjörninga við lóðaúthlutanir í borgarstjóratíð Dags. Rekstur borgarsjóðs er í rjúkandi rúst, grunnþjónusta víða í molum og í kveðjugjöf fáum við borgarbúar að greiða 25 milljónir króna vegna starfsloka Dags. Þetta þarfnast ítarlegra skýringa.“
Borgarstjórn Reykjavík Kjaramál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira