Vonsvikin vegna 25 milljóna kostnaðar við borgarstjóraskiptin Árni Sæberg skrifar 21. júní 2024 11:20 Hildur er ekki ánægð með kostnaðinn við það þegar Einar tók við af Degi. Vísir/Vilhelm Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur lýst yfir vonbrigðum vegna frétta af 25 milljóna króna kostnaði við starfslok Dags B Eggertssonar, fyrrverandi borgarstjóra. Á borgarstjórnarfundi þriðjudaginn, 18. júní sl., samþykkti meirihluti Samfylkingarinnar, Framsóknarflokks, Píratar og Viðreisnar viðauka við fjárhagsáætlun sem nam 25 milljóna króna hækkun á fjárheimildum skrifstofu borgarstjóra og borgarritara til að mæta breytingum á launa- og starfsmannakostnaði innan skrifstofunnar. Í Morgunblaðinu er haft eftir Þorsteini Gunnarssyni borgarritara að kostnaðurinn sé tilkominn vegna uppgjörs í samræmi við ráðningarbréf fyrrverandi borgarstjóra og ráðningarsamning fyrrverandi aðstoðarmanns borgarstjóra. „Tillögunni fylgdu engar frekari skýringar og hún var ekki sérstaklega til kynningar. Við sjálfstæðismenn greiddum vissulega atkvæði gegn tillögunni enda erum við á móti hvers kyns fjáraustri í yfirbyggingunni,“ er haft eftir Hildi Björnsdóttur, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í fréttatilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Fráleitar upphæðir Þá er haft eftir Hildi að um sé að ræða fráleitar upphæðir sem standist enga skoðun. Fulltrúar meirihlutans hefðu áður fullyrt að við starfslokin fengi Dagur einungis biðlaun sem nema myndu mismuni launa hans sem borgarstjóra annars vegar, og formanns borgarráðs hins vegar. „Hér birtist okkur hins vegar önnur mynd, og ef í ljós kemur að Dagur þiggur nú frá borgarbúum, einhverjar greiðslur umfram það sem áður var upplýst, þá lít ég það mjög alvarlegum augum.“ Kostar álíka mikið og stytting opnunartíma sparar Þegar hafi verið kallað eftir sundurliðuðum upplýsingum sem varpað geti frekara ljósi á málið. Greiðslan sé sérstaklega ámælisverða þegar víða hafi verið skorið niður í grunnþjónustu við íbúana. Megi nefna skertan opnunartíma sundlauganna sem spara muni borginni 26 milljónir í ár og niðurskurð í bókakaupum á skólabókasöfnum sem spara hafi átt borginni níu milljónir. Einnig megi benda á skertan opnunartíma félagsmiðstöðva fyrir unglinga sem spari borginni tíu milljónir eða niðurskurð til tónlistarnáms í Reykjavík sem spara hafi átt þrjátíu milljónir. „Þegar greiðslur vegna starfsloka Dags eru skoðaðar í samhengi við þá þjónustuskerðingu sem borgarbúar hafa orðið fyrir í nafni niðurskurðar, þá verður manni orða vant,“ er haft eftir Hildi. 25 milljóna króna fjárauki vegna starfslokanna sé óboðlegur fjáraustur og sýni skilningsleysi meirihlutans á alvarlegri stöðu í rekstri borgarinnar. „Að undanförnu hefur málast upp mynstur gjafagjörninga við lóðaúthlutanir í borgarstjóratíð Dags. Rekstur borgarsjóðs er í rjúkandi rúst, grunnþjónusta víða í molum og í kveðjugjöf fáum við borgarbúar að greiða 25 milljónir króna vegna starfsloka Dags. Þetta þarfnast ítarlegra skýringa.“ Borgarstjórn Reykjavík Kjaramál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Fleiri fréttir Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Sjá meira
Á borgarstjórnarfundi þriðjudaginn, 18. júní sl., samþykkti meirihluti Samfylkingarinnar, Framsóknarflokks, Píratar og Viðreisnar viðauka við fjárhagsáætlun sem nam 25 milljóna króna hækkun á fjárheimildum skrifstofu borgarstjóra og borgarritara til að mæta breytingum á launa- og starfsmannakostnaði innan skrifstofunnar. Í Morgunblaðinu er haft eftir Þorsteini Gunnarssyni borgarritara að kostnaðurinn sé tilkominn vegna uppgjörs í samræmi við ráðningarbréf fyrrverandi borgarstjóra og ráðningarsamning fyrrverandi aðstoðarmanns borgarstjóra. „Tillögunni fylgdu engar frekari skýringar og hún var ekki sérstaklega til kynningar. Við sjálfstæðismenn greiddum vissulega atkvæði gegn tillögunni enda erum við á móti hvers kyns fjáraustri í yfirbyggingunni,“ er haft eftir Hildi Björnsdóttur, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í fréttatilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Fráleitar upphæðir Þá er haft eftir Hildi að um sé að ræða fráleitar upphæðir sem standist enga skoðun. Fulltrúar meirihlutans hefðu áður fullyrt að við starfslokin fengi Dagur einungis biðlaun sem nema myndu mismuni launa hans sem borgarstjóra annars vegar, og formanns borgarráðs hins vegar. „Hér birtist okkur hins vegar önnur mynd, og ef í ljós kemur að Dagur þiggur nú frá borgarbúum, einhverjar greiðslur umfram það sem áður var upplýst, þá lít ég það mjög alvarlegum augum.“ Kostar álíka mikið og stytting opnunartíma sparar Þegar hafi verið kallað eftir sundurliðuðum upplýsingum sem varpað geti frekara ljósi á málið. Greiðslan sé sérstaklega ámælisverða þegar víða hafi verið skorið niður í grunnþjónustu við íbúana. Megi nefna skertan opnunartíma sundlauganna sem spara muni borginni 26 milljónir í ár og niðurskurð í bókakaupum á skólabókasöfnum sem spara hafi átt borginni níu milljónir. Einnig megi benda á skertan opnunartíma félagsmiðstöðva fyrir unglinga sem spari borginni tíu milljónir eða niðurskurð til tónlistarnáms í Reykjavík sem spara hafi átt þrjátíu milljónir. „Þegar greiðslur vegna starfsloka Dags eru skoðaðar í samhengi við þá þjónustuskerðingu sem borgarbúar hafa orðið fyrir í nafni niðurskurðar, þá verður manni orða vant,“ er haft eftir Hildi. 25 milljóna króna fjárauki vegna starfslokanna sé óboðlegur fjáraustur og sýni skilningsleysi meirihlutans á alvarlegri stöðu í rekstri borgarinnar. „Að undanförnu hefur málast upp mynstur gjafagjörninga við lóðaúthlutanir í borgarstjóratíð Dags. Rekstur borgarsjóðs er í rjúkandi rúst, grunnþjónusta víða í molum og í kveðjugjöf fáum við borgarbúar að greiða 25 milljónir króna vegna starfsloka Dags. Þetta þarfnast ítarlegra skýringa.“
Borgarstjórn Reykjavík Kjaramál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Fleiri fréttir Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Sjá meira