Yazan endanlega vísað úr landi og boðað hefur verið til mótmæla Árni Sæberg skrifar 21. júní 2024 08:40 Yazan er með hrörnunarsjúkdóminn Duchenne. Hann hætti að geta gengið stuttu fyrir komuna til Íslands og er nú í hjólastól. Vísir/Arnar Ellefu ára palestínskum dreng með hrörnunarsjúkdóm verður vísað úr landi eftir að Kærunefnd útlendinga vísaði máli hans frá og neitaði honum endanlega um vernd hér á landi. Boðað hefur verið til mótmæla á sunnudag vegna þessa. Ítarlega hefur verið fjallað um mál hins ellefu ára Yazans, sem glímir við vöðvarýrnunarsjúkdóminninn Duchenne. Mohsen og Feryal Aburajab Tamimi komu hingað til lands með Yazan fyrir tæpu ári síðan. Fjölskyldan er frá Hebron á Vesturbakkanum í Palestínu og flúði vegna versnandi ástands í landinu og aðkasts yfirvalda og vegna skorts á þjónustu fyrir Yazan. Fjölskyldan kom til Íslands í gegnum Spán, þar sem þau dvöldu í þrjá daga og fengu vegabréfsáritun. Það á því að senda þau aftur til Spánar á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. Albert Lúðvígsson, lögmaður fjölskyldunnar, óskaði eftir því að Kærunefnd útlendingamála tæki mál hans aftur upp. Í samtali við fréttastofu í maí sagði hann að nauðsynleg gögn um áhrif brottflutnings á heilsu Yazans hafi ekki verið lögð fyrir í málinu þegar það var fyrst tekið fyrir. Nú hefur kærunefndin tekið ákvörðun í málinu og vísað því frá, að því er segir í boðun Samtakanna No borders til mótmæla á Austurvelli á sunnudag. „Viljum við í alvöru vera ábyrg fyrir því að stytta líf 11 ára drengs, sem er nú þegar verulega stytt?“ segir í tilkynningu No borders. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mál Yazans Tengdar fréttir Senda á tólf ára palestínskan dreng með hrörnunarsjúkdóm úr landi Vísa á ellefu ára gömlum palestínskum dreng, sem er með ágengan hrörnunarsjúkdóm, og foreldrum hans úr landi. Búið er að synja umsókn fjölskyldunnar um dvalarleyfi en nauðsynlegum gögn um heilsu drengsins var ekki framvísað við málsmeðferðina. Drengurinn segist hræðast mjög að vera sendur úr landi. 10. maí 2024 18:31 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira
Ítarlega hefur verið fjallað um mál hins ellefu ára Yazans, sem glímir við vöðvarýrnunarsjúkdóminninn Duchenne. Mohsen og Feryal Aburajab Tamimi komu hingað til lands með Yazan fyrir tæpu ári síðan. Fjölskyldan er frá Hebron á Vesturbakkanum í Palestínu og flúði vegna versnandi ástands í landinu og aðkasts yfirvalda og vegna skorts á þjónustu fyrir Yazan. Fjölskyldan kom til Íslands í gegnum Spán, þar sem þau dvöldu í þrjá daga og fengu vegabréfsáritun. Það á því að senda þau aftur til Spánar á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. Albert Lúðvígsson, lögmaður fjölskyldunnar, óskaði eftir því að Kærunefnd útlendingamála tæki mál hans aftur upp. Í samtali við fréttastofu í maí sagði hann að nauðsynleg gögn um áhrif brottflutnings á heilsu Yazans hafi ekki verið lögð fyrir í málinu þegar það var fyrst tekið fyrir. Nú hefur kærunefndin tekið ákvörðun í málinu og vísað því frá, að því er segir í boðun Samtakanna No borders til mótmæla á Austurvelli á sunnudag. „Viljum við í alvöru vera ábyrg fyrir því að stytta líf 11 ára drengs, sem er nú þegar verulega stytt?“ segir í tilkynningu No borders.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mál Yazans Tengdar fréttir Senda á tólf ára palestínskan dreng með hrörnunarsjúkdóm úr landi Vísa á ellefu ára gömlum palestínskum dreng, sem er með ágengan hrörnunarsjúkdóm, og foreldrum hans úr landi. Búið er að synja umsókn fjölskyldunnar um dvalarleyfi en nauðsynlegum gögn um heilsu drengsins var ekki framvísað við málsmeðferðina. Drengurinn segist hræðast mjög að vera sendur úr landi. 10. maí 2024 18:31 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira
Senda á tólf ára palestínskan dreng með hrörnunarsjúkdóm úr landi Vísa á ellefu ára gömlum palestínskum dreng, sem er með ágengan hrörnunarsjúkdóm, og foreldrum hans úr landi. Búið er að synja umsókn fjölskyldunnar um dvalarleyfi en nauðsynlegum gögn um heilsu drengsins var ekki framvísað við málsmeðferðina. Drengurinn segist hræðast mjög að vera sendur úr landi. 10. maí 2024 18:31