Eldur kom upp í hreinsitæki innan verksmiðjunnar og var einn fluttur þungt haldinn á Landspítala vegna reykeitrunar og annar fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands til aðhlynningar. Báðir eru starfsmenn Pure North.
Slökkvilið mætti á vettvang til að ráða að niðurlögum eldsins og reykræsta og þá var vakt á svæðinu í nótt til að tryggja rannsóknarhagsmuni.
Engar frekari upplýsingar liggja fyrir að svo stöddu samkvæmt lögreglunni á Suðurlandi en verið að rannsaka vettvang og freista þess að komast að því hvað gerðist.