Fyrrverandi starfsmaður Quang Le: „Hann er ekki velkominn hér“ Bjarki Sigurðsson skrifar 20. júní 2024 20:01 Steingrímur Jón Guðjónsson rekur staðinn ásamt eiginkonu sinni, Mingming. Nýr veitingastaður hefur verið opnaður þar sem Pho Vietnam-ese var áður rekinn. Fyrrverandi framkvæmdastjóri eldri staðarins sem rekur einnig þann nýja, segist ekkert tengjast mansalsmáli Quang Le og er með meinta þolendur hans í vinnu. Við Laugaveg 3 var áður veitingastaðurinn Pho Vietnamese, allt þar til Quang Le var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald, meðal annars grunaður um mansal. Nú hefur Steingrímur Jón Guðjónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Pho Vietnamese, opnað þar nýjan veitingastað, Bao Bite. Bao Bite er við Laugaveg 3.Vísir/Sigurjón Steingrímur starfaði fyrir Quang Le í fjögur og hálft ár. Hann sagði upp störfum fyrir tveimur árum síðan. „Ég semsagt vann við það að opna staðina hans, hann var alltaf að opna nýja og nýja staði. Það er ýmislegt sem þarf til að gera það, fá smiði og aðra verkamenn. Það þarf að fá framkvæmdaleyfi og annað slíkt. Það var bróðurparturinn af mínu starfi. Svo var ég að sjá um aðra hluti eins og til dæmis að senda út reikninga og almenn skrifstofu störf,“ segir Steingrímur. Vissir þú hvað var í gangi? Meinta mansalið og allt það? „Mann grunaði að eitthvað væri í gangi þegar maður sá launaseðlana. Þeir voru ekki að stemma við áætlað vinnuframlag,“ segir Steingrímur. Á Laugavegi 3 var áður Pho Vietnamese.Vísir/Sigurjón Á Bao Bite starfa nokkrir af meintum þolendum Quang Le í mansalsmáli hans. „Þeim líður bara mjög vel, þau hafa aldrei verið í betur launuðu starfi. Þau fá sína hvíldartíma sem þau voru ekki að fá hjá Quang Le. Þannig framtíðin er mjög björt fyrir þau,“ segir Steingrímur. Bara svo það sé á hreinu, þú tengdist meintu mansali Quang Le ekki neitt? „Nei, enda fengi ég ekki leyfi til að ráða þetta starfsfólk. Þetta er Vinnumálastofnun, ASÍ og fleiri sem tóku screen á öllum sem vildu ráða starfsfólkið. Þau myndu aldrei leyfa neinum sem hefur tengst þessu að ráða fólkið,“ segir Steingrímur. Á sunnudaginn mætti Quang Le á Bao Bite. Þegar Steingrímur frétti af því hringdi hann á lögregluna og lét vita af heimsókninni. „Það er ekki hægt að túlka þetta sem neitt annað en ógnun gegn starfsfólkinu. Hann er ekki velkominn hér, nokkurn tímann,“ segir Steingrímur. Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Veitingastaðir Reykjavík Víetnam Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Sjá meira
Við Laugaveg 3 var áður veitingastaðurinn Pho Vietnamese, allt þar til Quang Le var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald, meðal annars grunaður um mansal. Nú hefur Steingrímur Jón Guðjónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Pho Vietnamese, opnað þar nýjan veitingastað, Bao Bite. Bao Bite er við Laugaveg 3.Vísir/Sigurjón Steingrímur starfaði fyrir Quang Le í fjögur og hálft ár. Hann sagði upp störfum fyrir tveimur árum síðan. „Ég semsagt vann við það að opna staðina hans, hann var alltaf að opna nýja og nýja staði. Það er ýmislegt sem þarf til að gera það, fá smiði og aðra verkamenn. Það þarf að fá framkvæmdaleyfi og annað slíkt. Það var bróðurparturinn af mínu starfi. Svo var ég að sjá um aðra hluti eins og til dæmis að senda út reikninga og almenn skrifstofu störf,“ segir Steingrímur. Vissir þú hvað var í gangi? Meinta mansalið og allt það? „Mann grunaði að eitthvað væri í gangi þegar maður sá launaseðlana. Þeir voru ekki að stemma við áætlað vinnuframlag,“ segir Steingrímur. Á Laugavegi 3 var áður Pho Vietnamese.Vísir/Sigurjón Á Bao Bite starfa nokkrir af meintum þolendum Quang Le í mansalsmáli hans. „Þeim líður bara mjög vel, þau hafa aldrei verið í betur launuðu starfi. Þau fá sína hvíldartíma sem þau voru ekki að fá hjá Quang Le. Þannig framtíðin er mjög björt fyrir þau,“ segir Steingrímur. Bara svo það sé á hreinu, þú tengdist meintu mansali Quang Le ekki neitt? „Nei, enda fengi ég ekki leyfi til að ráða þetta starfsfólk. Þetta er Vinnumálastofnun, ASÍ og fleiri sem tóku screen á öllum sem vildu ráða starfsfólkið. Þau myndu aldrei leyfa neinum sem hefur tengst þessu að ráða fólkið,“ segir Steingrímur. Á sunnudaginn mætti Quang Le á Bao Bite. Þegar Steingrímur frétti af því hringdi hann á lögregluna og lét vita af heimsókninni. „Það er ekki hægt að túlka þetta sem neitt annað en ógnun gegn starfsfólkinu. Hann er ekki velkominn hér, nokkurn tímann,“ segir Steingrímur.
Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Veitingastaðir Reykjavík Víetnam Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Sjá meira