Framtíðin í forgang! Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 21. júní 2024 07:01 Háværar raddir berast okkur núna um að umgjörð utan um barnafólk sé risastórt vandamál í okkar samfélagi. Umræðan er þakkarverð og eiga þær sterku konur sem ljá baráttunni rödd sína mikið lof skilið. Stjórnvöld verða að staldra við, hlusta á þessar sterku raddir og bregðast við ákallinu. Sögurnar og lýsingar á aðstæðum og upplifun ungra mæðra eru margar hverjar átakanlegar. Sumar eru á barmi andlegs gjaldþrots, aðrar nær hinu fjárhagslega gjaldþroti, allt á þeim tíma sem á að vera hvað hamingjusamastur í lífi ungra foreldra. Nýtt líf er komið í heiminn en efst í huganum er tekjuskerðingin og biðlistinn á leikskólanum þegar fæðingarorlofi sleppir. Hvað hefur Alþingi gert? Með nýjum heildarlögum um fæðingar- og foreldraorlof sem sett voru árið 2020 var fæðingarorlofið lengt úr 9 mánuðum í 12. Það var gríðarlega stórt skref í átt að betra kerfi. Miklar breytingar voru gerðar á barnabótakerfinu við lok árs 2022 og fjölgaði þeim fjölskyldum sem þiggja barnabætur um tæplega 3.000 við þá breytingu. Markmiðið var að einfalda og stórefla barnabótakerfið með því að draga úr skerðingum og hækka grunnfjárhæðir barnabóta. Við gerð langtímakjarasamninga fyrr í ár kynnti ríkisstjórnin aðgerðir þeim til stuðnings. Ein aðgerðanna var hækkun á hámarksgreiðslum í fæðingarorlofi sem staðið hafa í stað frá árinu 2019 þrátt fyrir miklar launa- og verðlagshækkanir. Við í Sjálfstæðisflokknum höfum haft það stefnumál lengi að þakið yrði hækkað og nú liggur fyrir að greiðslurnar muni hækka í nokkrum þrepum frá 600 í 900 þúsund. Við afgreiðslu málsins út úr velferðarnefnd Alþingis var að endingu ákveðið að taka tillit til fyrirvara Sjálfstæðisflokksins og gerð breytingatillaga við málið þess efnis að hækkunin næði til allra foreldra sem eiga rétt til töku fæðingarorlofs eftir 1. apríl 2024! En betur má ef duga skal Það kemur í hlut stjórnvalda að tryggja jöfn tækifæri foreldra bæði í leik og starfi. Það gera stjórnvöld best með góðri umgjörð um skóla- og frístundastarf sem og bættri umgjörð um fæðingarorlof. Sá árangur sem náðst hefur í stuðningi við ungar barnafjölskyldur skiptir máli en augljós þörf er á að gera enn betur. Sérstaklega er viðkemur dagvistun þegar fæðingarorlofi lýkur. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, benti á það í grein sinni hér á vísi að allt liti út fyrir að um 800 börn 12 mánaða og eldri bíði eftir leikskólaplássi hjá Reykjavíkurborg í haust. Ástandið er óásættanlegt. Ég mun beita því fyrir mér að stjórnvöld taki málaflokkinn föstum tökum. Tími er til kominn að setja á fót aðgerðarhóp um stuðning stjórnvalda við ungar barnafjölskyldur, tryggja þarf aðkomu sveitarfélaganna sem fara með stóran hluta þessa málaflokks og bera alla ábyrgðina á dagforeldra- og leikskólastarfi hvert í sínu sveitarfélagi. Við þurfum alvöru aðgerðir og við þurfum þær núna. Við getum ekki haldið áfram uppteknum hætti og látið eins og fæðingartíðni, andlegt álag á foreldra, skert tengslamyndun, fjárhagsáhyggjur, vinnutap, tekjutap, neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna hafi ekki áhrif á framtíðarkynslóðir. Framtíð Íslands er í höndum barnanna okkar, þeim skuldum við að rísa upp og breyta til hins betra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og tveggja barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Háværar raddir berast okkur núna um að umgjörð utan um barnafólk sé risastórt vandamál í okkar samfélagi. Umræðan er þakkarverð og eiga þær sterku konur sem ljá baráttunni rödd sína mikið lof skilið. Stjórnvöld verða að staldra við, hlusta á þessar sterku raddir og bregðast við ákallinu. Sögurnar og lýsingar á aðstæðum og upplifun ungra mæðra eru margar hverjar átakanlegar. Sumar eru á barmi andlegs gjaldþrots, aðrar nær hinu fjárhagslega gjaldþroti, allt á þeim tíma sem á að vera hvað hamingjusamastur í lífi ungra foreldra. Nýtt líf er komið í heiminn en efst í huganum er tekjuskerðingin og biðlistinn á leikskólanum þegar fæðingarorlofi sleppir. Hvað hefur Alþingi gert? Með nýjum heildarlögum um fæðingar- og foreldraorlof sem sett voru árið 2020 var fæðingarorlofið lengt úr 9 mánuðum í 12. Það var gríðarlega stórt skref í átt að betra kerfi. Miklar breytingar voru gerðar á barnabótakerfinu við lok árs 2022 og fjölgaði þeim fjölskyldum sem þiggja barnabætur um tæplega 3.000 við þá breytingu. Markmiðið var að einfalda og stórefla barnabótakerfið með því að draga úr skerðingum og hækka grunnfjárhæðir barnabóta. Við gerð langtímakjarasamninga fyrr í ár kynnti ríkisstjórnin aðgerðir þeim til stuðnings. Ein aðgerðanna var hækkun á hámarksgreiðslum í fæðingarorlofi sem staðið hafa í stað frá árinu 2019 þrátt fyrir miklar launa- og verðlagshækkanir. Við í Sjálfstæðisflokknum höfum haft það stefnumál lengi að þakið yrði hækkað og nú liggur fyrir að greiðslurnar muni hækka í nokkrum þrepum frá 600 í 900 þúsund. Við afgreiðslu málsins út úr velferðarnefnd Alþingis var að endingu ákveðið að taka tillit til fyrirvara Sjálfstæðisflokksins og gerð breytingatillaga við málið þess efnis að hækkunin næði til allra foreldra sem eiga rétt til töku fæðingarorlofs eftir 1. apríl 2024! En betur má ef duga skal Það kemur í hlut stjórnvalda að tryggja jöfn tækifæri foreldra bæði í leik og starfi. Það gera stjórnvöld best með góðri umgjörð um skóla- og frístundastarf sem og bættri umgjörð um fæðingarorlof. Sá árangur sem náðst hefur í stuðningi við ungar barnafjölskyldur skiptir máli en augljós þörf er á að gera enn betur. Sérstaklega er viðkemur dagvistun þegar fæðingarorlofi lýkur. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, benti á það í grein sinni hér á vísi að allt liti út fyrir að um 800 börn 12 mánaða og eldri bíði eftir leikskólaplássi hjá Reykjavíkurborg í haust. Ástandið er óásættanlegt. Ég mun beita því fyrir mér að stjórnvöld taki málaflokkinn föstum tökum. Tími er til kominn að setja á fót aðgerðarhóp um stuðning stjórnvalda við ungar barnafjölskyldur, tryggja þarf aðkomu sveitarfélaganna sem fara með stóran hluta þessa málaflokks og bera alla ábyrgðina á dagforeldra- og leikskólastarfi hvert í sínu sveitarfélagi. Við þurfum alvöru aðgerðir og við þurfum þær núna. Við getum ekki haldið áfram uppteknum hætti og látið eins og fæðingartíðni, andlegt álag á foreldra, skert tengslamyndun, fjárhagsáhyggjur, vinnutap, tekjutap, neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna hafi ekki áhrif á framtíðarkynslóðir. Framtíð Íslands er í höndum barnanna okkar, þeim skuldum við að rísa upp og breyta til hins betra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og tveggja barna móðir.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun