Framtíðin í forgang! Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 21. júní 2024 07:01 Háværar raddir berast okkur núna um að umgjörð utan um barnafólk sé risastórt vandamál í okkar samfélagi. Umræðan er þakkarverð og eiga þær sterku konur sem ljá baráttunni rödd sína mikið lof skilið. Stjórnvöld verða að staldra við, hlusta á þessar sterku raddir og bregðast við ákallinu. Sögurnar og lýsingar á aðstæðum og upplifun ungra mæðra eru margar hverjar átakanlegar. Sumar eru á barmi andlegs gjaldþrots, aðrar nær hinu fjárhagslega gjaldþroti, allt á þeim tíma sem á að vera hvað hamingjusamastur í lífi ungra foreldra. Nýtt líf er komið í heiminn en efst í huganum er tekjuskerðingin og biðlistinn á leikskólanum þegar fæðingarorlofi sleppir. Hvað hefur Alþingi gert? Með nýjum heildarlögum um fæðingar- og foreldraorlof sem sett voru árið 2020 var fæðingarorlofið lengt úr 9 mánuðum í 12. Það var gríðarlega stórt skref í átt að betra kerfi. Miklar breytingar voru gerðar á barnabótakerfinu við lok árs 2022 og fjölgaði þeim fjölskyldum sem þiggja barnabætur um tæplega 3.000 við þá breytingu. Markmiðið var að einfalda og stórefla barnabótakerfið með því að draga úr skerðingum og hækka grunnfjárhæðir barnabóta. Við gerð langtímakjarasamninga fyrr í ár kynnti ríkisstjórnin aðgerðir þeim til stuðnings. Ein aðgerðanna var hækkun á hámarksgreiðslum í fæðingarorlofi sem staðið hafa í stað frá árinu 2019 þrátt fyrir miklar launa- og verðlagshækkanir. Við í Sjálfstæðisflokknum höfum haft það stefnumál lengi að þakið yrði hækkað og nú liggur fyrir að greiðslurnar muni hækka í nokkrum þrepum frá 600 í 900 þúsund. Við afgreiðslu málsins út úr velferðarnefnd Alþingis var að endingu ákveðið að taka tillit til fyrirvara Sjálfstæðisflokksins og gerð breytingatillaga við málið þess efnis að hækkunin næði til allra foreldra sem eiga rétt til töku fæðingarorlofs eftir 1. apríl 2024! En betur má ef duga skal Það kemur í hlut stjórnvalda að tryggja jöfn tækifæri foreldra bæði í leik og starfi. Það gera stjórnvöld best með góðri umgjörð um skóla- og frístundastarf sem og bættri umgjörð um fæðingarorlof. Sá árangur sem náðst hefur í stuðningi við ungar barnafjölskyldur skiptir máli en augljós þörf er á að gera enn betur. Sérstaklega er viðkemur dagvistun þegar fæðingarorlofi lýkur. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, benti á það í grein sinni hér á vísi að allt liti út fyrir að um 800 börn 12 mánaða og eldri bíði eftir leikskólaplássi hjá Reykjavíkurborg í haust. Ástandið er óásættanlegt. Ég mun beita því fyrir mér að stjórnvöld taki málaflokkinn föstum tökum. Tími er til kominn að setja á fót aðgerðarhóp um stuðning stjórnvalda við ungar barnafjölskyldur, tryggja þarf aðkomu sveitarfélaganna sem fara með stóran hluta þessa málaflokks og bera alla ábyrgðina á dagforeldra- og leikskólastarfi hvert í sínu sveitarfélagi. Við þurfum alvöru aðgerðir og við þurfum þær núna. Við getum ekki haldið áfram uppteknum hætti og látið eins og fæðingartíðni, andlegt álag á foreldra, skert tengslamyndun, fjárhagsáhyggjur, vinnutap, tekjutap, neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna hafi ekki áhrif á framtíðarkynslóðir. Framtíð Íslands er í höndum barnanna okkar, þeim skuldum við að rísa upp og breyta til hins betra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og tveggja barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Háværar raddir berast okkur núna um að umgjörð utan um barnafólk sé risastórt vandamál í okkar samfélagi. Umræðan er þakkarverð og eiga þær sterku konur sem ljá baráttunni rödd sína mikið lof skilið. Stjórnvöld verða að staldra við, hlusta á þessar sterku raddir og bregðast við ákallinu. Sögurnar og lýsingar á aðstæðum og upplifun ungra mæðra eru margar hverjar átakanlegar. Sumar eru á barmi andlegs gjaldþrots, aðrar nær hinu fjárhagslega gjaldþroti, allt á þeim tíma sem á að vera hvað hamingjusamastur í lífi ungra foreldra. Nýtt líf er komið í heiminn en efst í huganum er tekjuskerðingin og biðlistinn á leikskólanum þegar fæðingarorlofi sleppir. Hvað hefur Alþingi gert? Með nýjum heildarlögum um fæðingar- og foreldraorlof sem sett voru árið 2020 var fæðingarorlofið lengt úr 9 mánuðum í 12. Það var gríðarlega stórt skref í átt að betra kerfi. Miklar breytingar voru gerðar á barnabótakerfinu við lok árs 2022 og fjölgaði þeim fjölskyldum sem þiggja barnabætur um tæplega 3.000 við þá breytingu. Markmiðið var að einfalda og stórefla barnabótakerfið með því að draga úr skerðingum og hækka grunnfjárhæðir barnabóta. Við gerð langtímakjarasamninga fyrr í ár kynnti ríkisstjórnin aðgerðir þeim til stuðnings. Ein aðgerðanna var hækkun á hámarksgreiðslum í fæðingarorlofi sem staðið hafa í stað frá árinu 2019 þrátt fyrir miklar launa- og verðlagshækkanir. Við í Sjálfstæðisflokknum höfum haft það stefnumál lengi að þakið yrði hækkað og nú liggur fyrir að greiðslurnar muni hækka í nokkrum þrepum frá 600 í 900 þúsund. Við afgreiðslu málsins út úr velferðarnefnd Alþingis var að endingu ákveðið að taka tillit til fyrirvara Sjálfstæðisflokksins og gerð breytingatillaga við málið þess efnis að hækkunin næði til allra foreldra sem eiga rétt til töku fæðingarorlofs eftir 1. apríl 2024! En betur má ef duga skal Það kemur í hlut stjórnvalda að tryggja jöfn tækifæri foreldra bæði í leik og starfi. Það gera stjórnvöld best með góðri umgjörð um skóla- og frístundastarf sem og bættri umgjörð um fæðingarorlof. Sá árangur sem náðst hefur í stuðningi við ungar barnafjölskyldur skiptir máli en augljós þörf er á að gera enn betur. Sérstaklega er viðkemur dagvistun þegar fæðingarorlofi lýkur. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, benti á það í grein sinni hér á vísi að allt liti út fyrir að um 800 börn 12 mánaða og eldri bíði eftir leikskólaplássi hjá Reykjavíkurborg í haust. Ástandið er óásættanlegt. Ég mun beita því fyrir mér að stjórnvöld taki málaflokkinn föstum tökum. Tími er til kominn að setja á fót aðgerðarhóp um stuðning stjórnvalda við ungar barnafjölskyldur, tryggja þarf aðkomu sveitarfélaganna sem fara með stóran hluta þessa málaflokks og bera alla ábyrgðina á dagforeldra- og leikskólastarfi hvert í sínu sveitarfélagi. Við þurfum alvöru aðgerðir og við þurfum þær núna. Við getum ekki haldið áfram uppteknum hætti og látið eins og fæðingartíðni, andlegt álag á foreldra, skert tengslamyndun, fjárhagsáhyggjur, vinnutap, tekjutap, neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna hafi ekki áhrif á framtíðarkynslóðir. Framtíð Íslands er í höndum barnanna okkar, þeim skuldum við að rísa upp og breyta til hins betra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og tveggja barna móðir.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun