Refirnir frá Leicester komust upp úr ensku B-deildinni á síðustu leiktíð og misstu í kjölfarið þjálfara sinn Enzo Maresca til Chelsea. Talið var að Graham Potter myndi leysa hann af hólmi en á endanum ákvað félagið að ráða hinn 44 ára gamla Cooper.
Leicester City Football Club can confirm the appointment of Steve Cooper as our new First Team Manager 🔵
— Leicester City (@LCFC) June 20, 2024
Sá stýrði síðast Nottingham Forest en var látinn fara á síðustu leiktíð. Hann hefur áður stýrt yngri landsliðum Englands og Swansea City.
Cooper skrifar undir þriggja ára samning við félagið og segir í opnu bréfi til stuðningsfólks þess að hann sé mjög spenntur fyrir komandi tímum.
An open letter from new Leicester City Manager Steve Cooper to the Blue Army 📝 pic.twitter.com/Z1leyPh9SN
— Leicester City (@LCFC) June 20, 2024