Deila lykilorðunum í öryggisskyni og til að viðhalda „streaks“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. júní 2024 12:42 Foreldrar virðast fylgjast betur með samfélagsmiðlanotkun dætra sinna en sona. Getty Þriðjungur barna í 4. til 7. bekk segja foreldra sína fylgjast með samfélagsmiðlanotkun þeirra. Foreldrar stúlkna eru duglegri við eftirlitið en foreldrar drengja en með hækkandi aldri dregur úr árvekninni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um öryggi grunn- og framhaldsskólanema á internetinu en um er að ræða þriðja hluta af sex. Skýrslan byggir á niðurstöðum könnunarinnar Börn og netmiðlar sem Menntavísindastofnun gerði fyrir Fjölmiðlanefnd seint á haustmisseri 2023. Nemendur 53 grunnskóla og 25 framhaldsskóla tóku þátt í könnuninni. Samkvæmt fréttatilkynningu eru stúlkur líklegri en drengir til að hafa deilt lykilorði sínu að samfélagsmiðlum með vini. Um fjórðungur framhaldsskólanema segist vita lykilorð vina sinna en hlutfallið er sextán prósent í 4. til 7. bekk. Algengast var að ungmennin deildu lykilorðum sínum í öryggisskyni en þá sögðust þau einnig hafa gert það ef þau skyldu þurfa aðstoð með eitthvað. Nokkur fjöldi svarenda sagðist hafa gert það til að viðhalda „streak“ á Snapchat á meðan þeir færu í ferðalag. Um það bil fimmtungur svarenda á unglinga- og framhaldsskólastigi sögðust þekkja lykilorð foreldra sinna að App Store eða Google Play. Fjölmiðlanefnd Foreldrar birta myndir á samfélagsmiðlum í óþökk barnanna Könnunin leiddi í ljós að ungmennin voru mun líklegri til að hafa Snapchat færslur lokaðar en færslur á TikTok og Instagram. Tæpur helmingur notenda Snapchat og TikTok í 4. til 7. bekk sagðist hafa þurft að blokka einhvern . Um það bil tíu prósent sögðust samþykkja vinabeiðnir frá hverjum sem er og þeim fjölgar með aldri sem segjast jafnan samþykkja vinabeiðnir frá þeim sem eiga sameiginlega vini. Í könnuninni var spurt um leyfi foreldra til að nota samfélagsmiðla og í 4. til 7. bekk sögðust hlutfallslega flestir hafa fengið leyfi til að nota YouTube, um átta af hverjum tíu. Algengara er að krakkar í 8. til 10. bekk fái að nota aðra miðla; Facebook, Snapchat, TikTok og Instagram. Nemendurnir voru einnig spurðir um myndeildingar foreldra sinna á samfélagsmiðlum og virðast deilingarnar aukast með hækkandi aldri barnanna. Um helmingur sagði foreldrana ekki leita leyfis áður og um 25 prósent framhaldsskólanema sagðist ekki sáttur við myndbirtingarnar. Það vekur athygli að um 45 prósent nemenda á framhaldsskólastigi sögðust vera með eða hafa verið með falskan aðgang á samfélagsmiðlum. Algengast var að stofna slíkan aðgang til að gæta nafnleysis en margir nefndu einnig að þeir hefðu stofnað aðganginn til að fylgjast með öðrum. Sumir sögðust hafa stofnað nafnlausan aðgang til að birta myndir og myndskeið en forðast stríðni en aðrir nefndu að þeir hefðu stofnað reikninginn til að atast í vinum og skólafélögum. Skýrslan í heild. Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Netöryggi Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um öryggi grunn- og framhaldsskólanema á internetinu en um er að ræða þriðja hluta af sex. Skýrslan byggir á niðurstöðum könnunarinnar Börn og netmiðlar sem Menntavísindastofnun gerði fyrir Fjölmiðlanefnd seint á haustmisseri 2023. Nemendur 53 grunnskóla og 25 framhaldsskóla tóku þátt í könnuninni. Samkvæmt fréttatilkynningu eru stúlkur líklegri en drengir til að hafa deilt lykilorði sínu að samfélagsmiðlum með vini. Um fjórðungur framhaldsskólanema segist vita lykilorð vina sinna en hlutfallið er sextán prósent í 4. til 7. bekk. Algengast var að ungmennin deildu lykilorðum sínum í öryggisskyni en þá sögðust þau einnig hafa gert það ef þau skyldu þurfa aðstoð með eitthvað. Nokkur fjöldi svarenda sagðist hafa gert það til að viðhalda „streak“ á Snapchat á meðan þeir færu í ferðalag. Um það bil fimmtungur svarenda á unglinga- og framhaldsskólastigi sögðust þekkja lykilorð foreldra sinna að App Store eða Google Play. Fjölmiðlanefnd Foreldrar birta myndir á samfélagsmiðlum í óþökk barnanna Könnunin leiddi í ljós að ungmennin voru mun líklegri til að hafa Snapchat færslur lokaðar en færslur á TikTok og Instagram. Tæpur helmingur notenda Snapchat og TikTok í 4. til 7. bekk sagðist hafa þurft að blokka einhvern . Um það bil tíu prósent sögðust samþykkja vinabeiðnir frá hverjum sem er og þeim fjölgar með aldri sem segjast jafnan samþykkja vinabeiðnir frá þeim sem eiga sameiginlega vini. Í könnuninni var spurt um leyfi foreldra til að nota samfélagsmiðla og í 4. til 7. bekk sögðust hlutfallslega flestir hafa fengið leyfi til að nota YouTube, um átta af hverjum tíu. Algengara er að krakkar í 8. til 10. bekk fái að nota aðra miðla; Facebook, Snapchat, TikTok og Instagram. Nemendurnir voru einnig spurðir um myndeildingar foreldra sinna á samfélagsmiðlum og virðast deilingarnar aukast með hækkandi aldri barnanna. Um helmingur sagði foreldrana ekki leita leyfis áður og um 25 prósent framhaldsskólanema sagðist ekki sáttur við myndbirtingarnar. Það vekur athygli að um 45 prósent nemenda á framhaldsskólastigi sögðust vera með eða hafa verið með falskan aðgang á samfélagsmiðlum. Algengast var að stofna slíkan aðgang til að gæta nafnleysis en margir nefndu einnig að þeir hefðu stofnað aðganginn til að fylgjast með öðrum. Sumir sögðust hafa stofnað nafnlausan aðgang til að birta myndir og myndskeið en forðast stríðni en aðrir nefndu að þeir hefðu stofnað reikninginn til að atast í vinum og skólafélögum. Skýrslan í heild.
Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Netöryggi Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira